Leikskólinn Sólborg

Sólborg er staðsettur við Vesturhlíð í Reykjavík og heyrir undir Skóla og frístundasvið. Skólinn tók til starfa í júlí 1994 eftir stækkun haustið 2011 er hann fimm deilda og gert er ráð fyrir að 80 börn séu vistuð í skólanum. Gerður er vistunarsamningur um dvalartíma barns í leikskólanum. Barnið getur dvalið í leikskólanum dag hvern, samkvæmt þeim tíma sem getið er í vistunarsamningi. Nauðsynlegt er að vistunartíminn sé virtur því vinnutími starfsmanna er miðaður út frá honum. Komi í ljós að breyta þurfi dvalartíma þurfa foreldrar að sækja um breytingu á Rafrænni Reykjavík. Breytingar á dvalartíma þarf að gera með eins mánaðar fyrirvara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaðamót. Uppsögn á leikskólaplássi þarf að gera skriflega hjá leikskólastjóra með eins mánaða fyrirvara og miðast við mánaðamót. 

Börnin skiptast á 5 stofur: Lerkistofu, Birkistofu, Furustofu , Víðistofu. og Reynistofu. Að jafnaði dvelja um 12-15 börn með umtalsverðar sérþarfir í leikskólanum. Sólborg er sérhæfður leikskóli og sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna og náms án aðgreiningar. 

Sérstaða leikskólans tekur mið af hugmyndafræði Náms án aðgreiningar. Skólinn leggur áherslu á að virða margbreytileika hjá börnum og vinna með tilliti til ólíkra þarfa þeirra. Sá hluti barna sem ermeð sérþarfir í Sólborg, eru heyrnarlaus og -skert börn. Í Sólborg eru því tvö mál og er það íslenska og íslenskt táknmál. Auk þess fá öll börn í Sólborg tækifæri til þess að kynnast máli og menningu heyrnarlausra.

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa: 411-3485  // GSM: 664-9011
Víðistofa: 411-3486 // GSM: 664-9017
Furustofa: 411-3487 // GSM: 664-9018
Birkistofa: 411-3488 // GSM: 664-9009
Lerkistofa: 411-3489 // GSM: 664-9008