Nýjustu fréttir

Norskir leikskólakennaranemar hjá okkur í október

Mánudaginn 4. október hefja tveir norskir nemar verknám sitt í Sólborg. Þær verða á Lerkistofu og Víðistofu í fjórar vikur. Það er ánægjulegt að fá til okkar norska nema sem vilja kynna sér hvernig íslenskir leikskólar eru. Þær eru á þriðja ári og munu sækja tíma í Háskóla Íslands einu sinni í viku á meðan á dvöl þeirra stendur.  

Breyttur opnunartími í Sólborg

Frá og með 1. október 2016 verður breyting á opnunartíma leikskólans. Leikskólinn opnar klukkan 7:45 og lokar klukkan 16:30.  Sama fyrirkomulag verður og áður að við opnum á Birkistofu og lokum á Víðistofu.

Hækkun fæðisgjalda og aukin gæði

Borgarráð samþykkti á fundi 15. september sl. að frá og með 1. október 2016 hækki fæðisgjald í leik- og grunnskólum borgarinnar um 100 krónur á dag.

Hækkuninni mun alfarið renna til skólamötuneyta í kaup á hráefni. Þá verður 45 milljónir sem var hluti af hagræðingu vegna matarinnkaupa skilað til baka. Með þessu ætti að skapast svigrúm til að auka gæði matarins verulega.

Breytingin hefur það í för með sér að fæðisgjald vegna barna í leikskóla sem eru skráð í sjö til níu klukkustundir á dag hækkar úr 8.320 krónum á mánuði í 10.480 krónur á mánuði.

Verð fyrir máltíðir nemenda í grunnskólum borgarinnar hækkar úr 7.100 krónum í 9.270 á mánuði.

Framlag Reykjavíkur verður með þessu sambærilegt framlögum sveitarfélaga sem leggja mest í hráefnisframlög til skólamötuneyta. Leikskólagjöld og önnur gjöld vegna skólagöngu barna verða áfram með þeim lægstu á landinu.

Sjá verðskránna pdfhér

English here Pólska pdfhér

 

Haustkynningar í næstu viku 26. september - 30. september

Í næstu viku verða haustkynningar á öllum stofum.  Farið verður yfir helstu áhersluþætti hverrar stofu og starfsmannahópurinn kynntur. Leikskólastjóri mun byrja fundinn. Kynningarnar verða frá klukkan 9:00 - 10:00. Börnin verða á meðan að leika sér í salnum og listaskála.

Mánudaginn 26. september er kynning á Lerkistofu

Þriðjudaginn 27. september er kynning á Víðistofu

Miðvikudaginn 28. spetember er kynning á Furustofu

Fimmtudaginn 29. september er kynning á Birkistofu

Föstudaginn 30. september er kynning á Reynistofu

Gestir frá Danmörku

IMG 1916 SmallÍ morgun komu danskir leikskólastjórnendur til okkar í heimsókn. Þau eru í tveggja daga námsferð í Reykjavík að kynna sér nám án aðgreiningar. Þetta var mjög áhugasamur hópur, spurðu mikið og voru ánægð að heyra um stefnuna okkar í Sólborg. Þau voru einnig áhugasöm um stórnunarþáttinn og hvernig hann er útfærður. Guðrún Jóna og Ragnheiður Þóra tóku á móti gestunum.

Börnin velja rétt á matseðilinn

IMG 1785IMG 1787

 

 

 

 

 

 

Sú nýbreytni er hjá okkur að elstu börn leikskólans, börnin á Víðistofu geta nú haft áhrif á hvað er í hádegismatinn tvisvar sinnum í mánuði. Vanessa matráðurinn okkar hélt fyrsta fundinn í gær með fjórum börnum. Þau komu með hugmydir og í dag verður lýðræðisleg kosning allra á stofunni um hvað af þeirra hugmyndum nær inná matseðil næsta mánaðar. Börnin voru mjög glöð með þessa nýbreytni og voru fljót að segja sína skoðun.  Þetta munum við gera tvisvar í mánuði og á matseðilnum munið þið sjá hvað þau völdu. Á þriðjudögum, tvistar í mánuði og verður það sérmerkt á matseðlinum sem val Víðistofubarna.

12. september - skipulagsdagur

Mánudaginn 12. september er fyrsti skipulagsdagur vetrarins. Hann munum við nýta í fræðslu um einingakubbana og almenn skipulagsmál. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri í leikskólanum Miðborg mun halda námskeið um hugmyndafræði einingakubbanna og kveikja áhuga okkar á ný á þessu frábæra leikefni. Við höfum bætt í einingakubbana og einnig keypt nýja skápa sem eru sérstaklega hannaðir fyrir þetta leikefni.

68 piece block set  280861

Skipulagsdagar 2016 - 2017 og skóladagatalið

Skipulagsdagar Sólborgar verða eftirfarandi veturinn 2016 - 2017.  Skóladagatalið er pdfhér

12. september 2016, 31. október 2016, 27. janúar 2017, 13. mars 2017, 19. maí 2017, 6. júní 2017.

Skoða fréttasafn