Nýjustu fréttir

Fyrirkomulag Sólborgar vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Í næstu viku eru 5 dagar og því einn hópur sem mætir einn dag umfram annan hópinn. Við sjáum fyrir okkur að í vikunni á eftir það verður það hinn hópurinn sem fái þennan aukadag. Þið getið gert ráð fyrir að það verði miðvikudagar sem rúlli á milli hópa eftir vikum, þó við viljum ekki slá því á fast, miðað við að ástandið í þjóðfélaginu geti breyst með skömmum fyrirvara.

Sólborg hefur unnið eftir þeim tilmælum að ákveðinn foreldrahópur fái forgang vegna mikilvægi vinnustaðar þeirra skv. Almannavörnum, eins og þið sáuð í pósti þann 14. mars um neyðarþjónustu. Við höfum ekki þurft að láta það koma niður á þeim foreldrum sem ekki sinna þessari skilgreindri neyðarþjónustu.

Áfram er unnið eftir þeim skorðum sem við nefndum áður. Ykkur hefur gengið vel að aðlagast kveðjustundum í forstofunni og bjöllur deildanna hafa hjálpað til við það. Á útisvæðum vinnum við eftir þeim tilmælum að reyna eins og kostur er á að börnin leiki með sinni deild. Þetta leiðir til þess að ekki verður lokað á rauða svæðinu eins og við höfum vanist. Þið hafið það í huga þegar þið sækið.

Takk fyrir hvað þið hafið verið samvinnuþýð á þessum síbreytilegum tímum, það hefur hjálpað okkur mikið með þær ráðstafanir sem við höfum þurft að grípa til.

Lesa >>


Verklag leikskóla á grunni takmarkana skólastarfs vegna farsóttar

Í þeim samfélagslegu aðstæðum sem nú eru leggur Samband íslenskra sveitarfélaga höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til varnar útbreiðslu COVID veirunnar. Föstudaginn 13. mars 2020 settu sóttvarnarlæknir, fulltrúi almannavarna, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra fram tilmæli um skipulag skólahalds næsta mánuðinn vegna stöðunnar.

Sveitarfélögin í landinu sameinast um að samræma aðgerðir í skipulagi skóla- og frístundastarfs fyrir þetta tímabil eins og kostur er. Skólahald mun fara fram en með takmörkunum. Skólarnir sinna börnum og unglingum sem eru viðkvæmustu hópar samfélagsins og því þarf að huga vel að virkni þeirra og vellíðan. Þá ber að hlúa að starfsfólki sem starfar innan skóla- og frístundastarfs en þessi hópur sinnir mikilvægum störfum í í samfélaginu.

Samband íslenskra sveitarfélaga fylgist vel með þeim breytingum sem kunna að verða á takmörkunum á skólahaldi. Við tökum höndum saman svo að allt starf geti farið fram af yfirvegun og æðruleysi. Sveitarfélögin færa þakkir til alls þess fjölda fagfólks á vettvangi sem tekur að sér skipulagningu skólastarfsins næstu vikur við fordæmalausar aðstæður.

Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitafélaga, að halda uppi leikskólastarfi að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.

Umfang leikskólastarfs:

  • Opið frá 8:00 – 16:15
  • Tekið verður á móti sem nemur helmingi barna á hverri deild daglega.
  • Börn starfsmanna leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs hafa forgang að leikskóladvöl og foreldra sem sinna neyðarþjónustu. Gera má ráð fyrri að allir foreldrar þurfi að taka á sig einhverja skerðingu.
  • Starfsfólk leitast við að vinna með börnin í litlum hópum ca 4-6 börn í hópi.
  • Leitast verður við að nýta allt húsnæði leikskólans til að dreifa úr hópnum eins og kostur er.
  • Leikskólum verður lokað kl. 16:15 og tíminn eftir það nýttur til að ganga frá eftir daginn og undirbúa næsta dag.
  • Til skoðunar er að foreldrar sem kjósa að halda börnum sínum heima fái niðurfellingu á gjöldum þann tíma.
  • Komi til mikillar mannfæðar þannig að ekki verði hægt að vinna með börnin í u.þ.b. 4-6 barnahópum verður unnið eftir fáliðunarferli til viðbótar við ofangreint.

Lesa >>


Skipulagsdagur 16. mars 2020

Foreldrar og forráðamenn athugið.

Það verður skipulagsdagur í Sólborg mánudaginn 16. mars nk. Þessi ráðstöfun er í tengslum við ákvörðun um samkomubann sem tekin var fyrr í dag af ríkisstjórn Íslands.

