Nýjustu fréttir

Sumarfrí

Sumarlokun Sólborgar mun standa yfir frá og með miðvikudeginum 8. júlí og til og með miðvikudagsins 5. ágúst.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 6. ágúst, ATH! kl. 12:30. 

Lesa >>


Söngstund í sal

Í dag, þann 10. mars, hittust allar deildir í salnum í Sólborg til þess að syngja. Sameiginleg söngstund hefur verið lengi við lýði í Sólborg og alla þriðjudaga hittumst við til þess að syngja saman vel valin lög.

Í dag voru mörg börn mætt saman í salnum, þar sem verkfalli Eflingar og Sameykis er lokið.

Ánægjuleg stund :)

2020.03.10 Söngstund í sal fyrsta eftir verkfallslok 32020.03.10 Söngstund í sal fyrsta eftir verkfallslok 32020.03.10 Söngstund í sal fyrsta eftir verkfallslok 3

Lesa >>


Dagur íslenska táknmálsins

Þriðjudagurinn 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. Við í Sólborg fögnum þessum degi og hvetjum foreldra og aðstandendur barnanna til að læra og tileinka sér þær kveðjur á táknmáli sem við notum dagsdaglega eins og Góðan daginn   

Góðan daginn jpeg

 Sjáið einnig eftirfarandi tengla: Takk fyrir daginn    Sjáumst á morgun     Góða helgi

Einnig viljum við minna á vefsíðuna SignWiki, en þar er að finna ýmsar upplýsingar um táknmál, m.a. orðabók þar sem hægt er að fletta upp þúsundum tákna.

Þar er einnig einnig að finna alls konar barnalög á táknmáli og við hvetjum foreldra og aðstandendur til að skoða  þau með börnunum: Ýmis lög á táknmáli

Lesa >>


Hafdís lætur af störfum í Sólborg

Þann 2. janúar sl. kvaddi Hafdís Svansdóttir börn og starfsfólk í Sólborg. Hún hefur starfað í leikskólanum Sólborg frá árinu 1996.

Hafdís er leikskólakennari og hefur starfað sem deildarstjóri í Sólborg. Hún hefur verið virkur mótandi í þeirri heiltæku skólastefnu sem Sólborg starfar eftir og á síðustu árum átt þátt í að fræða kollega okkar í hinum ýmsu löndum um þá stefnu. Í gegnum þátttöku skólans í Erasmus verkefni, fræddi hún um kennslu barna með einhverfu í almenna skólakerfinu.

Hafdísar verður sárt saknað, bæði af börnum og samstarfsfólki.

Hafdís er þó ekki horfin af leikskólasviðinu, því hún hefur tekið að sér stöðu aðstoðarleikskólastjóra í Sæborg. Við óskum henni velfarnaðar þar og hún er alltaf velkomin aftur til okkar í Sólborg.

Kveðjur frá okkur öllum í Sólborg 😊

 HS.jpgHafdís_sumar_2011.jpgHafdís_2016.JPGHafdís_opið_hús_2005.jpgHafdís_haust_2008.jpg

Lesa >>


Nýr starfsmaður Hlynur Hugi

Í vikunni tók til starfa annar nýr starfsmaður í Sólborg. Hann heitir Hlynur Hugi Jónsson og verður í afleysingum í Sólborg, til að byrja með. Hlynur er menntaður í umhverfisskipulagsfræði.

Við í Sólborg bjóðum hann hjartanlega velkominn til okkar.

Hlynur Hugi 3

Lesa >>

Skoða fréttasafn