Fimmtudagurinn 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins.
Þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Okkar framlag til dagsins eru ýmis konar myndir af börnum Sólborgar að tákna leikskólatengda hluti, eins og sjá má í gluggum leikskólans. Einnig munu börnin, hver á sinni deild, læra litarím á táknmáli og syngja í tilefni dagsins: https://is.signwiki.org/index.php/Litar%C3%ADm_fyrir_krakka
Við í Sólborg fögnum þessum degi og hvetjum foreldra og aðstandendur barnanna til að læra og tileinka sér þær kveðjur á táknmáli sem við notum dagsdaglega eins og Góðan dag, Takk fyrir daginn og Sjáumst á morgun. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfrækir þekkingarbrunninn SignWiki um íslenskt táknmál. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik, m.a. orðabók þar sem hægt er að fletta upp þúsundum tákna. Þar er einnig einnig að finna alls konar barnalög á táknmáli og við hvetjum foreldra og aðstandendur til að skoða þau með börnunum: https://is.signwiki.org/index.php/Lagalisti.
Áhugavert innslag um táknmál var í síðasta þætti af Landanum á RÚV og hvetjum við alla til þess að horfa á það.
Til hamingju með daginn :)