Sæl kæru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Sólborg
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun foreldrafélagið fresta aðalfundi sínum sem að jafnaði er haldinn í upphafi október hvert ár. Óljóst er hvenær fundarfært verði en fundurinn verður haldinn um leið og aðstæður leyfa.
Hins vegar viljum við bjóða þeim foreldrum er vilja taka þátt í starfi foreldrafélagsins á komandi ári að senda okkur tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hvetjum við sem flesta sem hafa áhuga að hafa samband og taka þátt í skemmtilegu starfi.
Foreldrafélagið