Nýjustu fréttir

Aðalfundur foreldrafélags frestað

Sæl kæru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Sólborg

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun foreldrafélagið fresta aðalfundi sínum sem að jafnaði er haldinn í upphafi október hvert ár. Óljóst er hvenær fundarfært verði en fundurinn verður haldinn um leið og aðstæður leyfa.

Hins vegar viljum við bjóða þeim foreldrum er vilja taka þátt í starfi foreldrafélagsins á komandi ári að senda okkur tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hvetjum við sem flesta sem hafa áhuga að hafa samband og taka þátt í skemmtilegu starfi.

Foreldrafélagið  

Lesa >>


Hólfun deilda í Sólborg

Við í Sólborg ætlum að rifja upp þær skorður sem við höfum haft við lýði frá því í vor.

  • Foreldrar virði fjarlægðarmörk og staldri stutt við í forstofu og öðrum sameiginlegum svæðum.
  • Eitt foreldri mætir með barn sitt í leikskólann og sækir.
  • Kveðjustund barns og foreldris verður í forstofunni og hringja skal dyrabjöllu þannig að kennari geti fylgt barninu inn á deild.
  • Ef við finnum fyrir einkennum eða öðrum slappleika, tökum ekki óþarfa áhættu og verum heima.
  • Barn foreldris, sem er í sóttkví, getur ekki mætt í leikskólann.

Foreldrar, það hafið unnið þetta með okkur síðan í vor og við erum gífurlega þakklát. Þessi upprifjun er sett hérna fram, því eins og við sjáum í kringum okkur, getur verið stutt á milli að ein deild/bekkur fari í sóttkví og síðan heill leik- og grunnskóli. Ef við vöndum okkur eins og við getum, aukum við líkurnar á því að Sólborg geti haft alltaf opið.

Ábm. Sigurbaldur P. Frímannsson

Lesa >>


Nýtt starfsfólk í Sólborg

Rut 2Í dag hóf hún Rut störf í Sólborg. Hún verður á Furustofu og mun sinna sérkennslu, ásamt því að sinna öðrum deildarstörfum. Rut hefur lokið við sálfræðinám og hefur m.a. starfað við sjúkraflutninga.

Við óskum Rut velfarnaðar í störfum hér hjá okkur í Sólborg.

Lesa >>


Nýr starfsmaður í Sólborg

Olga 2Í dag hóf nýr starfsmaður störf við leikskólann. Hún heitir Olga og verður á Lerkistofu. Hún Olga hefur menntað sig í að vinna með börnum og hefur lokið grunn- og diplómanámi í háskóla. Hún kemur upphaflega frá Póllandi og hefur dvalið á Íslandi í nokkur ár. 

Við bjóðum hana innilega velkomna til starfa í Sólborg.

Lesa >>


Nýr starfsmaður í Sólborg

Í dag hóf nýr starfsmaður störf við leikskólann. Hún heitir Emilia Íris og verður á Furustofu til að byrja með. Emilia hefur reynslu við að vinna með börnum, því hún hefur þjálfað sund. 

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa í Sólborg.

Emilia Íris 2

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn