Nýjustu fréttir

Foreldrakönnun Sólborgar

Foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra Sólborgar vorið 2021. 46 foreldrar svöruðu könnunni og var því svarhlutfallið 77%.

Heildaránægja með leikskólann er 4,6 af 5.

Þegar foreldrar voru spurðir um eftirfarandi þætti, var stiga skor Sólborgar þannig:

Barninu líður vel í leikskólanum 4,6

Tel barnið mitt vera öruggt 4,6

Vingjarnlegt andrúmsloft 4,6.

Við þökkum foreldrum kærlega fyrir þátttökuna í könnuninni. Stjórnendur Sólborgar stefna á halda og hækka meðaleinkunn þáttanna, ásamt því að auka svarhlutfall vorið 2022, þegar næsta könnun verður lögð fyrir.

Lesa >>


Skipulagsdagar Sólborgar skólaárið 2021-22

Kæru foreldrar. 

Starfsáætlun fyrir leikskólaárið 2021-22 er tilbúin og hann er hægt að finna og hlaða niður á vefsvæði Sólborgar (undir flipanum Leikskólinn - Stefna og starfsáætlun)

Hér gefur að líta áætlun Sólborgar um skipulagsdaga þetta skólaárið:

Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 – ½ dagur, fyrir hádegi

Mánudaginn 30. ágúst

Föstudaginn 12. nóvember – Sameiginlegur í hverfinu

Mánudaginn 3. janúar 2022 – Sameiginlegur í hverfinu

Mánudaginn 07. febrúar – Sameiginlegur með leikskólum í Reykjavík

Miðvikudaginn 16. mars

Miðvikudaginn 25. & föstudaginn 27. maí – Námsferð, frestuð frá vori’20

Föstudaginn 8. júlí  ½ dagur, eftir hádegi (Sólborg lokar kl. 12:30)

Með von um gott samstarf og ljúfar stundir,

Starfsfólk Sólborgar :)

Lesa >>


Nýr kennari í Sólborg

R._Sara_2.jpgRagnheiður Sara Valdimarsdóttir er nýr kennari í Sólborg. Hún hefur starfað í Hlíðaskóla í rúmlega tvo áratugi, ásamt því að hafa starfað nokkur sumur í leikskólum, þar á meðal Sólborg.

Ragnheiður Sara er döff og mun taka þátt í táknmálskennslu hér í Sólborg. Hún verður á Víðistofu fyrst um sinn, áður en hún flyst yfir á Reynistofu, þar sem táknmálsdeild næsta skólaárs verður staðsett.

Við bjóðum Ragnheiði Söru hjartanlega velkomna til okkar í Sólborg.

Lesa >>


Nýr starfsmaður

Í ágúst næstkomandi mun Margrét Gígja Þórðardóttir hefja störf hér á Sólborg. Hún mun starfa sem kennslustjóri táknmáls og hafa yfirumsjón með táknmálskennslu og námsefni á íslensku táknmáli.

Gígja hefur mikla reynslu í þessum efnum en hún hefur starfað lengi á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem verkefnisstjóri í kennslu, táknmálskennari og ráðgjafi. Gígja er með B.Ed- próf í leikskólakennarafræðum.

Við bjóðum Gígju innilega velkomna til starfa í Sólborg og hlökkum til að vinna með henni á komandi misserum.

gígja_mynd.jpg

Lesa >>


Körfuboltagjöf frá KKÍ

Körfuboltagjöf frá KKÍ 1

 

Leikskólinn Sólborg fékk góða og gagnlega gjöf frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Við fengum tugi körfubolta að gjöf frá KKÍ og kunnum við þeim bestu þakkir. Ásamt þessari gjöf var keypt færanlegt körfuknattleiksspjald sem börnin geta leikið við í útiverunni í garði Sólborgar.

Ekkert nema net og allir í körfu :)

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa:   GSM: 664-9011
Víðistofa:   GSM: 664-9017
Furustofa:   GSM: 664-9018
Birkistofa:   GSM: 664-9009
Lerkistofa:   GSM: 664-9008