Nýjustu fréttir

Minningarorð um Ragnheiði Þóru

Ragnheiður Þóra Kolbeins, aðstoðarleikskólastjóri í Sólborg lést 27. desember 2020. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Starfsfólk Sólborg mun eiga saman minningarstund í leikskólanum, þegar jarðarför Röggu verður.

Ragnheiður starfaði í Sólborg frá útskrift sinni úr Fóstruskólanum 1994 og vann ætíð að mikilli ástríðu og heilum hug að leikskólanum. Störf Röggu, sem einn af frumbyggjum Sólborgar, er samofið sögu skólans og andi hennar mun lifa áfram með okkur í borg sólarinnar.

Sólborg hóf starfsemi í júlí 1994 í nýju húsnæði staðsettu í vestanverðri Öskjuhlíðar með Fossvogskirkju á vinstri hönd. Friður hvílir yfir staðnum og innan skólans eru hvorki múrar milli barna né fullorðinna. Fjórum árum eftir að skólinn tók til starfa var leikskólahluta Vesturhlíðaskóla lokað og hann fluttur yfir á Sólborg. Leikskólinn varð þar með sérhæfður leikskóli fyrir íslenska táknmálið.

Ragga var einn stofnanda og aðstoðarleikskólastjóri Sólborgar. Ásamt Jónínu Konráðsdóttur, fyrrverandi leikskólastjóra, vann hún metnaðarfullt uppbyggingarstarf samkvæmt hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu. Þær störfuðu af alúð og nákvæmni að því að bjóða fötluðum börnum uppeldi og nám við hlið ófatlaðra jafnaldra í samræmi við meginmarkið skólans. Til að ná slíkum gæðum í starfi skóla þarf að vera til staðar löngun til að gera vel og sýna fram á að hægt er að ná árangri.

Við í Sólborg, sem störfuðum með Röggu í langan tíma, munum kappkosta við það að starfa af sömu ástríðu og leggja okkur öll fram við að halda merkjum hennar á lofti. Sólborg kveður í dag með söknuði frumkvöðul Sólborgar, sem setti leikskólann í 1. sæti, þannig að við sem störfuðum með henni, gátum starfað með heils hugar með börnunum.

Góða ferð elsku Ragga okkar, við sjáumst síðar.

Myndir á heimasíðu 1Myndir heimasu 5Myndir heimasu 3Myndir á heimasíðu 4Myndir heimasu 2

Lesa >>


Regína gerð að heiðursfélaga

Sérkennslustjóri Sólborgar, hún Regína okkar, hefur verið gerð að heiðursfélaga í Félagi sérkennara á Íslandi. Hún Regína er mjög vel að þessum heiðri komin. Regína hefur unnið í Sólborg frá árinu 1995, eftir að hafa lokið námi í leikskólasérkennslu og hefur verið ötul við að vinna að sérkennslumálum í Sólborg og einnig í öðrum leikskólum á Íslandi. Hún sinnir ráðgjafastarfi og hefur haldið margar kynningar á því hvernig best er að starfa með börnum í leik. Regína hefur verið ötul talskona í málefnum döff barna og annarra heyrnarskertra barna.

Þrír fulltrúar frá Félagi Sérkennara mættu í Sólborg rétt fyrir hádegi í dag, fimmtudaginn 26. nóv, og veittu henni blómvönd og viðurkenningarskjal með heiðursnafnbótinni. Regína vissi ekkert um tilefnið og var því skiljanlega mjög glöð, og eilítið hrærð, þegar hún tók við nafnbótinni. Við tilnefninguna var tekið fram að Regína væri iðin og sérstaklega dugleg við að halda tengslum við deildarstarfsemina, með þátttöku sinni í leik barnanna.

Innilegar hamingjuóskir Regína frá öllum okkur í Sólborg 😊

2004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 7

Lesa >>


Skipulagsdagur 11. nóv fellur niður [uppfært]

Kæru foreldrar.

Fyrirhugaður skipulagsdagur 11. nóvember fellur niður og því leikskólinn Sólborg opinn þann dag. Tilmæli bárust frá Skóla-og frístundasviði að slíkt yrði gert, vegna sameiginlega skipulagsdagsins í Reykjavík þann 2. nóv.

Sólborg vinnur að því að finna nýja dagsetningu fyrir þennan skipulagsdag. Við látum vita.

[Uppfærsla] Skipulagsdagurinn verður fimmtudaginn 3. desember nk. 

 

Lesa >>


Fyrirkomulag Sólborgar frá 03. nóvember 2020

Kæru foreldrar.

Í ljósi hertra takmarkana Almannavarna vegna heimsfaraldurs CoVid-19, höfum við í Sólborg þurft að bregðast við. Í reglugerð menntamálaráðaherra kemur fram að „foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til.“

Þetta þýðir að kveðjustund foreldra við barn í upphafi dags, fer fram fyrir utan byggingu Sólborgar, þ.e.a.s. að foreldri hringi dyrabjöllu við útidyrahurð.

Við höfum skipt okkur upp í þrjú hólf, sem eru eftirfarandi:

  • Skógarhús (Reynistofa) eitt hólf. Í útiverunni í lok dags verða þau þar.
  • Lerki- og Birkistofa eitt hólf. Í útiverunni í lok dags verða þau á Rauða svæði, sem snýr að Fossvogskirkjugarði.
  • Víði- og Furustofa eitt hólf og í útiverunni í lok dags verða þau á svæðinu sem liggur meðfram Guluhlíð (Hólasvæði).

Einnig biðjum við ykkur að fara eftirfarandi tilmælum:

  • Eitt foreldri mætir með barn sitt í leikskólann og mæta með andlitsgrímu.
  • Morgunmaturinn breytist.  Börnin fá ríkulega af ávöxtum inni á sínum deildum, í stað hafragrauts.
  • Skipulagsdagur verður 11. nóvember nk.

Við komumst heil í gegnum þetta.

Fyrir hönd Sólborgar,

Guðrún Jóna Thorarensen

Sigurbaldur P. Frímannsson

Lesa >>


Aðalfundur foreldrafélags frestað

Sæl kæru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Sólborg

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun foreldrafélagið fresta aðalfundi sínum sem að jafnaði er haldinn í upphafi október hvert ár. Óljóst er hvenær fundarfært verði en fundurinn verður haldinn um leið og aðstæður leyfa.

Hins vegar viljum við bjóða þeim foreldrum er vilja taka þátt í starfi foreldrafélagsins á komandi ári að senda okkur tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hvetjum við sem flesta sem hafa áhuga að hafa samband og taka þátt í skemmtilegu starfi.

Foreldrafélagið  

Lesa >>

Skoða fréttasafn