Nýjustu fréttir

Alþjóðlegur dagur Downs er í dag 21. mars

Í dag 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs - heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs - heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litningi 21 - 21.3. Við í Sólborg erum því í mislitum, jafnvel ósamstæðum sokkum í dag. Hér er heimasíða félags áhugafólks um Downs heilkennið www.downs.is

sokkardowns

Lesa >>


Erasmus verkefnið heldur áfram

EU flag Erasmus vect POSErasmusverkefnið, Autistic child in a mainstream class: resources for school staff to promote fully inclusive learning process - Kennsla einhverfra barna í skóla án aðgreiningar heldur áfram og nú er fundað á Íslandi. Við fengum lánaða góða aðstöðu í Borgartúni hjá SFS til fundarhaldsins. Við munum einnig heimsækja leikskóla á Akranesi og Háaleitisskóla í Reykjavík. Á fimmtudaginn verður fundað í Sólborg og gestirnir verða því hjá okkur þann dag. Elstu börnin munu syngja fyrir gestina Þúsaldarljóðið sem þau hafa verið að æfa í vetur fyrir útskriftina sína. Við endum daginn í Perlunni, skoðum sýningar þar og borðum saman kvöldverð. 

 

 

Lesa >>


Skipulagsdagur 1. mars

Skipulagsdagur er 1. mars og þá er lokað í leikskólanum. Við munum nýta hann í endurmat á markmiðum vetrarins og kynning verður á Erasmusverkefninu sem leikskólinn Sólborg er þátttakandi í ásamt fjórum öðrum löndum. Við ætlum að ræða hugmyndir að afmæli leikskólans en Sólborg verður 25 ára í sumar og margt fleira.

Lesa >>


Gestir frá Þýskalandi

forsidaVið fengum gesti frá Þýskalandi í heimsókn í leikskólann. Þau eru í námi í háskóla í Koblenz og voru 30 saman í hóp. Til okkar komu tveir hópar, tvo daga í röð og var mjög skemmtilegt að segja þeim frá leikskólanum og fá einnig að heyra frá þeim. Námssvið þeirra er "Bildungs- und Sozialmanagement" (i.e. educatinal and social management). Nemarnir höfðu lesið um Sólborg í þýsku blaði en viðtal var tekið við stjórnendur leikskólans árið 2011. Það kveikti í þeim að koma og skoða þennan leikskóla.

Hér má lesa blaðið

Lesa >>


Konudagurinn 24. febrúar

kaffibolli1Í tilefni af konudeginum 24. febrúar munum við bjóða kvenkyns aðstandendum barnanna í morgunkaffi og hafragraut föstudaginn 22. febrúar. Við munum hittast í salnum og kíkjum síðan inná leikstofur barnanna. Reynistofubörnin borða á Reynistofu. Við hlökkum til að sjá sem flesta og til hamingju með daginn. Við minnum á að hægt er að leggja bílum við Fossvogskirkju og fá sér smá göngutúr til okkar.  

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn