Solborg
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Söngbók
    • Laus störf
  • Foreldrar
  • Ráðgjafarskóli
  • Myndasafn
  • Sækja um starf
  • Vinna með vefsvæði
Sólborg
10 Feb 2021

Dagur íslenska táknmálsins

Fimmtudagurinn 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins.

Þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Okkar framlag til dagsins eru ýmis konar myndir af börnum Sólborgar að tákna leikskólatengda hluti, eins og sjá má í gluggum leikskólans. Einnig munu börnin, hver á sinni deild, læra litarím á táknmáli og syngja í tilefni dagsins: https://is.signwiki.org/index.php/Litar%C3%ADm_fyrir_krakka

Við í Sólborg fögnum þessum degi og hvetjum foreldra og aðstandendur barnanna til að læra og tileinka sér þær kveðjur á táknmáli sem við notum dagsdaglega eins og Góðan dag, Takk fyrir daginn og Sjáumst á morgun. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfrækir þekkingarbrunninn SignWiki um íslenskt táknmál. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik, m.a. orðabók þar sem hægt er að fletta upp þúsundum tákna. Þar er einnig einnig að finna alls konar barnalög á táknmáli og við hvetjum foreldra og aðstandendur til að skoða  þau með börnunum: https://is.signwiki.org/index.php/Lagalisti.

Áhugavert innslag um táknmál var í síðasta þætti af Landanum á RÚV og hvetjum við alla til þess að horfa á það.

Til hamingju með daginn :)

Upplýsingar

Leikskólinn Sólborg | Vesturhlíð 1 | 105 Reykjavík | Sími: 411 - 3480 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Símanúmer

Aðalsími:      411 - 3480
Birkistofa:     664 - 9009
Furustofa:     664 - 9018
Reynistofa:   664 - 9011
Víðistofa:      664 - 9017
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Söngbók
    • Laus störf
  • Foreldrar
  • Ráðgjafarskóli
  • Myndasafn
  • Sækja um starf
  • Vinna með vefsvæði