Með því að smella á tengilinn hér að ofan og skrifa inn viðeigandi lykilorð er hægt að skoða rafbókina sem við höfum unnið að að undanförnu.
Góða skemmtun.
Með því að smella á tengilinn hér að ofan og skrifa inn viðeigandi lykilorð er hægt að skoða rafbókina sem við höfum unnið að að undanförnu.
Góða skemmtun.
Góðan dag !
Af okkur á Reynistofu er allt gott að frétta. Nú eru allir starfsmenn deildarinnar komnir úr sumarfríum og börnin líka. Börnin sem byrjuðu í aðlögun núna í ágúst eru að ná áttum og komast inn í skipulag deildarinnar. Börnin sem byrjuðu í vor eru kát og örugg.
Dagskipulagið okkar er byrjað að rúlla vel og börnin fara glöð á kubbasvæði, í listaskála o.s.frv. Íþróttir byrja í næstu viku og erum við á föstudögum í íþóttum. Anna Kristín leikfimikennari verður inná deild næsta föstudag til að kynnast börnunum.
Á föstudögum kl. 9-10 eigum við starfsfólk Reynistofu deildarfund og koma þá starfsmenn frá Víðistofu og Birkistofa að leysa okkur af.
Í lok viku sendi ég ykkur eyðublöð sem þið fyllið í fyrir haustviðtöl sem verða í byrjun sept. (10-12 sept.) Þá sendi ég ykkur líka tímasetningar fyrir viðtölin ykkar sem skiptast svona:
Soffía: Díana, Ari, Matthilda, Matthildur, Óðinn, Steinar, Sölvi og Tryggvi. - Kisuhópur
Drífa: Baldur, Hrefna, Embla, Hugrún, Daníel, Józef og Nína. - Kanínuhópur
Auður: Haukur, Una, Eyja, Álfheiður, Kristófer, Vigdís og Agnes. - Ljónahópur
Starfsfólk deildarinnar er virkilega ánægt með barnahópinn og mikill metnaður í að eiga góðan vetur saman og læra mikið.
Kær kveðja Soffía Deildarstjóri
Góðan dag!
Yngri börnin hafa fylgt sínu vikuskipulagi að mestu þessa vikuna. Þau fóru í íþróttir og listaskála í vikunni og samverustund í gær með Drífu þar sem þau spiluðu spil. Í dag var svo útikennsla þar sem börnin fóru í úti-lottó. Hvert barn fékk fjórar myndir af hlutum í umhverfinu eins og bílum, hundum, trjám, laufblöðum og slíku. Í hvert sinn sem þau sáu eitthvað af sínum myndum áttu þau að hrópa ,,stopp" og segja hvað þau hefðu séð :)
Í vikunni lögðum við inn stafinn P og unnum nokkrar blaðsíður af útskriftabókum barnanna, meðal annars límdu þau inn hópmynd, máluðu myndir tengdar Þúsaldarljóðinu og teiknuðu útlínur handa sinna. Heimsókn á leikrit í Hlíðaskóla stóð upp úr í þessari viku en krakkarnir voru í skýjunum með sýninguna um Rauðhettu og úlfinn. Í næstu viku stendur til að fara aftur í Hlíðaskóla en þá erum við boðin í heimsókn í Eldflaugina, frístundaheimili skólans :)
Góða helgi!
Góðan dag!
Þessa dagana erum við að vinna í að fylla á sólina okkar en næsta brosveisla verður "Öðruvísi dagur" og þá geta allir komið í öðruvísi/öfugsnúnum fötum og gert allt öðruvísi eða öfugsnúið þann daginn :) Nokkrir eru að æfa sig að segja bless á morgnanna og aðrir æfa sig í að vera glaðir þegar mamma og pabbi koma að sækja. Einnig erum við að æfa almennu SMT reglurnar og þegar vel gengur fá krakkarnir bros :)
Yngri börnin fóru í stórskemmtilega strætóferð í morgun og voru himinlifandi þegar þau komu til baka! Þau lituðu hjá Lilju Karls í Listaskála og Drífa var með þeim í íþróttum.
Eldri börnin unnu fjórar blaðsíður í Útskriftarbókinni (blaðsíðurnar eru 32 talsins!) í vikunni ásamt því að gera eldfjöll úr þæfðri ull. Í dag fórum við í stærðfræði. Við unnum með tölur og talnagildi, æfðum hvernig tölurnar eru skrifaðar og reiknuðum ásamt því að fara í stærðfræði-boltaleik. Á miðvikudag í næstu viku er heimsókn í Hlíðaskóla. Þar sjáum við leikrit hjá 1.bekk. Það verður spennandi!
Góða helgi!