Nýjustu fréttir

Skipulagsdagar 2016 - 2017 og skóladagatalið

Skipulagsdagar Sólborgar verða eftirfarandi veturinn 2016 - 2017.  Skóladagatalið er pdfhér

12. september 2016, 31. október 2016, 27. janúar 2017, 13. mars 2017, 19. maí 2017, 6. júní 2017.

Sumarlokun 6. júlí - 3. ágúst. Opnum 4. ágúst

Leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa frá 6. júli - 3. ágúst.  Við opnum fimmtudaginn 4. ágúst. Vonum að allir hafi það sem best í sumarleyfinu og komi endurnærðir til baka.

osol1

Kveðjuveisla elstu barnanna á Víðistofu

IMG 1646 SmallIMG 1950

 

 

 

 

 

 Elstu börnin á Víðistofu héldu sjálfum sér og kennurum leikskólans kveðjuveislu síðast liðinn föstudag. Það var mikil spenna í barnahópnum og fengu þau frjálsar hendur við val á veitingunum sem allar komu að heiman frá þeim. Hlaðborðið svignaði af kræsingunum og fóru þau flest margar ferðir. Takk fyrir samveruna flotti hópur.

IMG 1954IMG 1956

Sumarhátíð 23. júní klukkan 14:00

Foreldrafélagið stendur fyrir árlegri sumarhátíð fimmtudaginn 23. júní kl 14:00

Viljum við bjóða alla foreldra, systkini, ömmur og afa velkomin til að fagna sumrinu með börnunum á Sólborg.

Dagskrá: Sirkus Ísland, grill, hoppukastalar og ýmislegt fleira skemmtilegt

Hlökkum til að sjá ykkur öll!!

sol

Heimsókn úr Borgarbyggð

gestir borgarbyggdVið fengum til okkar gesti frá Borgarbyggð. Starfsmenn frá Leikskólunum, Klettaborg, Ugluklett, Andabæ og Hnoðraholti. Með þeim var einnig starfsmaður Skólaþjónustu Borgarbyggðar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér Nám án aðgreinigar í Sólborg og hvernig við sinnum sérkennslunni. Regína sérkennslustjóri og Ragnheiður Þóra aðstoðarleikskólastjóri tóku á móti hópnum. 

Leikskólinn fékk gjöf

ear myndArna Björk Birgisdóttir og Drífa Sigurjónsdóttir frá Þjónustumiðstöð Miðborgar- og Hlíða komu færandi hendi í leikskólann í vikunni. Þær stýrðu Cominiusarverkefninu EAR sem er nú formlega lokið. Við tókum þátt í því ásamt nokkrum stofnunum á Íslandi og í Svíþjóð. Markmið verkefnisins var að brúa bil og auka samstarf þeirra stofnana sem tengjast málefnum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.  Leikskólinn fékk ipad að gjöf sem nýta á í starfi með börnunum. Þetta er kærkomin viðbót og strax er komin sú hugmynd að fá Samkiptamiðstöðina til að setja inná hann sögur, söngva og fræðsluefni á táknmáli. Takk fyrir okkur.

 

Sólborg fékk Hvatningarverðlaun Skóla-og frístundaráðs 2016

13265844 10153663613987253 324378556306511379 nhvatningarverdlaunsfs 12013265965 10153663613912253 2760243334219931143 n

 

 

 

 

 

Hvatningarverðurlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 27. maí 2016. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem fram fer í Reykjavík. Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi. Tjáning, sjálfstraust, læsi, fjöltyngi og þjónusta við heyrnarlaus og heyrnarskert börn var þema verðalaunaverkefnanna og viðurkenningar voru veittar fyrir þverfaglegt samstarf milli skólastiga og forvarnir í nærsamfélaginu. Verðlaunin voru álft, lóa og spói (útskornir fuglar eftir Ingibjörgu H. Ágústsdóttir listakonu í Stykkishólmi.  www.bibi.is ).

Sólborg fékk verðlaunin að þessu sinni fyrir verkefnið Ráðgjafarskóli vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.  Verkefnið Ráðgjafarskólinn hefur vaxið á undanförnum árum og hefur ráðgjöf mest verið veitt til leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur verið um símaráðgjöf til leikskóla á landsbyggðinni að ræða ásamt því að starfsfólk leikskóla utan af landi hafa komið í ráðgjöf í leikskólann. Ráðgjafinn Regína Rögnvaldsdóttir á skilið að hennar starf hjá Reykjavíkurborg sé metið. Hún hefur einnig verið ötul við að veita ráðgjöf vegna hljóðvistar í leikskólum. Til hamingju með Hvatningarverðlaunin.

Fréttina má einnig lesa á vef Reykjavíkurborgar sjá hér

Útskriftardagur elstu barnanna fædd 2010

Það var notaleg stund í salnum í dag þegar elstu börnin útskrifuðust. Þau hafa flest hver verið hjá okkur síðast liðin 3-4 ár. Sum byrjuðu leikskólagönguna á Lerkistofu eða Víðistofu og önnur hafa komið inní hópinn á leiðinni. Öll hafa þau staðið sig svo vel og eru nú að ljúka fyrsta skólastiginu. Þau hafa lært margt í gegnum leikinn s.s. samvinnu, umbuðarlyndi, samábyrgð, vináttu og margt fleira. Þau fluttu fyrir okkur Þúsaldarljóð bræðranna Sveinbjörns I. og Tryggva M. Baldvinssona og hlutu mikið og gott lófaklapp fyrir. Til hamingju öll með þennan áfanga.

 

 IMG 5200

Skoða fréttasafn