Nýjustu fréttir

Haustkynningar og foreldraviðtöl

Haustkynningar deildanna eru að klárast. Góð þátttaka hefur verið og fínar umræður. Næst eru það haustviðtölin þau hefjast þau mánudaginn 24. september og standa til 3. október.

Lesa >>


Skipulagsdagur 17.september

Fyrsti skipulagsdagur vetrarins er mánudaginn 17. september. Þá er lokað í leikskólanum. Starfsfólk mun nota daginn í undirbúning fyrir vetrastarfið og eftir hádegi fáum við fyrirlestur um skapandi starf í leikskólum.

Skipulagsdagar vetrarins eru þessir: 17. september, 19. október, 12. nóvember, 7. febrúar, 1. mars og 3. júní. Skóladagatalið er vistað undir stefna og starfsáætlun. xlsHér

Lesa >>


Framkvæmdir á leikskólalóð

Nú er starfið í leikskólanum hafið eftir sumarfrí.  Framkvæmdum á lóðinni miðar vel og verður fremsta svæðið sunnan megin við leikskólann sérstakt afgirt ungbarnasvæði.  Breyting verður á innangi í leikskólans en hér eftir göngum við inn norðan megin við húsið. 

Aðlögun nýrra barna hefst 29. ágúst og fyrir þann tíma munum við færa til nokkur börn og starfsfólk innan leikskólans. Starfsáætlun næsta vetrar er pdfhér og skóladagatalið er pdfhér.

Lesa >>


Sumarlokun leikskólans

Við lokum leikskólanum frá og með 11. júlí og opnum aftur 9. ágúst 2018.  Við vonum að þið hafið það sem best í sumarfríinu og hlökkum til að hitta ykkur í ágúst.

IMG 2616 Small

 

Lesa >>


Læsisstefna Sólborgar

Á vorönninni var Læsisstefna Sólborgar unnin af þverfaglegum hópi starfsmanna leikskólans. Hún var kynnt öllu starfsfólki á skipulagsdegi í júní og unnið að henni í hópavinnu. Allar athugasemdir teknar saman og nú er stefnan tilbúin. Sjá pdfhér.  Einnig má finna hana undir stefna og starfsáætlun.

Lesa >>

Skoða fréttasafn