Nýjustu fréttir

Skipulagsdagur 19. október

Starfsfólk leikskólans mun sækja ráðstefnuna Flæði, hugarástand í leik og starfi þennan dag. Ráðstefnan er haldin af leikskólanum Rauðhól og er ætluð öllum sem hafa áhuga á uppeldi og góðum starfsanda. Mjög áhugaverðir fyrirlesarar eru á dagskránni og er Prof. Mihály Csíkszentmihályi einn þeirra, Doktor Nuszpl Judit Ágnes annar og svo Guðrún Snorradóttir sérfræðingur í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Dagskráin er jpgHér. Umfjöllun á mbl https://www.mbl.is/fjolskyldan/frettir/2018/10/11/slokktu_a_raftaekjum_og_sjadu_hvad_gerist/

Lesa >>


Aðalfundur foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 9. október klukkan 16:30

Aðalfundur foreldrafélags Sólborgar verður haldinn þriðjudaginn 9. október kl: 16:30 í sal leikskólans. Hann er ætlaður öllum foreldrum og forráðamönnum barna í leikskólanum Sólborg.

  • Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
  • Kosið í stjórn félagsins.
  • Áætlaður fundartími er um ein klukkustund.
  • Vinsamlegast látið vita ef panta á túlkaþjónustu.

Þeir sem ekki komast á aðalfundinn en hafa áhuga á áð bjóða sig fram geta sent tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að mæta og sýna þannig samstöðu og stuðning við gott félagsstarf í leikskólanum.

Lesa >>


2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa

IMG 3918 SmallIMG 3922 SmallÞað er orðin venja hjá þroskaþjálfum í Sólborg að halda uppá daginn með því að gleðja samstarfsfólkið sitt með köku á kaffistofunni. Á kökunni þetta árið er slagorðið: „Besta starf í heimi". Þroskaþjálfar um allan heim deila myndum af sér í starfi undir myllumerkjunum #thefinestjobintheworld # socialeducaltor #þroskaþjálfi.  Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags íslands má finna myndbönd sem hafa það að markmiði að auka sýnileika stéttarinnar. Til hamingju með daginn.

Lesa >>


Kennsla og upprifjun á SMT reglum

Mánudaginn 1. október hefst kennsla og upprifjun á SMT reglum leikskólans. Þetta gerum við á hverju hausti, því alltaf bætast nýjir nemendur í hópinn. Reglurnar eru viðmið um æskilega hegðun, þau eru einföld og hjálpa okkur að umgangast hvert annað og umhverfið okkar af nærgætni.  Yfirreglan er að hafa hendur og fætur hjá sér. Þetta er aðalreglan og hún kennir okkur að þegar við erum í samskiptum skiptir máli að við séum góð við hvert annað og til dæmis látum sessunaut okkar í fríði.  

Hafa hendur og fætur hjá sér

Upplýsingar um hugmyndafræði SMT er hægt að finna hér á heimsíðu leikskólans undir SMT.  

Lesa >>


Haustkynningar og foreldraviðtöl

Haustkynningar deildanna eru að klárast. Góð þátttaka hefur verið og fínar umræður. Næst eru það haustviðtölin þau hefjast þau mánudaginn 24. september og standa til 3. október.

Lesa >>

Skoða fréttasafn