Foreldrafélag Sólborgar

Foreldrafélag hefur starfað við leikskólann Sólborg frá opnun 1994. Það er félag allra foreldra í leikskólanum. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra.

Kosið er í stjórn foreldrafélagsins árlega en formaður félagsins er kosinn til tveggja ára í senn. Innheimt eru félagsgjöld sem renna til skemmtana barna í leikskólanum. Að hámarki er greitt fyrir tvö börn frá sama heimili. Greiðsluseðlar eru sendir í heimabanka foreldris. Bankaupplýsingar greiðanda þurfa að berast til foreldrafélagsins. Greiðsluseðilinn er hægt að greiða til júlíloka, en þá fellur hann niður án allra eftirmála.

Engum er skylt að taka þátt í starfi foreldrafélagsins. En þeir foreldrar sem ekki greiða félagsgjöld, verða rukkaðir sérstaklega fyrir uppákomur sem foreldrafélagið stendur fyrir. ,

Stjórn Foreldrafélagsins vonast til að nýir foreldrar taki virkan þátt í starfi félagsins og að þannig megi börn þeirra njóta góðs af starfinu.

 

Á aðalfundi sem haldinn var vorið 2021, í gegnum fjarfundarbúnað, gáfu eftirfarandi fulltrúar kost á sér í stjórn foreldrafélagsins:

Theodór Kjartansson, formaður

Þórólfur Björn Einarsson gjaldkeri

Elín Ástrós Þórarinsdóttir, ritari

&

Elva Björk Traustadóttir, meðstjórnandi

Sigurbaldur P. Frímannsson, tengiliður leikskólans

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa:   GSM: 664-9011
Víðistofa:   GSM: 664-9017
Furustofa:   GSM: 664-9018
Birkistofa:   GSM: 664-9009
Lerkistofa:   GSM: 664-9008