Nýjustu fréttir

Bóndadagskaffi

Bóndadagurinn er á föstudaginn nk. 24. janúar.

Við höfum haft það fyrir sið að bjóða til okkar karlkyns aðstandendum barna í morgunhressingu þann dag. Það verður opið hús frá klukkan 8:00 - 9:00 í matsalnum okkar og á Reynisstofu.

Við hlökkum til að sjá sem flesta kalla hefja Þorrann með okkur á ristuðu brauði og ilmandi kaffi.

Við minnum á bílastæði við Fossvogskirkjugarð og stuttan göngutúr.

Lesa >>


Nýr starfsmaður Hlynur Hugi

Í vikunni tók til starfa annar nýr starfsmaður í Sólborg. Hann heitir Hlynur Hugi Jónsson og verður í afleysingum í Sólborg, til að byrja með. Hlynur er menntaður í umhverfisskipulagsfræði.

Við í Sólborg bjóðum hann hjartanlega velkominn til okkar.

Hlynur Hugi 3

Lesa >>


Nýr starfsmaður Katla Kristjánsdóttir

Í dag tók til starfa nýr starfsmaður í Sólborg. Hún heitir Katla Kristjánsdóttir og verður á Furustofu fram að sumarlokun.

Við í Sólborg bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.

Katla 3

Lesa >>


Jólaball og jólakveðjur

Á sama tíma og við óskum öllum sem koma að Sólborg gleðilegrar aðventu, langar okkur að lýsa í máli og myndum hvernig jólaballið heppnaðist.

Stillt var upp í alvöru jólagigg með öllum þekktustu jólalögunum og dönsuðu börn og kennarar í kringum jólatréð. 

Við fengum óvæntan gest þegar enginn annar en Giljagaur mætti með gráa hausinn sinn. Hann dansaði með okkur og tók hressilega undir í laginu Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Hann kom einnig færandi hendi og gaf öllum börnunum tannbursta, enda einstaklega prúð börn í Sólborg.

Að loknu jólaballi fóru börnin aftur á sínar stofur. Þau yngstu voru inni á meðan þau elstu léku sér úti við, en innan skamms var komið að jólamat þeirra Vanessu og Vilju og snæddum við saman í salnum góðan hátíðarmat. 

 

Leikskólinn Sólborg óskar foreldrum, kennurum og börnum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem nú er að líða. Við hlökkum til að verja með ykkur fleiri gæðastundum á árinu 2020.  

Lesa >>


Piparkökukaffi - Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna á piparkökukaffið á miðvikudaginn sl.

Við áttum góða aðventustund saman í Sólborg.

Börnin skemmtu sér vel við að skreyta piparkökuna. Við vonum að þið hafið skemmt ykkur við að borða þær :D

Góðar stundir

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn