Ragnheiður Þóra Kolbeins, aðstoðarleikskólastjóri í Sólborg lést 27. desember 2020. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Starfsfólk Sólborg mun eiga saman minningarstund í leikskólanum, þegar jarðarför Röggu verður.
Ragnheiður starfaði í Sólborg frá útskrift sinni úr Fóstruskólanum 1994 og vann ætíð að mikilli ástríðu og heilum hug að leikskólanum. Störf Röggu, sem einn af frumbyggjum Sólborgar, er samofið sögu skólans og andi hennar mun lifa áfram með okkur í borg sólarinnar.
Sólborg hóf starfsemi í júlí 1994 í nýju húsnæði staðsettu í vestanverðri Öskjuhlíðar með Fossvogskirkju á vinstri hönd. Friður hvílir yfir staðnum og innan skólans eru hvorki múrar milli barna né fullorðinna. Fjórum árum eftir að skólinn tók til starfa var leikskólahluta Vesturhlíðaskóla lokað og hann fluttur yfir á Sólborg. Leikskólinn varð þar með sérhæfður leikskóli fyrir íslenska táknmálið.
Ragga var einn stofnanda og aðstoðarleikskólastjóri Sólborgar. Ásamt Jónínu Konráðsdóttur, fyrrverandi leikskólastjóra, vann hún metnaðarfullt uppbyggingarstarf samkvæmt hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu. Þær störfuðu af alúð og nákvæmni að því að bjóða fötluðum börnum uppeldi og nám við hlið ófatlaðra jafnaldra í samræmi við meginmarkið skólans. Til að ná slíkum gæðum í starfi skóla þarf að vera til staðar löngun til að gera vel og sýna fram á að hægt er að ná árangri.
Við í Sólborg, sem störfuðum með Röggu í langan tíma, munum kappkosta við það að starfa af sömu ástríðu og leggja okkur öll fram við að halda merkjum hennar á lofti. Sólborg kveður í dag með söknuði frumkvöðul Sólborgar, sem setti leikskólann í 1. sæti, þannig að við sem störfuðum með henni, gátum starfað með heils hugar með börnunum.
Góða ferð elsku Ragga okkar, við sjáumst síðar.