Nýjustu fréttir

Umhverfismennt - flokkun

plast stykkiFlokkun í umhverfismennt er greinilega að skila sér! 2ja ára gamalt barn fann þetta plaststykki á gólfinu, fór með það að ruslatunnunni og kíti ofan í, kom svo til baka og spurði: "Hvert á þetta að fara?" Húrra fyrir ungu kynslóðinni sem mun flokka og flokka í framtíðinni.

Lesa >>


Dagur íslenskra táknmálsins 11. febrúar

Dagur íslenska táknmálsins er 11. febrúar. Í tilefni af honum mun Málnefnd um íslenska táknmálið og Rannsóknarstofa í táknmálsfræðum halda málþing í Veröld húsi Vigdísar Finnbogadóttur undir heitinu ´Islenskt táknmál, fortíð, nútíð og framtíð. Sjá dagskránna hér  Á milli erinda verða sýnd innslög frá döff samfélaginu og þar munu okkar leikskólabörn birtast.  Til hamingju með daginn.

Lesa >>


Dagur leikskólans 6. febrúar 2019

Dagur leikskólans 6. febrúar er haldinn hátíðlegur um land allt. Í leikskólanum Brákarborg verður dagskrá að þessu sinni og hvatningarverðlaun leikskóla afhent. Dagskráin er pdfhér. Við í Sólborg erum með skipulagsdag 7. febrúar og munum taka þátt í ráðstefnu Skóla- og frístundasviðs. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Sá sem er glaður er góður og er umfjöllunarefnið ný menntastefna Reykjavíkurborgar. Dagskrá ráðstefnunnar er pdfhér.  

Lesa >>


Klæðnaður í kuldanum

Mikilvægt er að klæða börnin vel í kuldanum sem nú herjar á Ísland. Hér er plaggat sem sýnir nokkuð vel hvernig best er að klæða börnin. Auðvitað eru þau mis heitfeng og meta þarf hvert barn fyrir sig. Hér eru upplýsingar sem gott er að skoða: Klæðið börnin pdfvel  Vindkælitafla veðurstofunnar Hér

klaednadur

Lesa >>


Bóndadagur 25. janúar

kaffibolli2Bóndadagurinn er 25. janúar. Við höfum haft þá hefð að bjóða til okkar frá klukkan 8:00 - 9:00 í morgunmat eða morgunkaffi karlkyns aðstandendum barnanna í leikskólanum. Við hlökkum til að sjá sem flesta þennan föstudagsmorgun. Minnum á bílastæði við Fossvogskirkjugarð og stuttan göngutúr.

Lesa >>

Skoða fréttasafn