Nýjustu fréttir

Dagur íslenska táknmálsins

Þriðjudagurinn 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. Við í Sólborg fögnum þessum degi og hvetjum foreldra og aðstandendur barnanna til að læra og tileinka sér þær kveðjur á táknmáli sem við notum dagsdaglega eins og Góðan daginn   

Góðan daginn jpeg

 Sjáið einnig eftirfarandi tengla: Takk fyrir daginn    Sjáumst á morgun     Góða helgi

Einnig viljum við minna á vefsíðuna SignWiki, en þar er að finna ýmsar upplýsingar um táknmál, m.a. orðabók þar sem hægt er að fletta upp þúsundum tákna.

Þar er einnig einnig að finna alls konar barnalög á táknmáli og við hvetjum foreldra og aðstandendur til að skoða  þau með börnunum: Ýmis lög á táknmáli

Lesa >>


Hafdís lætur af störfum í Sólborg

Þann 2. janúar sl. kvaddi Hafdís Svansdóttir börn og starfsfólk í Sólborg. Hún hefur starfað í leikskólanum Sólborg frá árinu 1996.

Hafdís er leikskólakennari og hefur starfað sem deildarstjóri í Sólborg. Hún hefur verið virkur mótandi í þeirri heiltæku skólastefnu sem Sólborg starfar eftir og á síðustu árum átt þátt í að fræða kollega okkar í hinum ýmsu löndum um þá stefnu. Í gegnum þátttöku skólans í Erasmus verkefni, fræddi hún um kennslu barna með einhverfu í almenna skólakerfinu.

Hafdísar verður sárt saknað, bæði af börnum og samstarfsfólki.

Hafdís er þó ekki horfin af leikskólasviðinu, því hún hefur tekið að sér stöðu aðstoðarleikskólastjóra í Sæborg. Við óskum henni velfarnaðar þar og hún er alltaf velkomin aftur til okkar í Sólborg.

Kveðjur frá okkur öllum í Sólborg 😊

 HS.jpgHafdís_sumar_2011.jpgHafdís_2016.JPGHafdís_opið_hús_2005.jpgHafdís_haust_2008.jpg

Lesa >>


Nýr starfsmaður Hlynur Hugi

Í vikunni tók til starfa annar nýr starfsmaður í Sólborg. Hann heitir Hlynur Hugi Jónsson og verður í afleysingum í Sólborg, til að byrja með. Hlynur er menntaður í umhverfisskipulagsfræði.

Við í Sólborg bjóðum hann hjartanlega velkominn til okkar.

Hlynur Hugi 3

Lesa >>


Nýr starfsmaður Katla Kristjánsdóttir

Í dag tók til starfa nýr starfsmaður í Sólborg. Hún heitir Katla Kristjánsdóttir og verður á Furustofu fram að sumarlokun.

Við í Sólborg bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.

Katla 3

Lesa >>


Jólaball og jólakveðjur

Á sama tíma og við óskum öllum sem koma að Sólborg gleðilegrar aðventu, langar okkur að lýsa í máli og myndum hvernig jólaballið heppnaðist.

Stillt var upp í alvöru jólagigg með öllum þekktustu jólalögunum og dönsuðu börn og kennarar í kringum jólatréð. 

Við fengum óvæntan gest þegar enginn annar en Giljagaur mætti með gráa hausinn sinn. Hann dansaði með okkur og tók hressilega undir í laginu Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Hann kom einnig færandi hendi og gaf öllum börnunum tannbursta, enda einstaklega prúð börn í Sólborg.

Að loknu jólaballi fóru börnin aftur á sínar stofur. Þau yngstu voru inni á meðan þau elstu léku sér úti við, en innan skamms var komið að jólamat þeirra Vanessu og Vilju og snæddum við saman í salnum góðan hátíðarmat. 

 

Leikskólinn Sólborg óskar foreldrum, kennurum og börnum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem nú er að líða. Við hlökkum til að verja með ykkur fleiri gæðastundum á árinu 2020.  

Lesa >>

Skoða fréttasafn