Nýjustu fréttir

Alþjóðadagur móðurmálsins

Alþjóðadagur móðurmálsins er 21. febrúar. Miklu máli skiptir að allir eigi sitt móðurmál sem þeir rækta og sinna. Á Tungumálatorgi er heimasíða tileinkuð deginum: http://tungumalatorg.is/21feb/

Í ár býður Borgarbókasafnið, í samstarfi við Samtökin Móðurmál, Miðju máls og læsis og Skóla- og frístundasvið til tungumálahátíðar í Gerðubergi laugardaginn 24. febrúar, kl 13:30 - 15:30. Á dagskrá verður m.a. að hlusta á kóra, skrifa bréf og skreyta tungumálatré. Dagskráin er pdfhér.
 

Lesa >>


Leikskólakennaranemar og þroskaþjálfanemar í verknámi

Nemar frá Háskóla Íslands eru hjá okkur þessa dagana. Við erum svo heppin að fá að taka þátt í námi bæði þroskaþjálfa og leikskólakennara. Þroskaþjálfanemar verða meira og minna í leikskólanum fram í apríl byrjun. Leikskólakennaranemar verða hjá okkur fram í miðjan mars. Það er mikill fengur fyrir okkur í Sólborg að fá til okkar nema, það gefur okkur innsýn í námið á Menntavísindasviði Háskólans og við getum veitt hvert öðru gagnkvæma endurgjöf.

Lesa >>


Konudagurinn 18. febrúar

Í tilefni af Konudeginum ætlum við að bjóða kvenkyns aðstandendum barnanna í morgunkaffi og hafragraut föstudaginn 16.febrúar. Sú nýbreyttni verður þetta árið að við borðum saman í salnum því nú borðum við morgunmatinn þar og svo er hægt að kíkja inná leikstofur barnanna. Reynistofubörnin borða á Reynistofu. Við hlökkum til að sjá sem flesta og til hamingju með daginn.

Lesa >>


Dagur íslenska táknmálsins 11. febrúar

Í tilefni af degi íslenska táknmálsins hefur Mennta- og menningarmálaráðuneytið falið Málnefnd um íslenskt táknmál að vekja athygli á íslenska táknmálinu. Samstarf við RÚV hefur verið komið á og munu birtast viðtöl við heyrnarlausa á heimasíðu RÚV og einnig mun Krakka RÚV og Stundin okkar vera með efni tengt íslenska táknmálinu.  Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfrækir þekkingarbrunninn SignWiki um íslenskt táknmál. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik.  www.signwiki.is Dagskrá Félags heyrnarlausra er hér Heimasíða fyrirlesarans Lea Katz-Hernandez

Lesa >>


Skipulagsdagur 8. febrúar

Skipulagsdagur verður 8. febrúar og munum við taka þátt í leikskólaráðstefnu sem haldin er af Skóla- og frístundasviði. Heiti ráðstefnunnar er: Við fáum að ráða, nema þegar kennararnir fá að ráða. Lýðræði, sjálfsefling og þátttaka barna í leikskólastarfi verður til umfjöllunar. Dagskráin erpdf hér. Eftir hádegið munum við sinna alls konar deildarverkefnum.

Lesa >>

Skoða fréttasafn