Foreldrafélag Sólborgar

Foreldrafélag hefur starfað við leikskólann Sólborg frá opnun 1994. Það er félag allra foreldra í leikskólanum. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra. Stjórn Foreldrafélagsins vonast til að nýir foreldrar taki virkan þátt í starfi félagsins og að þannig megi börn þeirra njóta góðs af starfinu :)

Kosið er í stjórn foreldrafélagsins árlega en formaður félagsins er kosinn til tveggja ára í senn. Á aðalfundi sem haldinn var haustið 2021, í starfsmannaaðstöðu Sólborgar, gáfu eftirfarandi fulltrúar kost á sér í stjórn foreldrafélagsins:

Elísabet Hrönn Fjóludóttir, formaður

Theodór Kjartansson, gjaldkeri

Elín Ástrós Þórarinsdóttir, ritari

Indriði Thoroddsen, meðstjórnandi

Aðstoðarleikskólastjóri er tengiliður leikskólans við félagið. Að öðru leyti kemur leikskólinn ekki að rekstri félagsins, né ákvörðun þess.

Engum er skylt að taka þátt í starfi foreldrafélagsins. En þeir foreldrar sem ekki greiða félagsgjöld, verða rukkaðir sérstaklega fyrir uppákomur sem foreldrafélagið stendur fyrir. Innheimt eru félagsgjöld sem renna til skemmtana barna í leikskólanum. Að hámarki er greitt fyrir tvö börn frá sama heimili. Greiðsluseðlar eru sendir í heimabanka foreldris. Bankaupplýsingar greiðanda þurfa að berast til foreldrafélagsins. Greiðsluseðilinn er hægt að greiða til júlíloka, en þá fellur hann niður án allra eftirmála.