Foreldrafélag

Foreldrafélag hefur starfað við leikskólann Sólborg frá opnun 1994. Það er félag allra foreldra barna í leikskólanum.

Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra, barna og starfsfólks, að auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og að tryggja velferð barnanna.

Kosið er í stjórn foreldrafélagsins árlega en formaður félagsins er kosinn til tveggja ára í senn. Innheimt eru félagsgjöld sem renna til ferða og skemmtana barna í leikskólanum.

 

Á aðalfundi sem haldinn var haustið 2019 gáfu eftirfarandi fulltrúar kost á sér í stjórn foreldrafélagsins:

Theodór Kjartansson, formaður

Þórólfur Björn Einarsson gjaldkeri

Smári Jónasson, ritari

 

Meðstjórnendur:

 

Tengiliður við stjórn félagsins er aðstoðarleikskólastjóri, Sigurbaldur P. Frímannsson