Eldhús

Í eldhúsinu  eru stöður tveggja starfsmanna, matráður í 100% stöðu og aðstoð í eldhúsi 100%.  

Boðið er upp á morgunverð kl. 8:15 - 9:00, ávexti kl. 10:00, hádegisverð frá kl.  11:30 - 12:30 og síðdegishressingu frá kl. 14:15 - 15:00.

Við matseðlagerð er lögð áhersla á hollan og fjölbreyttan mat.  Börnin fá ávexti og grænmeti daglega.  Stefnan er sú að elda matinn frá grunni og halda unnum kjötvörum í lágmarki. Fiskur er tvisvar í viku, kjúklingur er á boðstólun einu sinni í viku og einnig súpa.