Það er verið að útfæra nánari útfærslu með sveitarfélögunum, hvernig verður staðið að samkomubanninu á vegum skóla- og frístundarsviðs. Við munum vita meira þegar líður á helgina. Þið foreldrar verðið látnir vita við fyrsta kost.

Það sem við vitum núna; skipulagsdagur á mánudaginn 16. mars og leikskólinn Sólborg því lokaður þann dag.

Góða helgi.

F.h. Sólborgar,

Stjórnendur

Lesa >>


Söngstund í sal

Í dag, þann 10. mars, hittust allar deildir í salnum í Sólborg til þess að syngja. Sameiginleg söngstund hefur verið lengi við lýði í Sólborg og alla þriðjudaga hittumst við til þess að syngja saman vel valin lög.

Í dag voru mörg börn mætt saman í salnum, þar sem verkfalli Eflingar og Sameykis er lokið.

Ánægjuleg stund :)

2020.03.10 Söngstund í sal fyrsta eftir verkfallslok 32020.03.10 Söngstund í sal fyrsta eftir verkfallslok 32020.03.10 Söngstund í sal fyrsta eftir verkfallslok 3

Lesa >>


Í ljósi hættustigs almannavarna vegna COVID-19

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði.  Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau fara í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis.

Foreldrum barna með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma  er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni.

 Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

 

Information for parents / guardians

To parents and guardians

As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is

Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health. 

Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor. 

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas

[Pólska]

Informacje dla rodziców/opiekunów

Do rodziców i opiekunów

Ze względu na stan alarmowy wprowadzony z powodu koronawirusa COVID-19

Departament Ochrony Ludności i Zarządzania Kryzysowego podkreśla, jak bardzo ważne jest, by wszyscy przestrzegali zaleceń wydanych przez szefa organów ds. epidemiologii w Islandii. Najnowsze informacje można zawsze znaleźć na stronie internetowej www.landlaeknir.is

Rodzice i opiekunowie proszeni są o regularne sprawdzanie, które miejsca zostały oznaczone jako obszary zagrożone. Jeżeli dzieci lub ich rodziny przebywały na tych obszarach, osoby te będą musiały przejść kwarantannę zgodnie z wytycznymi Dyrekcji ds. Zdrowia.

Zaleca się, by rodzice dzieci, które mają słaby układ odpornościowy lub u których występują choroby układu oddechowego, skonsultowali się ze specjalistą medycznym lub lekarzem rodzinnym.

Osoby, które mają objawy i mogły być narażone na infekcję, na przykład w związku z podróżowaniem, zachęca się do kontaktu z organami służby zdrowia pod numerem telefonu 1700 w celu uzyskania instrukcji. Osoby, które miały bliski kontakt z potencjalnymi lub potwierdzonymi przypadkami zarażenia, na przykład te, które niedawno podróżowały do obszarów oznaczonych jako zagrożone, będą musiały przejść kwarantannę.

[Filippseyska]

Sa mga magulang at tagapangalaga,

Dahil idineklara na ang 'state of alert' dahil sa COVID-19 coronavirus, binibigyang-diin ng Ahensiya ng Proteksiyong Sibil at Pangangasiwa ng Emerhensiya ang importansya ng pagsunod sa mga direktiba o opisyal na panuto ng Sóttvarnalæknir o Chief Epidemiologist. Ang pinakabagong mga balita at impormasyon ay matatagpuan sa web: www.landlaeknir.is

Inuudyok ang mga magulang na maging mapagmatyag at alerto sa mga pinakabagong impormasyon tungkol sa mga naideklarang lugar na may peligro. Kung ang mga bata at kanilang pamilya ay bumiyahe sa mga naturang lugar, kinakailangan nilang i-kwarantina ayon sa direktiba ng Tanggapan ng Direktor ng Kalusugan.

Kapag mahina ang resistensya ng anak o may karamdaman sa baga, ang mga magulang ay pinapayuhan na konsultahin ang kanilang doktor o espesyalista.

Ang mga taong may mga sintomas at maaaring nahawa sa impeksiyon, halimbawa sa biyahe, ay kinakailangang makipag-ugnayan sa awtoridad sa pamamagitan nang pagtawag sa 1700 para mabigyan ng direktiba. Sa mga naging malapit sa mga may kumpirmado o posibleng impeksiyon ay kinakailangan din na i-kwarantina, katulad ng mga nagbiyahe kamakailan sa mga naideklarang lugar na may peligro.

F.h. Sólborgar,

Stjórnendur

S: 551-5380

Lesa >>

Skoða fréttasafn