Nýjustu fréttir

Norræni rafmagnslausi dagurinn 23. janúar

Hjá Veitum er fjallað um veiturnar með einhverjum hætti á hverju ári. Þemadagar eru haldnir um rafmagn, heitt vatn o.s.frv. 

Norræni rafmagnsdagurinn er 23.janúar ár hvert og var ákveðið að vera með rafmagnslausan dag í leikskólum. Markmiðið er að börnin átti sig á hvað rafmagn er stór þáttur í daglegu lífi okkar og hvað það veitir okkur mikil lífsgæði. 

Við í Sólborg ætlum að taka þátt í þessum degi frá klukkan 8:00 - 12:00. Við munum mæta í leikskólann að morgni og ekki kveikja ljósin, þó verður smá ljós frá lömpum. Þarna þarf einnig að huga að hlutum eins og eldamennsku, ísskáp og öllum þeim tækjum sem ganga fyrir rafmagni.

Vanessa matráður mun ekki nota eldavélina og því verður breyting á matseðlinum.  Þau börn sem vilja taka með sér vasaljós mega gera það.

Lesa >>


Víðistofa fór í öryggisgöngu um leikskólann

það voru vaskir öryggisverðir sem fóru um leikskólann og könnuðu aðstæður varðandi brunavarnir í leikskólanum. Við erum þátttakendur í verkefninur Logi og Glóð fræða leikskólabörn. Elsti árgangur leikskólans tekur þátt í verkefninu og kemur slökkviliðið í heimsókn til okkar og kynnir verkefnið og fá börnin að skoða slökkviliðsbíl. Sú heimsókn var til okkar síðast liðið haust. Markmið verkefnisins er að:

Lesa >>


Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum gott samstarf á árinu sem er senn að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.

Lesa >>


Græn jól og áramót

Starfsfólk Landverndar var að minna okkur á að njóta "grænna jóla".  Umhverfisstofun gefur okkur góð ráð um hvernig við getum minnkað umhverfisáhrif jólanna.  Á vef Umhverfisstofnunar má finna þessi góðu ráð.

Lesa >>


Ljósaferð í lundinn vikuna 12. - 19. desember

Ljósaferð í Lundinn. Í þriðju viku af desember og mánudaginn 19. desember förum við í ljósaferð í Lundinn (við Skógarhúsið).

Lesa >>

Skoða fréttasafn