Nýjustu fréttir

Nýr starfsmaður

Í ágúst næstkomandi mun Margrét Gígja Þórðardóttir hefja störf hér á Sólborg. Hún mun starfa sem kennslustjóri táknmáls og hafa yfirumsjón með táknmálskennslu og námsefni á íslensku táknmáli.

Gígja hefur mikla reynslu í þessum efnum en hún hefur starfað lengi á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem verkefnisstjóri í kennslu, táknmálskennari og ráðgjafi. Gígja er með B.Ed- próf í leikskólakennarafræðum.

Við bjóðum Gígju innilega velkomna til starfa í Sólborg og hlökkum til að vinna með henni á komandi misserum.

gígja_mynd.jpg

Lesa >>


Körfuboltagjöf frá KKÍ

Körfuboltagjöf frá KKÍ 1

 

Leikskólinn Sólborg fékk góða og gagnlega gjöf frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Við fengum tugi körfubolta að gjöf frá KKÍ og kunnum við þeim bestu þakkir. Ásamt þessari gjöf var keypt færanlegt körfuknattleiksspjald sem börnin geta leikið við í útiverunni í garði Sólborgar.

Ekkert nema net og allir í körfu :)

Lesa >>


Hvatningarverðlaun

Ágætu foreldrar barna og unglinga í Reykjavík

Á hverju ári veitir skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni sem unnin eru með börnum og unglingum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar.

Allir geta tilnefnt til þessara hvatningaverðlauna; foreldrar, systkini, ömmur og afar, starfsfólk og allt annað áhugafólk um skóla- og frístundastarf í borginni.

Nú leitum við eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna 2021 sem veitt verða við hátíðlega athöfn á Menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs 10. maí. Alls verða níu verkefni verðlaunuð og skiptast þau jafnt niður á leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðvar. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 22. mars 2021.

Með kærri kveðju,

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs

Lesa >>


Öskdudagur

Leikskólinn Sólborg hélt upp á öskudaginn í dag með formlegum hætti, þar sem börn og starfsfólk mættu í búningum.

Tvö ár eru síðan öskudagurinn var haldinn hátíðlegur síðast og var mikil kátína hjá börnum þegar dansað var í salnum og kötturinn sleginn úr tunnunni. Tunnan var í formi ostar en hann hafði greinlega staðið lengi í beru lofti, því hann var harður og erfitt að slá í gegnum. Á endanum tókst það og fengu börnin rúsínupakka í verðlaun.

Hér gefur að líta á nokkrar mynd af þeim skrautlegu og skemmtilegu búningum sem börnin klæddust.

2021.02.17_-_Öskudagur_2021_1.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_15.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_14.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_11.jpg

2021.02.17_-_Öskudagur_2021_7.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_4.jpg

Lesa >>


Dagur íslenska táknmálsins

Fimmtudagurinn 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins.

Þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Okkar framlag til dagsins eru ýmis konar myndir af börnum Sólborgar að tákna leikskólatengda hluti, eins og sjá má í gluggum leikskólans. Einnig munu börnin, hver á sinni deild, læra litarím á táknmáli og syngja í tilefni dagsins: https://is.signwiki.org/index.php/Litar%C3%ADm_fyrir_krakka

Við í Sólborg fögnum þessum degi og hvetjum foreldra og aðstandendur barnanna til að læra og tileinka sér þær kveðjur á táknmáli sem við notum dagsdaglega eins og Góðan dag, Takk fyrir daginn og Sjáumst á morgun. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfrækir þekkingarbrunninn SignWiki um íslenskt táknmál. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik, m.a. orðabók þar sem hægt er að fletta upp þúsundum tákna. Þar er einnig einnig að finna alls konar barnalög á táknmáli og við hvetjum foreldra og aðstandendur til að skoða  þau með börnunum: https://is.signwiki.org/index.php/Lagalisti.

Áhugavert innslag um táknmál var í síðasta þætti af Landanum á RÚV og hvetjum við alla til þess að horfa á það.

Til hamingju með daginn :)

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa:   GSM: 664-9011
Víðistofa:   GSM: 664-9017
Furustofa:   GSM: 664-9018
Birkistofa:   GSM: 664-9009
Lerkistofa:   GSM: 664-9008