Ragnheiður Sara Valdimarsdóttir er nýr kennari í Sólborg. Hún hefur starfað í Hlíðaskóla í rúmlega tvo áratugi, ásamt því að hafa starfað nokkur sumur í leikskólum, þar á meðal Sólborg.
Ragnheiður Sara er döff og mun taka þátt í táknmálskennslu hér í Sólborg. Hún verður á Víðistofu fyrst um sinn, áður en hún flyst yfir á Reynistofu, þar sem táknmálsdeild næsta skólaárs verður staðsett.
Við bjóðum Ragnheiði Söru hjartanlega velkomna til okkar í Sólborg.