Matarvagnarnir

matarmorgmatarhadmatarkaffiHér er sýnishorn af því hvernig matarvagnarnir líta út, morgunmatur, hádegi og kaffitíminn.

Rúsínur með hafragrautnum

rusinur1rusinur2Rúsínur hafa lengi verið hollustukostur fyrir lítil börn að narta í, þær auka meðal annars járnmagn
í litlum kroppum. Embætti Landlæknis og Matvælasvið Umhverfisstofnunar segja að takmarka ætti magn rúsína fyrir börn yngri en þriggja ára við 50 g á viku. Þetta er vegna hás innihalds sveppaeiturs sem vaxa á vínberjum og situr eftir þegar vínber verða að rúsínum. Þetta sveppaeitur er hættulegt fyrir nýrun, minnkar ónæmisviðbrögð og getur haft varanleg skaðleg áhrif á heilsu. Það var danska heilbrigðisráðuneytið sem rannsakaði þetta í fyrstu og varaði við of miklu rúsínuáti smábarna. Pössum okkur á rúsínunum!

Gulrætur

gulrotasupaÍ tilefni þess að það er gulrótarsúpa í matinn í dag 5. Febrúar 2014 ...

Forngrikkir notuðu gulrætur sem styrkjandi lyf fyrir magann enda eru þær frægar fyrir góð áhrif á meltingarveginn og voru áður fyrr kallaðar hollvinir þarmanna. Gulrætur í súpu og safa hjálpa til við að stilla
meltingarstarfsemi.

Fyrir 50 árum tókst rússneskum vísindamönnum að einangra efni úr gulrótum og efni þetta víkkaði blóðæðar t.d. í höfði og verndaði gegn slagæða og hjartveiki. Í Rússlandi er mælt með að taka nokkrar teskeiðar af nýjum gulrótarsafa með hunangi og örlitlu vatni til að lækna kvef og hósta.

Danskur náttúrulæknir ráðleggur fólki að byrja daginn á glasi af nýpressuðum gulrótarsafa á fastandi maga til að koma jafnvægi á sýrustig líkamans.

Gulrætur eru stútfullar af næringarefnum, A-B-C vítamínum og verðmætum steinefnum, t.d. járni & kalsíum. Ef við borðum gulrætur reglulega bæta þær heilsu fólks og líðan á undraverðan hátt, sérstaklega þeirra sem eru þróttlitlir eða eru að jafna sig eftir veikindi eða streituálag. Þær örva vöxt og kraft hjá börnum og unglingum og stuðla að því að vefir og húð verði heilbrigð.

Járninnihald gulróta eykur fjölda rauðra blóðkorna og hindrar blóðleysi.

Í gulrótum er mikið af litarefniu karóten og því stærri og litsterkari sem ræturnar eru, þeim mun meira karóten er í þeim. Karóten ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum, sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans.

Gulrótarcouscous         Gulrótarbrauð

gulrotacousgulrotabraud