Nýjustu fréttir

Útskrift á Reynistofu

Það var stoltur hópur aðstandenda og starfsfólks leikskólans sem fylgdist með prúðbúnum börnum Reynistofu útskrifast í morgun. Börnin sem fædd eru 2012 hafa flest hver verið hér í 3 - 4 ár og við ákaflega stollt af þeim. Öll hafa þau staðið sig svo vel og eru nú að ljúka fyrsta skólastiginu. Þau hafa lært margt í gegnum leikinn s.s. samvinnu, umburðarlyndi, samábyrgð, að eignast vini og margt fleira. Þau fluttu fyrir okkur Þúsaldarljóð bræðranna Sveinbjörns I. og Tryggva M. Baldvinssona og hlutu mikið og gott lófaklapp fyrir. Öll börnin á stofunni sungu síðan lagið:  Hún er amma mín af plötunni Kátir krakkar og trölla-Pétur  og vakti það kátínu aðstandenda.

 Til hamingju með daginn og áfangann.

Lesa >>


Sveitaferð að Hraðastöðum með foreldrafélaginu

Fimmtudaginn 24. maí klukkan 9:00 verður farið í sveitaferð á Hraðastaði í Mosfellsdal. Foreldrafélagið greiðir fyrir leikskólabörnin en foreldrar /forráðamenn greiða fyrir sig. Áætlað stopp á Hraðastöðum er 1 1/2 klst. Börnin borða hádegismatinn sinn á Sólborg. Starfsfólk fer með.  

Greiða þarf fyrir ferðina fyrir fram og koma upplýsingar um það í tölvupósti til foreldra.

Lesa >>


Dagur umhverfisins nokkrar myndir

Það gekk mjög vel hjá öllum hópum að taka til á lóðinni og í umhverfinu í kringum leikskólann. Við flögguðum fánanum okkar aftur en hann var tekinn niður í vetur vegna veðurs. Hér eru nokkrar myndir frá deginum. 

tiltekt3

tiltekt2Dagur umhverfisins

Lesa >>


Dagur umhverfisins 25. apríl

Í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl ætlum við að taka til í og við leikskólann Sólborg. Við munum svo flagga Grænfánanum okkar en hann var tekinn niður í vetur í verstu læðgunum sem gengu yfir landið. Nú er kominn tími til að flagga á ný og gerum við það öll saman klukkan 10:45. Börnin verða þá búin að fara með sínum félögum og kennurum og tína rusl.

grænfani  

Lesa >>


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Á þessum árstíma er gaman að sjá gróðurinn breytast, krókusa og aðra lauka kíkja upp úr moldinni ásamt fíflum og sóleyjum. Einnig fara börnin í léttari fatnað og sumarleikir aukast.

sumar1

Lesa >>

Skoða fréttasafn