Nýjustu fréttir

Skipulagsdagur 11. nóv fellur niður [uppfært]

Kæru foreldrar.

Fyrirhugaður skipulagsdagur 11. nóvember fellur niður og því leikskólinn Sólborg opinn þann dag. Tilmæli bárust frá Skóla-og frístundasviði að slíkt yrði gert, vegna sameiginlega skipulagsdagsins í Reykjavík þann 2. nóv.

Sólborg vinnur að því að finna nýja dagsetningu fyrir þennan skipulagsdag. Við látum vita.

[Uppfærsla] Skipulagsdagurinn verður fimmtudaginn 3. desember nk. 

 

Lesa >>


Fyrirkomulag Sólborgar frá 03. nóvember 2020

Kæru foreldrar.

Í ljósi hertra takmarkana Almannavarna vegna heimsfaraldurs CoVid-19, höfum við í Sólborg þurft að bregðast við. Í reglugerð menntamálaráðaherra kemur fram að „foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til.“

Þetta þýðir að kveðjustund foreldra við barn í upphafi dags, fer fram fyrir utan byggingu Sólborgar, þ.e.a.s. að foreldri hringi dyrabjöllu við útidyrahurð.

Við höfum skipt okkur upp í þrjú hólf, sem eru eftirfarandi:

 • Skógarhús (Reynistofa) eitt hólf. Í útiverunni í lok dags verða þau þar.
 • Lerki- og Birkistofa eitt hólf. Í útiverunni í lok dags verða þau á Rauða svæði, sem snýr að Fossvogskirkjugarði.
 • Víði- og Furustofa eitt hólf og í útiverunni í lok dags verða þau á svæðinu sem liggur meðfram Guluhlíð (Hólasvæði).

Einnig biðjum við ykkur að fara eftirfarandi tilmælum:

 • Eitt foreldri mætir með barn sitt í leikskólann og mæta með andlitsgrímu.
 • Morgunmaturinn breytist.  Börnin fá ríkulega af ávöxtum inni á sínum deildum, í stað hafragrauts.
 • Skipulagsdagur verður 11. nóvember nk.

Við komumst heil í gegnum þetta.

Fyrir hönd Sólborgar,

Guðrún Jóna Thorarensen

Sigurbaldur P. Frímannsson

Lesa >>


Aðalfundur foreldrafélags frestað

Sæl kæru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Sólborg

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun foreldrafélagið fresta aðalfundi sínum sem að jafnaði er haldinn í upphafi október hvert ár. Óljóst er hvenær fundarfært verði en fundurinn verður haldinn um leið og aðstæður leyfa.

Hins vegar viljum við bjóða þeim foreldrum er vilja taka þátt í starfi foreldrafélagsins á komandi ári að senda okkur tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hvetjum við sem flesta sem hafa áhuga að hafa samband og taka þátt í skemmtilegu starfi.

Foreldrafélagið  

Lesa >>


Hólfun deilda í Sólborg

Við í Sólborg ætlum að rifja upp þær skorður sem við höfum haft við lýði frá því í vor.

 • Foreldrar virði fjarlægðarmörk og staldri stutt við í forstofu og öðrum sameiginlegum svæðum.
 • Eitt foreldri mætir með barn sitt í leikskólann og sækir.
 • Kveðjustund barns og foreldris verður í forstofunni og hringja skal dyrabjöllu þannig að kennari geti fylgt barninu inn á deild.
 • Ef við finnum fyrir einkennum eða öðrum slappleika, tökum ekki óþarfa áhættu og verum heima.
 • Barn foreldris, sem er í sóttkví, getur ekki mætt í leikskólann.

Foreldrar, það hafið unnið þetta með okkur síðan í vor og við erum gífurlega þakklát. Þessi upprifjun er sett hérna fram, því eins og við sjáum í kringum okkur, getur verið stutt á milli að ein deild/bekkur fari í sóttkví og síðan heill leik- og grunnskóli. Ef við vöndum okkur eins og við getum, aukum við líkurnar á því að Sólborg geti haft alltaf opið.

Ábm. Sigurbaldur P. Frímannsson

Lesa >>


Nýtt starfsfólk í Sólborg

Rut 2Í dag hóf hún Rut störf í Sólborg. Hún verður á Furustofu og mun sinna sérkennslu, ásamt því að sinna öðrum deildarstörfum. Rut hefur lokið við sálfræðinám og hefur m.a. starfað við sjúkraflutninga.

Við óskum Rut velfarnaðar í störfum hér hjá okkur í Sólborg.

Lesa >>

Skoða fréttasafn