Nýjustu fréttir

Vorhátíð foreldrafélags Sólborgar

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Eftir tveggja ára bið, þá er loksins komið að því að vorhátíð foreldrafélags Sólborgar verði haldin. Hún verður fimmtudaginn 19. maí nk. í Guðmundarlundi, frá kl. 17.

Guðmundarlundur er í Vatnsendahlíð í Vatnsendalandi fyrir ofan Kórinn íþróttamiðstöð HK í Kópavogi. Hægt er að finna hann á ja.is ef leitað er að Skóræktarfélagi Kópavogs.

Grillaðar verða pylsur og boðið upp á safa á svæðinu. Að öðru leyti er dagskráin frjáls enda gaman fyrir börnin að leika sér í skóginum. Við höfum leigt Grillhúsið undir viðburðinn.

Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga góða stund með okkur.

Kveðja stjórn foreldrafélags Sólborgar

Ps. Endilega hafið samband í gegnum netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eigið í vandræðum með að verða ykkur út um bílferð á svæðið.

Lesa >>


Gleðilegt sumar

Kæru foreldrar.

Starfsfólk og börn óska ykkur gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn sem nú er liðinn.

Við endum veturinn á að sýna ykkur myndir frá páskaballi sem fór fram í Dymbilvikunni. Allir skemmtu sér konunglega.

277543606_958941814647308_5140244420494147985_n_1.jpg278265636_1362592574246074_598905835322647542_n_1.jpg

Lesa >>


Leiksýning Reynistofu

Börnin á Reynistofu buðu öllum börnum Sólborgar að mæta í Skógarhúsið til þess að sjá þrjú leikrit, þriðjudaginn 29. mars.

Tígrísdýrahópur sýndi verkið Geiturnar þrjár og fór það fram á íslensku táknmáli

Regnbogahópur sýndi skuggaleikritið um hana Búkollu.

Sólarhópur sýndi leikritið um Búkollu.

Sýningin var vel heppnuð og vakti mikla lukku og kátínu. Þetta var í annað sinn sem börnin á Reynistofu sýndu verkin, því foreldrum þeirra var boðið föstudaginn 25. mars að sjá leiksýninguna. Hér eru upprennandi stjörnur sem njóta þess að koma fram.

277282125_350094437173359_6785964887638127220_n.jpg277550522_365472355460020_1268015797756217484_n.jpg277455494_689725105701314_1572792525447297657_n.jpg277454530_344873207598374_1061201221565853440_n.jpg

Lesa >>


Skipulagsdagur 16. mars

Starfsfólk Sólborg var með skipulagsdag 16. mars sl.

Þar fengum við fræðslu um Lubbi finnur málbein, fórum í táknmálsleiki, þar sem spilað var raddlaust Bingó og farið í hvísluleik á táknmáli.

Dagurinn endaði síðan á sjálfstyrkingarfyrirlestri frá KVAN.

Ánægjulegur dagur að baki hjá okkur.

275904723_1255288664995239_2367224931225120719_n.jpg275686496_1070358537154108_5927796336348282184_n.jpg

Lesa >>


Anna Magga hættir

Þann 28. febrúar, lauk hún Anna Magga störfum í Sólborg. Anna Magga, sem er leikskólakennari, hefur starfað í Sólborg í 23 ár og verður sárt saknað af starfsfólki og börnum. Anna Magga hefur gengt ýmsum störfum í Sólborg, kennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og verið öflug í skipulagningu viðburða. Ásamt því hefur hún einnig verið foreldri með börn í Sólborg. Í dag kveðjum við Sólborgara í húð og hár.

Anna Magga ætlar að breyta til og hefja störf í nýjum ungbarnaleikskóla sem verður í Bríetartúni. Börn í Reykjavík verða því áfram heppin að njóta hennar kennslu, umönnum og væntumþykju.

Starfsfólk ætlar að kveðja hana á kaffistofunni og fær hún að þakklætisskyni m.a. myndir sem börn Sólborgar teiknuðu handa henni.

Gangi þér vel Anna Magga í nýjum verkefnum. Þú ert allaf velkomin til okkar í Sólborg 😊

2014.06.03_-_Myndir_af_stjóravél_107.JPG2014.06.03_-_Myndir_af_stjóravél_5.JPG2014.05.03_-_Vorferð_Sólborgar_5.JPG2005.01.25_-_Skipulagsdagur_1.jpg2009.02.25_-_Öskudagur_30.jpgAMH1

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn