Nýjustu fréttir

Gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðing og samstarfsaðilum.

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur gaf á dögunum öllum leikskólum á Íslandi námsefnið, Lærum og leikum með hljóðin, sem hún þróaði eftir margra ára rannsóknir og reynslu af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla.

læ
 Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar. 


Við í Sólborg höfum notað þetta kennsluefni frá því það kom fyrst út og reynsla okkar af því mjög góð.


Samhliða gjöfinni til leikskóla gefur Bryndís foreldrum kost á því að kynna sér og nýta efnið með börnum sínum.

1. Smáforrit Raddlistar alls 5 íslensk forrit verða opin án kostnaðar fyrir allar barnafjölskyldur frá 15. júlí 2019 fram í septemberlok. Sjá hér
2. Vefnámskeið með fræðslu til foreldra og skóla verða opin í gegnum Vimeo og fylgja gjöfinni. Sjá hér 
Aðgangsorð: namskeid25301
3. Fjöldu myndbanda á Youtube rásinni (laerumogleikum) útskýrir nánar hvernig á að nota efnið. Þar er meðal annars að finna vefnámskeið um notkun smáforritanna. 

Við hvetjum ykkur til að nota þetta frábæra tækifæri og kynna ykkur efnið.

 

Lesa >>


Skipulagsdagar 2019 - 2020

Skipulagsdagar næsta vetar 2019 - 2020 verða eftirfarandi.

16. september 2019

6. nóvember 2019- sameiginlegur í hverfinu ATH BREYTT DAGSETNING

17. febrúar 2020 - sameiginlegur í hverfinu

22. apríl og 24. apríl 2020 - starfsfólk fer í námsferð til útlanda

8. júní 2020 - sameiginlegur í hverfinu

 

Lesa >>


Þjóðlaga tvíeykið Varaþytur í heimsókn

varathytur2 SmallÍ gær kom þjóðlaga tvíeykið Varaþytur í heimsókn til okkar í Sólborg. Tvíeykið skipa Jón Arnar og Heiðrún Vala en þau eru í skapandi sumarstarfi á vegum Hins Hússins í Reykjavík. Þau klæddust þjóðbúningum, spiluðu á gamalt hljóðfæri sem heitir langspil og sungu gömul þjóðlög við góðar undirtektir hjá börnunum. Takk fyrir okkur.

 

Lesa >>


Sumarlokun 2019

Sumarlokun í Sólborg er frá 10. júlí - 7. ágúst. við opnum aftur 8. ágúst.

solbodi

Lesa >>


Sumarhátíð og 25 ára afmæli Sólborgar

solblomduo stemma 0

 

 

 

 

 

Fimmtudaginn 20. júní frá klukkan 13:45 - 16:00.

Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hafa sumarhátíð í garðinum.

Þetta er samvinnuverkefni leikskólastarfsfólks og foreldrafélgasins.  Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Dagskrá

Söfnumst saman í garðinum og förum í skrúðgöngu um Sólland

Komum aftur í garðinn og komum okkur fyrir á hólnum

Skemmtidagskrá, kór kennara, leikrit kennara og Dúó Stemma

Sápukúlur, veitingar og gleði

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn