Ágætu foreldrar barna og unglinga í Reykjavík
Á hverju ári veitir skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni sem unnin eru með börnum og unglingum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar.
Allir geta tilnefnt til þessara hvatningaverðlauna; foreldrar, systkini, ömmur og afar, starfsfólk og allt annað áhugafólk um skóla- og frístundastarf í borginni.
Nú leitum við eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna 2021 sem veitt verða við hátíðlega athöfn á Menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs 10. maí. Alls verða níu verkefni verðlaunuð og skiptast þau jafnt niður á leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðvar. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 22. mars 2021.
Með kærri kveðju,
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs