Eldhúsfréttir ávextir í hádeginu

fruitÍ síðustu viku byrjuðum við að bjóða upp á ávöxt eftir hádegismatinn og vakti það mikla kátínu meðal barna. Í ráðleggingum um mataræði mælir Landlæknir með a.m.k. 5 skammta af ávöxtum & grænmeti á dag. Við höfum m.a. verið með epli, melónur og banana. Okkur þykir þetta góð viðbót en auðvitað höldum við áfram að bjóða upp á ávexti í ávaxtastund á morgnana.

Kveðja úr eldhúsinu :)

Vanessa kokkurinn okkar komin úr fæðingarorlofi

Ana Vanessa kokkurinn okkar er komin til starfa á ný eftir fæðingarorlof. Við höfum því hætt að kaupa mat frá Hollt í hádeginu. Matseðlar eru settir upp fyrir viku í senn í forstofunni en einn mánuð á netinu. 

Skyr

skyrFróðleikur um skyr:

  • Það má segja að skyr sé ferskur súrostur sem unninn er úr undanrennu.

Skyr hefur verið gert á Íslandi frá landnámsöld.

 Innihald: Undanrenna, skyrgerlar og skyrhleypir

· Mjög næringarríkt, fitulaust, inniheldur B vítamín og með fullt af próteini.

Smá fyrir matarnördana:
Þegar skyr er búið til er undanrenna hituð að suðumarki en með því verður hún nánast gerilsneydd. Undanrennan er næst kæld niður í 37°C og þétti bætt út í (skyr úr fyrri framleiðslu og og í því eru
bæði sýrumyndandi bakteríur og gersveppir). Ostahleypi er líka oft bætt út í svo að skyrið verði þéttara.
Hleypirinn var áður gjarnan fenginn úr kálfsmögum. Að þessu loknu er skyrið látið hlaupa (gerjast og þykkna), sem oftast tekur nokkrar klukkustundir, og síðan er það kælt aftur, skorið í það og það látið standa í sigti svo að mysan renni af (mysa verður s.s. til við framleiðslu skyrs).

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa: 411-3485  // GSM: 664-9011
Víðistofa: 411-3486 // GSM: 664-9017
Furustofa: 411-3487 // GSM: 664-9018
Birkistofa: 411-3488 // GSM: 664-9009
Lerkistofa: 411-3489 // GSM: 664-9008