Nýjustu fréttir

Tímarit um táknmál

Nýjasta tölublað Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, er tileinkað íslensku táknmáli, ÍTM. 

Hér er frétt um útgáfuna og neðarlega í fréttinni segja ritstjórarnir Rannveig Sverrisdóttir og Valgerður Stefánsdóttir frá efni Ritsins, á ÍTM og íslensku: https://www.hi.is/frettir/islenskt_taknmal_i_ritinu

Heftið er í opnum aðgangi og eingöngu rafrænt og má þar finna fræðigreinar um táknmál en einnig er kafli um menningu og listir í döff samfélagi á Íslandi.   

Smellið hér til að skoða Ritið á rafrænu formi. Við hvetjum ykkur til að skoða!

Lesa >>


Gleðileg jól

Jólahefðin í Sólborg er að vera með jólabíó og allar deildir horfa saman á myndina 

"The Snowman" eða Snjókarlinn. Það var mikill ánægja og börnin skemmtu sér vel. 

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta sendi frá sér skemmtilegt 

jólalag og læt það fylgja með.  

Jólalag frá SHH

319732807 1325868228170816 7859172483817554954 n

Lesa >>


Alþjóðadagur táknmála

„Táknmálið sameinar okkur“

Alþjóðadagur táknmála verður núna á föstudaginn 23.september 2022. Talið er að um 200 mismunandi táknmál séu í heiminum. Að því tilefni hvetja alheimssamtök heyrnarlausra, WFD, alla að fagna með því að varpa bláu ljósi á helstu kennileiti og byggingar til stuðnings baráttu fyrir táknmálinu. Blái liturinn hefur verið notaður af Alheimssamtökunum frá stofnun þeirra, eða frá árinu 1951 og er liturinn tákn fyrir baráttu jafnréttis í samfélaginu. Hér á Íslandi er íslenska táknmálið eina hefðbundna minnihlutamálið og því hvetjum við þig og ykkur að sýna íslenska táknmálinu stuðning og mæta í einhverju bláu á föstudaginn 😊

Hér eru ýmsir áhugaverðir tenglar varðandi táknmál á Íslandi: 

Signwiki - táknmálsorðabók og ýmis fróðleikur 

Félag heyrnarlausra 

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

 alþjóðlegt fingrastafróf

 

 

Lesa >>


Pylsusala Sólborgar!

Í dag fengu börnin pylsur í hádegismat hjá Vanessu pylsusala :)

Lesa >>


Dyrabjöllur Sólborgar

Fyrir rúmum tveimur árum tókum við upp dyrabjöllukerfi í forstofunni. Með því skilgreindum við forstofur í Sólborg sem kveðjustað fjölskyldna. Þegar þið mætið með börnin ykkar að morgni, þá hringið þið bjöllunni sem tilheyrir ykkar deild og bíðið eftir að kennari deildarinnar mætir til þess að taka á móti ykkur. Við hurðina kveðjið þið barnið ykkar og barnið heldur sína leið inn á deildina sína, og byrjar leik með öðrum börnum.

Það er mikilvægt fyrir leikskólanám barna ykkar, að þetta sé alltaf virt, þar sem leikur barna sem námsleið í leikskóla, byggist á því að hann fái að vera ótruflaður. Þegar foreldrar fylgja börnum sínum alla leið inn á deild, með því að ganga í gegnum salinn og inn á deild, þá truflast leikur allra barna á deildinni og námið verður minna virði en það hefði orðið.

Lesa >>

Skoða fréttasafn