Nýjustu fréttir

Sumarhátíð og 25 ára afmæli Sólborgar

solblomduo stemma 0

 

 

 

 

 

Fimmtudaginn 20. júní frá klukkan 13:45 - 16:00.

Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hafa sumarhátíð í garðinum.

Þetta er samvinnuverkefni leikskólastarfsfólks og foreldrafélgasins.  Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Dagskrá

Söfnumst saman í garðinum og förum í skrúðgöngu um Sólland

Komum aftur í garðinn og komum okkur fyrir á hólnum

Skemmtidagskrá, kór kennara, leikrit kennara og Dúó Stemma

Sápukúlur, veitingar og gleði

 

Lesa >>


Skipulagsdagur 3. júní

Mánudaginn 3. júní er skipulagsdagur í Sólborg þá er lokað í leikskólanum. Við munum nýta daginn í endurmat á starfsáætlun, ásamt kynningu á kennsluefninu Tölum saman. Tveir kennarar munu segja frá ráðstefnu sérkennara sem var í Færeyjum og fleira.

Lesa >>


Útskrift elstu barnanna á Reynistofu

Það er hátíðardagur í dag hjá okkur í Sólborg. 25. árið erum við að útskrifa elstu börnin og er það alltaf mjög notaleg og hátíðleg stund. Haldnar eru nokkrar ræður, börnin syngja fyrir okkur og þau taka á móti útskriftarbókunum sínum. Þau hafa öll staðið sig svo vel, hafa þroskast og lært svo ótal margt af því að vera saman s.s. samvinnu, umburðarlyndi, samábyrgð og margt fleira. Ekki má gleyma vináttunni sem þau hafa myndað sín á milli sem er okkur öllum svo dýrmæt. Allt þetta hafa þau lært í gegnum leikinn sem við teljum svo mikilvæga námsleið í starfi leikskóla, það að læra í gegnum leik. Til hamingju öll og þið foreldrar til hamingju með yndislegu börnin ykkar.

Lesa >>


Vorhátíð foreldrafélagsins 19. maí 2019

Vorhátíð foreldrafélags Sólborgar verður haldin sunnudaginn 19. maí milli kl: 13:00 - 16:00 í Árbæjarsafni. Frítt er fyrir börn til 18 ára aldurs og 1100kr fyrir hina inná safnið.

Foreldrafélagið býður uppá hefðbundnar veitingar, djús og pylsur. kaffi verður maður þó að hafa með sér eða versla á staðnum. Til upprifjunar þá er það svo að vorhátíð sem þessi er annað hvert ár en hitt árið hafa börnin farið í ferð á dagtíma leikskólans. Í fyrra var farið í sveitaferð.

Dagurinn er skemmtilegt tækifæri fyrir börnin að hittast í öðru umhverfi og fyrir foreldrana að hittast og segja meira en góðan dag og hæ. Foreldrafélagið gerir ráð fyrir andvara og sól þennan dag.  Skráningarlisti hangir víða og gott að fá fjöldan vegna veitinga.

arbaearsafn Small

Lesa >>


Foreldraviðtöl

Foreldraviðtölin eru að hefjast í Sólborg. Þau eru liður í foreldrasamvinnunni og eru haldin á haustin og vorin. Í vorviðtalinu deilir starfsfólk með foreldrum upplýsingum um barnið í leikskólanum. Viðtölin verða á eftirtöldum dögum.  Furustofa: 30.apríl og 2. maí. Birkistofa: 3. og 6. maí. Víðistofa: 7. og 8. maí. Reynistofa: 15,16 og 17. maí. Lerkistofa: 13. maí.

Lesa >>

Skoða fréttasafn