Nýjustu fréttir

Útskrift elstu barnanna á Reynistofu

Það er hátíðardagur í dag hjá okkur í Sólborg. 25. árið erum við að útskrifa elstu börnin og er það alltaf mjög notaleg og hátíðleg stund. Haldnar eru nokkrar ræður, börnin syngja fyrir okkur og þau taka á móti útskriftarbókunum sínum. Þau hafa öll staðið sig svo vel, hafa þroskast og lært svo ótal margt af því að vera saman s.s. samvinnu, umburðarlyndi, samábyrgð og margt fleira. Ekki má gleyma vináttunni sem þau hafa myndað sín á milli sem er okkur öllum svo dýrmæt. Allt þetta hafa þau lært í gegnum leikinn sem við teljum svo mikilvæga námsleið í starfi leikskóla, það að læra í gegnum leik. Til hamingju öll og þið foreldrar til hamingju með yndislegu börnin ykkar.

Lesa >>


Vorhátíð foreldrafélagsins 19. maí 2019

Vorhátíð foreldrafélags Sólborgar verður haldin sunnudaginn 19. maí milli kl: 13:00 - 16:00 í Árbæjarsafni. Frítt er fyrir börn til 18 ára aldurs og 1100kr fyrir hina inná safnið.

Foreldrafélagið býður uppá hefðbundnar veitingar, djús og pylsur. kaffi verður maður þó að hafa með sér eða versla á staðnum. Til upprifjunar þá er það svo að vorhátíð sem þessi er annað hvert ár en hitt árið hafa börnin farið í ferð á dagtíma leikskólans. Í fyrra var farið í sveitaferð.

Dagurinn er skemmtilegt tækifæri fyrir börnin að hittast í öðru umhverfi og fyrir foreldrana að hittast og segja meira en góðan dag og hæ. Foreldrafélagið gerir ráð fyrir andvara og sól þennan dag.  Skráningarlisti hangir víða og gott að fá fjöldan vegna veitinga.

arbaearsafn Small

Lesa >>


Foreldraviðtöl

Foreldraviðtölin eru að hefjast í Sólborg. Þau eru liður í foreldrasamvinnunni og eru haldin á haustin og vorin. Í vorviðtalinu deilir starfsfólk með foreldrum upplýsingum um barnið í leikskólanum. Viðtölin verða á eftirtöldum dögum.  Furustofa: 30.apríl og 2. maí. Birkistofa: 3. og 6. maí. Víðistofa: 7. og 8. maí. Reynistofa: 15,16 og 17. maí. Lerkistofa: 13. maí.

Lesa >>


Gleðilega páska

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njóðið frísins sem best. Leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 23. apríl.

paskaliljur

Lesa >>


Seglar um skjátíma barna

Segull um skjátíma barna er gerður af frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti með stuðningi SAMFOKS, Reykjavíkurborgar og styrktaraðila. Markmiðið með seglinum er að auka vitund fjölskyldna um skjátíma og skapa umræðu innan veggja heimilisins. Segulinn er ekki töfralausn heldur tæki sem fjölskyldur geta notað til að ræða um og mynda ramma utan um skjánotkun allra í fjölskyldunni. Athöfn verður í Tjarnarsal Ráðhússins 12. apríl þar sem segullinn verður afhentur. Öll grunn- og leikskólabörn fá segulinn með sér heim þann dag. Einnig var útbúin heimasíða um verkefnið á vefslóðinni www.skjatimi.is

 

skjatimi

Lesa >>

Skoða fréttasafn