Nýjustu fréttir

Grænfáninn í fimmta sinn

IMG 7090 SmallIMG 7085 SmallVið tókum á móti fimmta Grænfánanum í lok árs 2018. Það var mikil ánægja í starfsmannahópnum með það auk þess sem börnin voru líka spennt. Við munum einbeita okkur að nýjum áherslum/markmiðum næstu tvö árin þau eru í flokkunum, pdfLandslag og átthagar og pdflífbreytileiki.

Lesa >>


Skipulagsdagar vorannar og sumarlokun 2019

Skipulagsdagar vorannarinnar eru þrír. 7. febrúar, 1. mars og 3. júní. Sumarlokun 2019 er 10. júlí til 7. ágúst. Leikskólinn opnar aftur miðvikudaginn 8. ágúst.

Lesa >>


Gleðileg jól og farsælt komandi ár

IMG 7191 copy grande1Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Það verður rólegt hjá okkur á milli jóla- og nýjárs. Leikskólinn opnar á nýju ári 2. janúar 2019 og við hlökkum til að hitta ykkur öll þá.

Lesa >>


Jólaballið

jolaballJólaballið var haldið í dag og gekk það alveg ljómandi vel. Börnin sungu hátt og snjallt með öllum jólalögunum og voru svo dugleg að ganga í kringum jólatréð. Hurðaskellir heimsótti okkur og börnin léku með honum leikritið um Þyrnirós. Hann var með stóran poka með sér og í honum var glaðningur handa öllum.

Lesa >>


Heimsókn til Wales í Erasmusverkefninu

IMG 1121 SmallVinna í Erasmusverkefninu:  Autistic child in a mainstream class: resources for school staff to promote fully inclusive learning process - Kennsla einhverfra barna í skóla án aðgreiningar, heldur áfram.  Nú var komið að því að heimsækja skóla í Wales.  Fjórir kennarar frá okkur fóru og kynntu sér starfið í skólanum en þar eru tvær deildir fyrir einhverf börn. Einnig var farið í framhaldskóla með deild fyrir einhverfa. Þar fengum við kynningu á samstarfi skólastiganna og samstarfi bekkjardeildanna. Það var margt fróðlegt sem við kynntumst og erum við sammála um að Wales stendur framalega í allri vinnu með einhverfa, stefna þeirra í fræðslu til starfsfólks í skólunum er til fyrirmyndar. Hægt er að kynna sér það efni á heimasíðu ASD info Wales:www.ASDinfoWales.co.uk Skólinn sem við heimsóttum heitir Caedraw Primary School og er í Merthyr Tydfil. Heimasíða skólans er hér.  

 Á myndinni er starfsfólk Sólborgar ásamt stjórnendum Caedraw Primary School.

Lesa >>

Skoða fréttasafn