Nýjustu fréttir

Grænfánaverkefni, losun moltutunnu

Eitt af verkefnum leikskólans í umhverfismennt er að molta ávaxtahýði og kaffikorg. Við höfum þrjár moltutunnur og tekur það nokkra mánuði að umbreytast í moltu. Föstudaginn 15. september losaði umhverfisnefndin eina tunnuna og kom fín mold úr tunnunni. Við settum moldina í trjábeðið í átt að Perlunni. Vekefnið gekk vel en þetta árið voru fá börn sem sýndu því áhuga. 

Lesa >>


Gestir frá Bergen

Við fengum til okkar 7 leikskólastjóra frá Bergen í Noregi. Þau komu til að kynna sér SMT í leikskólanum og skoða hvernig við vinnum með það. Auk þess vildu þau fá upplýsingar um nám án aðgreiningar. Þetta var mjög áhugasamur hópur og við brottför buðu þau okkur að koma til sín til að kynnast þeirra starfi. Öll vinna þau í einkareknum leikskólum.

Lesa >>


Foreldraviðtöl og haustkynningar á stofunum

Nú eru foreldraviðtölin að hefjast og eru þau eftirfarandi:

Birkistofa 11. og 12. september - Víðistofa 13. 14. og 15. september - Furustofa 18. 19. og 20 september - Reynistofa 21. 22. og 25. september. Lerkistofa er búin með sín haustviðtöl.

Lesa >>


Opnun eftir sumarfrí og aðlögun barna

 

 Nú hefur leikskólinn opnað eftir sumarleyfi. Börn og starfsfólk að koma til baka og ný börn að aðlagast inní hópinn.

 

Lesa >>


Sumarlokun 12. júlí - 9. ágúst

Leikskólinn verður lokaður frá miðvikudeginum 12. júlí til og með miðvikudeginum 9. ágúst. Við opnum fimmtudaginn 10. ágúst. 

Lesa >>

Skoða fréttasafn