Í ágúst næstkomandi mun Margrét Gígja Þórðardóttir hefja störf hér á Sólborg. Hún mun starfa sem kennslustjóri táknmáls og hafa yfirumsjón með táknmálskennslu og námsefni á íslensku táknmáli.
Gígja hefur mikla reynslu í þessum efnum en hún hefur starfað lengi á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem verkefnisstjóri í kennslu, táknmálskennari og ráðgjafi. Gígja er með B.Ed- próf í leikskólakennarafræðum.
Við bjóðum Gígju innilega velkomna til starfa í Sólborg og hlökkum til að vinna með henni á komandi misserum.