Leikskólinn Sólborg

Sólborg er staðsettur við Vesturhlíð í Reykjavík og heyrir undir Skóla og frístundasvið. Skólinn tók til starfa í júlí 1994 eftir stækkun haustið 2011 er hann fimm deilda og gert er ráð fyrir að 80 börn séu  í skólanum og boðið er uppá 4 - 8,5 tíma vistun.  Börnin skiptast á 5 stofur: Lerkistofu, Birkistofu, Furustofu , Víðistofu. og Reynistofu. Að jafnaði dvelja um 12-15 börn með umtalsverðar sérþarfir í leikskólanum.

Sérstaða skólans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og stefna og aðferðir taka mið af hugmyndafræði  Náms án aðgreiningar.   Skólinn leggur áherslu á að viðurkenna og virða margbreytileika hjá börnum og vinna með tilliti til ólíkra þarfa þeirra. Stærsti hluti barna með sérþarfir eru heyrnarlaus- og heyrnarskert börn.   Markmið okkar er að nota tvö mál íslensku og íslenskt táknmál. Auk þess fá öll börn í Sólborg tækifæri til að kynnst máli og menningu heyrnarlausra.  

Sólborg er sérhæfður leikskóli og sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna og náms án aðgreiningar.  netfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                            

  pdf Bæklingur gesta

pdf Sameiginlegt nám heyrandi og heyrnarlausra/skertra barna

pdf Bæklingur gesta - English