Nýjustu fréttir

Framkvæmdir á leikskólalóð

Nú er starfið í leikskólanum hafið eftir sumarfrí.  Framkvæmdum á lóðinni miðar vel og verður fremsta svæðið sunnan megin við leikskólann sérstakt afgirt ungbarnasvæði.  Breyting verður á innangi í leikskólans en hér eftir göngum við inn norðan megin við húsið. 

Aðlögun nýrra barna hefst 29. ágúst og fyrir þann tíma munum við færa til nokkur börn og starfsfólk innan leikskólans. Starfsáætlun næsta vetrar er pdfhér og skóladagatalið er pdfhér.

Lesa >>


Sumarlokun leikskólans

Við lokum leikskólanum frá og með 11. júlí og opnum aftur 9. ágúst 2018.  Við vonum að þið hafið það sem best í sumarfríinu og hlökkum til að hitta ykkur í ágúst.

IMG 2616 Small

 

Lesa >>


Læsisstefna Sólborgar

Á vorönninni var Læsisstefna Sólborgar unnin af þverfaglegum hópi starfsmanna leikskólans. Hún var kynnt öllu starfsfólki á skipulagsdegi í júní og unnið að henni í hópavinnu. Allar athugasemdir teknar saman og nú er stefnan tilbúin. Sjá pdfhér.  Einnig má finna hana undir stefna og starfsáætlun.

Lesa >>


Líf og fjör á sumarhátíðinni

Það var líf og fjör á sumarhátíðinni 21. júní í mikilli rigningu. Viðbragðssnjallir leikskólastarfsmenn færðu leikritið í lundinn við Reynistofu og buðu uppá alls konar vatnsleiki. Andlitsmálning flutt inní listaskála og við notuðum gluggann til að fara þar inn og út. Takk fyrir samveruna.

 

IMG 4312 SmallIMG 4310 SmallIMG 4308 Small

IMG 4306 SmallIMG 4303 SmallIMG 4298 SmallIMG 4319 SmallIMG 4318 SmallIMG 4314 SmallIMG 4295 Small

IMG 4300 Small

Lesa >>


Kveðjuveisla elstu barnanna á Reynistofu

Í dag var haldin sameiginleg kveðjuveisla elstu barnanna á Reynistofu. Þau fara að hætta í leikskólanum hvert af öðru og því var ákveðið að vera með eina sameiginlega veislu. Foreldrar barnanna lögðu til veitingar, börnin skreyttu sig með fánalitunum því um helgina er fótboltalandslið að keppa á HM og 17. júní á sunnudaginn.  Börnin dönsuðu svo við nýja lag Tólfunnar Áfram ísland sem táknað er á íslenskt táknmál á heimasíðu Félags heyrnarlausra og Hæ hó og jibbýjey.  

15. júní Kveðjuveisla

Lesa >>

Skoða fréttasafn