Nýjustu fréttir

Umsókn um niðurfellingu gjalda milli jóla og nýárs

Kæra foreldri/foreldrar leikskólabarna

Í breytingum á reglum um leikskólaþjónustu sem samþykktar voru í borgarráði 15. nóvember 2018 var samþykkt að leikskólar borgarinnar verið lokaðir að morgni  aðfangadags og gamlársdags. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.

Einnig var samþykkt heimild þess efnis að forsjáraðilar geti sótt um niðurfellingu gjalda virka daga á milli jóla og nýárs að því tilskildu að  barn taki leyfi alla virka daga á milli jóla og nýárs. Í ár eru þetta tveir dagar þ.e. föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember.

Ekki náðist að gera umsóknina rafræna í ár og því þurfa foreldrar að sækja um niðurfellingu gjalda á milli jóla og nýárs á eyðublaði sem liggur hjá deildarstjóra og/eða leikskólastjóra.

Umsókn þarf að skila til deildarstjóra/leikskólastjóra eigi síðar en 10. desember 2019. Athugið að lækkun gjalda mun koma á janúar reikninginn.

Vonandi mun ofangreind ákvörðun Reykjavíkurborgar gefa tækifæri til jákvæðrar samveru yfir hátíðirnar fyrir fjölskyldur barnanna og starfsfólks.

 

Dear parent/parents of kindergarten students.

With the regulation changes of kindergarten services, which were approved by the City Council on November 15th, 2018, the regulations now state that the city ‘s kindergartens will be closed on the mornings of Christmas Eve and New Year’s Eve. Kindergarten fees will not be lowered due to this change.

Additionally, it was approved that guardians may apply for the cancellation of fees for weekdays between Christmas and New Year, provided that the child does not attend the kindergarten on any of the days. This year, this amounts to two days, i.e. Friday December 27th, and Monday December 30th.

The application cannot be submitted electronically this year, so parents must apply for fee cancellations for the time period between Christmas and New Years by filling out a form available from division managers and/or kindergarten directors.

The application must be submitted back to the kindergarten director no later than December 10th, 2019. Please note that reduction of fees will occur on the January invoice. 

Lesa >>


Nýr starfsmaður Ásrún Bjarnadóttir

Í vikunni tók til starfa nýr starfsmaður í Sólborg. Hún heitir Ásrún Bjarnadóttir og verður á Reynisstofu í vetur. Ásrún er mannfræðingur að mennt og hefur reynslu af því að liðsinna fólki þar sem hún vann í búsetukjarna.

Við í Sólborg bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.

Lesa >>


Skipulagsdagur 6. nóvember

Góðan dag kæru foreldrar í Sólborg.

Á morgun, miðvikudaginn 6. nóvember, verður skipulagsdagur í leikskólanum Sólborg.

Við sjáumst aftur fimmtudaginn 7. nóv, hress og skipulögð.

Lesa >>


SMT - kennsla og upprifjun

Síðastliðinn mánudag hófst kennsla og upprifjun á SMT reglum leikskólans. Þetta gerum við á hverju hausti því alltaf bætast nýjir nemendur í hópinn. Reglurnar eru viðmið um æskilega hegðun, þær eru einfaldar og hjálpa okkur að umgangast hvert annað og umhverfið okkar af nærgætni.

pdfHér má sjá reglutöflu skólans:

smt reglur

Yngri börn skólans læra aðeins færri reglur en eldri börnin og fá lengri tíma til þess eins og sjá má á kennsluáætlun.

pdfKennsluaaetlunhaust_yngri_2019.pdf

pdfkennsluaaetlunhaust_eldri_2019.pdf

Í lok hverrar kennslulotu er haldið uppá það með einhverri uppákomu. Börnin hafa þá sjálf með aðstoð kennara ákveðið hvernig þau gera sér glaðan dag þ.e. svo kallaðar Brosveislur 😊 

Lesa >>


Aðalfundur foreldrafélags Sólborgar

Aðalfundur foreldrafélags Sólborgar verður haldinn þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 16:30 í sal leikskólans. Hann er ætlaður öllum foreldrum og forráðamönnum barna leikskólans.

Dagskrá fundarins verður:

1. Kynning skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2018-2019.

2. Kynning og samþykki skýrslu um fjármál félagsins fyrir starfsárið 2018-2019.

3. Kjör stjórnar fyrir starfsárið 2019-2020.

4. Önnur mál.

Fundartími er áætlaður 60 mínútur. Vinsamlegast látið vita ef panta þarf túlkaþjónustu fyrir fundinn.

Foreldrar og forráðamenn er ekki komast á fundinn geta boðið sig fram til stjórnarstarfa með því að senda tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. október nk.

Allir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að sækja fundinn.

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn