Hún Sjöfn Sigsteinsdóttir hefur lokið störfum í leikskólanum Sólborg.
Hún hóf störf hér árið 1995 og vann því í Sólborg í 26 ár. Það verður mikill missir fyrir starfsfólk og börnin hér í Sólborg að hún hverfi af braut. Sjöfn er mikil útivistarmanneskja og hefur í störfum sínum kennt börnum og starfsfólki að bera virðingu fyrir umhverfinu, m.a. hvernig við meðhöndlum gróður og flokkum rusl.
Sjöfn hefur starfað inn á deildum sem sérkennari og hefur unnið mest með börnum, sem hafa farið í kuðungsígræðslu. Þar hefur hún kennt þeim íslensku. Við látum fylgja með nokkrar myndir af Sjöfn í leik og starfi.
Kærar kveðjur frá öllum okkur í Sólborg.