Nýjustu fréttir

Líf og fjör á sumarhátíðinni

Það var líf og fjör á sumarhátíðinni 21. júní í mikilli rigningu. Viðbragðssnjallir leikskólastarfsmenn færðu leikritið í lundinn við Reynistofu og buðu uppá alls konar vatnsleiki. Andlitsmálning flutt inní listaskála og við notuðum gluggann til að fara þar inn og út. Takk fyrir samveruna.

 

IMG 4312 SmallIMG 4310 SmallIMG 4308 Small

IMG 4306 SmallIMG 4303 SmallIMG 4298 SmallIMG 4319 SmallIMG 4318 SmallIMG 4314 SmallIMG 4295 Small

IMG 4300 Small

Lesa >>


Kveðjuveisla elstu barnanna á Reynistofu

Í dag var haldin sameiginleg kveðjuveisla elstu barnanna á Reynistofu. Þau fara að hætta í leikskólanum hvert af öðru og því var ákveðið að vera með eina sameiginlega veislu. Foreldrar barnanna lögðu til veitingar, börnin skreyttu sig með fánalitunum því um helgina er fótboltalandslið að keppa á HM og 17. júní á sunnudaginn.  Börnin dönsuðu svo við nýja lag Tólfunnar Áfram ísland sem táknað er á íslenskt táknmál á heimasíðu Félags heyrnarlausra og Hæ hó og jibbýjey.  

15. júní Kveðjuveisla

Lesa >>


Sumarhátíð 21. júní

Sumarhátíð Sólborgar verður 21. júní og er hún haldin í samvinnu við forelrafélagið. Hún hefst klukkan 14:15 en skemmtiatriði á hólnum hefst klukkan 14:30.  Á dagskrá verður leikrit, andlitsmálning, hoppukastali, grillaðar verða pylsur og við leikum okkur saman. Við hlökkum til að sjá sem flesta gera sér glaðan dag og við vonum líka að sólin láti sjá sig.sól

 

Lesa >>


Útskrift á Reynistofu

Það var stoltur hópur aðstandenda og starfsfólks leikskólans sem fylgdist með prúðbúnum börnum Reynistofu útskrifast í morgun. Börnin sem fædd eru 2012 hafa flest hver verið hér í 3 - 4 ár og við ákaflega stollt af þeim. Öll hafa þau staðið sig svo vel og eru nú að ljúka fyrsta skólastiginu. Þau hafa lært margt í gegnum leikinn s.s. samvinnu, umburðarlyndi, samábyrgð, að eignast vini og margt fleira. Þau fluttu fyrir okkur Þúsaldarljóð bræðranna Sveinbjörns I. og Tryggva M. Baldvinssona og hlutu mikið og gott lófaklapp fyrir. Öll börnin á stofunni sungu síðan lagið:  Hún er amma mín af plötunni Kátir krakkar og trölla-Pétur  og vakti það kátínu aðstandenda.

 Til hamingju með daginn og áfangann.

Lesa >>


Sveitaferð að Hraðastöðum með foreldrafélaginu

Fimmtudaginn 24. maí klukkan 9:00 verður farið í sveitaferð á Hraðastaði í Mosfellsdal. Foreldrafélagið greiðir fyrir leikskólabörnin en foreldrar /forráðamenn greiða fyrir sig. Áætlað stopp á Hraðastöðum er 1 1/2 klst. Börnin borða hádegismatinn sinn á Sólborg. Starfsfólk fer með.  

Greiða þarf fyrir ferðina fyrir fram og koma upplýsingar um það í tölvupósti til foreldra.

Lesa >>

Skoða fréttasafn