Leikskólinn Sólborg

2021.02.21_-_Starfsmannahandbókin_1.jpgSólborg er staðsettur við Vesturhlíð í Reykjavík og heyrir undir Skóla og frístundasvið. Skólinn tók til starfa í júlí 1994 og er hann fjögurra deilda leikskóli í tveimur húsum. Börnin skiptast á fjórar stofur: Birkistofu, Furustofu , Víðistofu. og Reynistofu.

Sólborg er sérhæfður leikskóli og sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna. Sólborg hefur sérhæft sig í að mæta þörfum barna með heyrnarskerðingu, heyrnarleysi og börnum sem hafa farið í kuðungsígræðslu. Hugmyndafræðin byggir á því að nám fer fram á íslensku og íslensku táknmáli, auk þess sem þau fá heyrnarþjálfun.

Í dag er skóli án aðgreiningar meginstefna í skólamálum hér á landi.  Í aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 stendur: „Menntun án aðgreiningar er samfellt ferli sem hefur það að markmiði að bjóða upp á góða menntun fyrir alla. Borin er virðing fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum nemenda og leggja skal áherslu á að útrýma öllum gerðum mismununar og aðgreiningar í skólum“ (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011. Menntamálaráðuneytið).

Vistunarsamningur

Gerður er vistunarsamningur um dvalartíma barns í leikskólanum. Barnið getur dvalið í leikskólanum dag hvern, samkvæmt þeim tíma sem getið er í vistunarsamningi. Nauðsynlegt er að vistunartíminn sé virtur því vinnutími starfsmanna er miðaður út frá honum. Komi í ljós að breyta þurfi dvalartíma þurfa foreldrar að sækja um breytingu á Rafrænni Reykjavík. Breytingar á dvalartíma þarf að gera með eins mánaðar fyrirvara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaðamót. Uppsögn á leikskólaplássi þarf að gera skriflega hjá leikskólastjóra með eins mánaða fyrirvara og miðast við mánaðamót. 

Opnunartími leikskólans er frá kl. 07:45 - 16:30.