Nýjustu fréttir

Heimsókn til Wales í Erasmusverkefninu

IMG 1121 SmallVinna í Erasmusverkefninu:  Autistic child in a mainstream class: recorses for school staff to promote fully inclusive learning process - Kennsla einhverfra barna í skóla án aðgreiningar, heldur áfram.  Nú var komið að því að heimsækja skóla í Wales.  Fjórir kennarar frá okkur fóru og kynntu sér starfið í skólanum en þar eru tvær deildir fyrir einhverf börn. Einnig var farið í framhaldskóla með deild fyrir einhverfa. Þar fengum við kynningu á samstarfi skólastiganna og samstarfi bekkjardeildanna. Það var margt fróðlegt sem við kynntumst og erum við sammála um að Wales stendur framalega í allri vinnu með einhverfa, stefna þeirra í fræðslu til starfsfólks í skólunum er til fyrirmyndar. Hægt er að kynna sér það efnið á heimasíðu ASD info Wales hér fyrir neðan. Skólinn sem við heimsóttum heitir Caedraw Primary School og er í Merthyr. Heimasíða skólans er hér.  Heimasíða www.ASDinfoWales.co.uk

 Á myndinni er starfsfólk Sólborgar ásamt stjórnendum Caedraw Primary School.

Lesa >>


Gestir frá Póllandi

IMG 10801Við fengum til okkar sjö gesti frá Póllandi. Þau eru leikskólakennarar og hingað komin til að kynna sér nám án aðgreiningar. Þau eru þátttakendur í Erasmunsverkefni ásamt leikskólanum Furugrund í Kópavogi.

 

Lesa >>


Jólaleikritið Björt og jólasveinarnir

Í dag kom leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir til okkar með leikritið Björt og jólasveinarnir. Við höfum fengið þessa sýningu til okkar annað hvert ár og erum alltaf jafn ánægð með hana. Börnin skemmta sér vel og eru þátttakendur í sýningunni.  Sannkölluð jólasetmning er því í leikskólanum.

 

Lesa >>


Bökunardagur

Jóladagskráin er hafin, jólatréð var skreytt í síðustu viku, foreldrafélagið bauð uppá jólaföndur síðastliðinn laugardag og í dag 5. desember bökum við piparkökur í salnum.  Við erum að breyta út af vananaum og vera saman í salnum, spila jólalög og fletja út piparkökudeig. Seinni partinn í dag er öllum aðstandendum barnanna boðið í kaffi og piparkökur.

Lesa >>


Jóladagskrá

Í desember er vikið frá hefðbundnu skipulögðu starfi í Sólborg og í staðinn reynum við að eiga notalega og skemmtilega samveru. 

Fastir liðir verða að sjálfsögðu á dagskránni eins og ljósaferð, piparkökubakstur, jólaleikrit og jólaball.

Allar upplýsingar um þessa viðburði má finna hér að neðan og í tölvupósti frá leikskólastjóra.

Dagskrá desember mánaðar er hér pdfjoladagskra_bornin_2018.pdf

Hér er að finna starfsáætlun desember pdfstarfsaaetlun_des_2018.pdf

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn