Nýjustu fréttir

Piparkökukaffi - Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna á piparkökukaffið á miðvikudaginn sl.

Við áttum góða aðventustund saman í Sólborg og Skógarhúsi.

Börnin skemmtu sér vel við að skreyta piparkökuna. Við vonum að þið hafið skemmt ykkur við að borða þær :D

Góðar stundir

Lesa >>


Kristina lætur af störfum í Sólborg

Kristina Musiichenko vinnur sinn síðasta dag í Sólborg í dag. Hún hefur starfað í Sólborg meira og minna frá árinu 2016 og hún hefur lært mjög mikið í íslensku og íslensku táknmáli. Kristina ætlar að hefja störf í öðrum leikskóla meðfram námi sínu í háskóla. 

Við í Sólborg kveðjum Kristinu með söknuði og óskum henni velfarnaðar á nýjum stað.

Lesa >>


Jóladagskrá 2019

Í desember víkjum við frá hefðbundinni stundaskrá og megináhersla þessa tímabils verður að skapa aðstæður fyrir góða og notalega samveru. Við styrkjum samkennd með fjölda sameiginlegra viðburða, s.s. með lestri á jólasögum og syngjum saman í jólasöngstundum. Vináttu og umhyggja verða ofarlega á baugi.

Ánægjulegt er hve margir foreldrar hafa séð fram á hvernig jólafríinu verði háttað og látið okkur vita um það hvenær barnið verði í fríi. Þetta hjálpar okkur við alla skipulagningu á fríum starfsfólks og sparnað við innkaup í eldhús. Dagana á milli jóla og nýárs, 27. og 30. desember, munu einungis 11 börn mæta í leikskólann, hvorn dag fyrir sig. Þá að fyrirhugaðri dagskrá.

Einn viðburður er á dagskrá foreldrafélagsins í tengslum við jólin. Sunnudaginn 1. desember er föndurgleði í Sólborg frá klukkan 11:00-13:00. Foreldrar ættu að hafa fengið boð þess efnis.

Jólaballið verður haldið í salnum fyrir hádegi, kl: 10:00, þriðjudaginn 17. desember. Sökum plássleysis getum við því miður ekki boðið foreldrum að koma og vera með. Börnin geta mætt spari klædd þennan dag en hafið í huga að kl. 12.00 setjumst við niður og borðum hátíðlegan mat með öllu tilheyrandi. Því væri heppilegt ef börnin hefðu hversdagsleg föt með sér til skiptanna.

Börnin skreyta piparkökur miðvikudaginn 4. desember og síðdegis sama dag bjóða þau foreldrum í piparkökukaffi klukkan 15:00-16:00. Bílastæðin eru enn þá af skornum skammti og hvetjum við foreldra til þess að leggja við Fossvogskirkjugarð, á stóra bílastæðinu þeirra.

Í annarri viku desember, 9.-13., förum við í vasaljósaferð. Eldri börnin fara í Öskjuhlíðina en þau yngri fara í Lundinn við Skógarhús. Við óskum eftir að foreldrar sendi barnið með vasaljós til að hafa með í ferðina. Þar syngjum við og leikum okkur með vasaljósin.

Við kveðjum jólin með notalegri stund í drekkutímanum 6. janúar þar sem við drekkum kakó og borðum eitthvað gott með því.

Við óskum þess að friður og gleði muni fylgja ykkur inn í hátíðina og þökkum samstarfið á árinu.

Jólakveðjur frá kennurum í Sólborg

Lesa >>


Umsókn um niðurfellingu gjalda milli jóla og nýárs

Kæra foreldri/foreldrar leikskólabarna

Í breytingum á reglum um leikskólaþjónustu sem samþykktar voru í borgarráði 15. nóvember 2018 var samþykkt að leikskólar borgarinnar verið lokaðir að morgni  aðfangadags og gamlársdags. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.

Einnig var samþykkt heimild þess efnis að forsjáraðilar geti sótt um niðurfellingu gjalda virka daga á milli jóla og nýárs að því tilskildu að  barn taki leyfi alla virka daga á milli jóla og nýárs. Í ár eru þetta tveir dagar þ.e. föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember.

Ekki náðist að gera umsóknina rafræna í ár og því þurfa foreldrar að sækja um niðurfellingu gjalda á milli jóla og nýárs á eyðublaði sem liggur hjá deildarstjóra og/eða leikskólastjóra.

Umsókn þarf að skila til deildarstjóra/leikskólastjóra eigi síðar en 10. desember 2019. Athugið að lækkun gjalda mun koma á janúar reikninginn.

Vonandi mun ofangreind ákvörðun Reykjavíkurborgar gefa tækifæri til jákvæðrar samveru yfir hátíðirnar fyrir fjölskyldur barnanna og starfsfólks.

 

Dear parent/parents of kindergarten students.

With the regulation changes of kindergarten services, which were approved by the City Council on November 15th, 2018, the regulations now state that the city ‘s kindergartens will be closed on the mornings of Christmas Eve and New Year’s Eve. Kindergarten fees will not be lowered due to this change.

Additionally, it was approved that guardians may apply for the cancellation of fees for weekdays between Christmas and New Year, provided that the child does not attend the kindergarten on any of the days. This year, this amounts to two days, i.e. Friday December 27th, and Monday December 30th.

The application cannot be submitted electronically this year, so parents must apply for fee cancellations for the time period between Christmas and New Years by filling out a form available from division managers and/or kindergarten directors.

The application must be submitted back to the kindergarten director no later than December 10th, 2019. Please note that reduction of fees will occur on the January invoice. 

Lesa >>


Nýr starfsmaður Ásrún Bjarnadóttir

Í vikunni tók til starfa nýr starfsmaður í Sólborg. Hún heitir Ásrún Bjarnadóttir og verður á Reynisstofu í vetur. Ásrún er mannfræðingur að mennt og hefur reynslu af því að liðsinna fólki þar sem hún vann í búsetukjarna.

Við í Sólborg bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.

Lesa >>

Skoða fréttasafn