Aðalfundur foreldrafélagsins 9. nóv 2011

Alls eru 21 mættir, þar með talin stjórn foreldrafélagins.

Linda Jóhannsdóttir, formaður, setur fundinn klukkan 18.10, biður alla velkomna og spyr fundargesti hvort að þeir séu samþykkir því að Klara Geirsdóttir stýri fundinum og Arna Frímannsdóttir riti fundinn – það var samþykkt.

Sesselja Vilborg Jónsdóttir tók að sér táknmálstúlkun á fundinum.

Klara segir frá því að aðalfundurinn hafi í raun verið haldinn vorið 2011 en þá mættu svo fáir að ákveðið var að halda hann “aftur” núna.

Þá var gengið að hefðbundinni dagskrá, eins og fram kemur í 7.gr starfsgrundvölls foreldrafélagsins:

1. Stjórnin kynnir sig og sitt hlutverk í stjórninni 

Linda Jóhannsdóttir er formaður
Helga Sigurðardóttir er gjaldkeri
Arna Frímannsdóttir er ritari

Meðstjórnendur eru:
Klara Geirsdóttir
Sesselja Vilborg Jónsdóttir
Sólrún Dröfn Björnsdóttir
Hjördís Elva Valdimarsdóttir
Ragnheiður Valdimarsdóttir

Ragnheiður Þóra Kolbeins fulltrúi starfsmanna

2. Drög að vetrardagskrá:
 • Desember: aðkoma að jólaballi, aðallega greiðslur (aðkoma jólasveina, jólagjafir og aðkeypt tónlist).
 • Janúar: þrettándagleði
 • Febrúar:
 • Mars: leikrit
 • Apríl: páskagleði í kringum páskana.
 • Maí: myndataka, sveitaferð og útskriftaferð.
 • Júní: sumarhátíð
 • Júlí: frí
 • Ágúst:
 • September: haustfagnaður, t.d í Húsdýragarðinum.
 • Október: aðalfundur
3. Reikningar lagðir fram

Helga, gjaldkeri, upplýsir fundargesti um að staðan sé núna 128.000 kr. – þá er búið að borga allt útistandandi. Eitthvað vantaði þó af reikningum varðandi sumarhátíð og fleira.

4. Ákvörðun um gjald félagsins

Hugmynd stjórnar er að halda félagsgjaldinu óbreyttu (3500 kr.) en hugsanlega kemur einhver aukakostnaður við stærri atburði, t.d að foreldrar þyrftu að greiða fyrir sitt sæti í sveitarferð.
-Tillagan um óbreytt gjald er samþykkt.

5. Lagabreytingar

Sólrún kynnir breytingatillögur:

2.gr breytist,
Var: Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barna í leikskólanum Sólborg. Verður: Markmið félagsins era ð tryggja sem best velferð barna í leikskólanum með hliðsjón af 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008þ

3. gr breytist, í raun nýrri grein bætt við.
Verður: innan foreldrafélagsins starfar foreldraráð og fer um kosningu þess og hlutverk samkvæmt 11. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008

4. gr breytist,
3 gr flyst í raun yfir í 4. gr og að auki smá viðbætur.

Var: Markmiði sínu hyggst félagið ná með eftirfarandi leiðum

 1. að hvetja alla foreldra til þess að taka þátt virkan þátt í og hafa aukin áhrif á aðbúnað og starfsemi leikskólans, ávallt þó í fullu samráði við starfsfólk
 2. Að efla og auka tengsl milli foreldra og starfsfólks.
 3. Að efla og auka tengsl milli foreldra

Verður: Markmiði sínu hyggst félagið ná með eftirfarandi hætti

 1. að hvetja foreldra til þess að taka þátt í leikskólastarfinu, vera virkir þáttakendur í innra mati og hafa þannig aukin áhrif á aðbúnað og starfsemi leikskólans.
 2. að starfa með foreldraráði, fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana er varða starfsemi leikskólans og gefa umsagnir þar um.
 3. foreldrafélag og foreldraráð starfi saman og í sitt hvoru lagi allt eftir eðli verkefna hverju sinna
 4. að efla og auka tengsl milli foreldra og foreldra og starfsfólks.

Breytingarnar voru samþykktar.

6. Önnur mál

Hjördís kynnir niðurstöður könnunar sem gerð var vorið 2011. 

Þar kom til dæmis fram að foreldrar vilja taka meiri þátt.

Hjördís hvetur foreldrana til að koma með innslög inn á deild, hvort sem það er tónlist eða annað hversdagslegra.

-Dæmi eru tekin um fisksala sem sýndi fiska, lækni sem læknar bangsa. 

Klara spyr hvort að foreldrar vilji jólaleikrit eða leikrit á öðrum tíma í t.d mars.

Jónína leikskólastjóri bendir á að mörg barnanna séu mjög ung og því verði að taka tillit til þeirra – ætla sér ekki um of yfir jólatímann, hún er því spennt fyrir að fá leikrit í mars.

-Aðrir (foreldrar) eru sammála. 

Klara spyr um áhuga á haustfagnaði, þar sem allir fögnuðu saman, til dæmis í húsdýragarðinum og yrði ef til vill nýju foreldrarnir boðnir sérstaklega velkomnir.

-Vel er tekið í þessa hugmynd. 

Klara spyr einnig um tillögur frá foreldrum og bendir á að hægt sé að senda Jónínu póst sem hún myndi áframsenda á foreldrafélagið. 

Jónína, upplýsir að  Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála  hafi áhuga á að heimsækja okkur á degi íslenskrar tungu (16. nóvember). Þema dagsins sé íslenska sem annað mál.  Í heimsókninni í Sólborg verður athygli beint að íslensku táknmáli. Ráðherra  mun koma í söngstund sem er haldin á miðvikudögum. Þar munu allar stofurnar syngja og vera með atriði.  

Jónína kannar hvort að fólk hafi fengið fréttapóst.

Ragnheiður spyr listaskálakennara hvort að eitthvað vanti í listaskála, hún biður sérstaklega um eitthvað framandi, segist eiga nóg af klósettrúllum og slíku hefðbundnu heimilisföndri.

Jónína bendir einnig á að efniviður í könnunarleik sé alltaf vel þeginn, eins og til dæmis lyklar.

Einn fundargesta bendir á að fyrirtækið hans hafi keypt fullt af leikföngum sem sitji núna bara í geymslu – hugsanlega væri hægt að fá það í leikskólann.

Jónína segir að þau á leikskólanum hafi verið að leita að trésleifum til að nota sem hljóðfæri.

Klara biður fólk velkomið að skoða nýja húsið og slítur fundi kl. 18.43.

F.h. foreldrafélagsins,
Arna Frímannsdóttir, fundarritari