Nýjustu fréttir

Útskrifaðir leikskólakennarar í Sólborg

Laugardaginn 25. júní fór fram útskriftarathöfn Háskóla Íslands. Í þeim hópi voru tveir starfsmenn Sólborgar.

Þær Ásrún Bjarnadóttir og Lilja Þorsteinsdóttir útskrifuðust sem leikskólakennarar. Þær hafa undanfarin tvö ár stundað meistaranám víð menntavísindasvið H.Í. og lauk náminu formlega með afhendingu útskriftarskírteinis og kennsluréttinda.

Við í Sólborg erum ákaflega stolt af þeim og fögnum því mikið að í sterkan og fjölmennan kennarahóp bætast við tveir kennarar í viðbót.

Til hamingju Lilja og Ásrún 😊

289767465_597909188282521_2065953830855453821_n.jpg289050136_1079562959316584_8811947435242359283_n_1.jpg

Lesa >>


Útskrift elstu barna 2022

Útskrift elstu barna Sólborgar vorið 2022 var á fimmtudaginn 16. júní sl. Við útskrifuðum núna árgang barna fædd árið 2016, sem hafa verið á Reynistofu þetta skólaárið. Þetta var 28. útskrift leikskólans frá opnun 1994.

Á Reynistofu þennan skólavetur hefur farið fram mikið táknmál. Sólborg mun áfram hafa þá sérstöðu að bjóða upp á leikskólanámsumhverfi fyrir íslenska táknmálið og þegar við sjáum árangurinn koma jafn skýrt fram eins og kom hjá þessum barnahóp, þá styrkir það okkur enn frekar í að halda í þessa sérstöðu og gera enn betur en hefur verið gert.

Samheldnin, vinskapurinn, þrautseigjan og viðhorf eru til fyrirmyndar hjá þeim og birtast svo skýrt þegar þau nýta sér leikinn sem námsleið. 

Starfsfólk Sólborgar vonar að þegar þessi frábæru börn hugsa til baka til áranna hér í Sólborg, komi fram þær ánægjulegu minningar sem starfsfólk hefur um ykkar veru þeirra í Sólborg.Nota_2.jpgNota_1.jpg

Lesa >>


Vorhátíð foreldrafélags Sólborgar

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Eftir tveggja ára bið, þá er loksins komið að því að vorhátíð foreldrafélags Sólborgar verði haldin. Hún verður fimmtudaginn 19. maí nk. í Guðmundarlundi, frá kl. 17.

Guðmundarlundur er í Vatnsendahlíð í Vatnsendalandi fyrir ofan Kórinn íþróttamiðstöð HK í Kópavogi. Hægt er að finna hann á ja.is ef leitað er að Skóræktarfélagi Kópavogs.

Grillaðar verða pylsur og boðið upp á safa á svæðinu. Að öðru leyti er dagskráin frjáls enda gaman fyrir börnin að leika sér í skóginum. Við höfum leigt Grillhúsið undir viðburðinn.

Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga góða stund með okkur.

Kveðja stjórn foreldrafélags Sólborgar

Ps. Endilega hafið samband í gegnum netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eigið í vandræðum með að verða ykkur út um bílferð á svæðið.

Lesa >>


Gleðilegt sumar

Kæru foreldrar.

Starfsfólk og börn óska ykkur gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn sem nú er liðinn.

Við endum veturinn á að sýna ykkur myndir frá páskaballi sem fór fram í Dymbilvikunni. Allir skemmtu sér konunglega.

277543606_958941814647308_5140244420494147985_n_1.jpg278265636_1362592574246074_598905835322647542_n_1.jpg

Lesa >>


Leiksýning Reynistofu

Börnin á Reynistofu buðu öllum börnum Sólborgar að mæta í Skógarhúsið til þess að sjá þrjú leikrit, þriðjudaginn 29. mars.

Tígrísdýrahópur sýndi verkið Geiturnar þrjár og fór það fram á íslensku táknmáli

Regnbogahópur sýndi skuggaleikritið um hana Búkollu.

Sólarhópur sýndi leikritið um Búkollu.

Sýningin var vel heppnuð og vakti mikla lukku og kátínu. Þetta var í annað sinn sem börnin á Reynistofu sýndu verkin, því foreldrum þeirra var boðið föstudaginn 25. mars að sjá leiksýninguna. Hér eru upprennandi stjörnur sem njóta þess að koma fram.

277282125_350094437173359_6785964887638127220_n.jpg277550522_365472355460020_1268015797756217484_n.jpg277455494_689725105701314_1572792525447297657_n.jpg277454530_344873207598374_1061201221565853440_n.jpg

Lesa >>

Skoða fréttasafn