Þann 28. febrúar, lauk hún Anna Magga störfum í Sólborg. Anna Magga, sem er leikskólakennari, hefur starfað í Sólborg í 23 ár og verður sárt saknað af starfsfólki og börnum. Anna Magga hefur gengt ýmsum störfum í Sólborg, kennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og verið öflug í skipulagningu viðburða. Ásamt því hefur hún einnig verið foreldri með börn í Sólborg. Í dag kveðjum við Sólborgara í húð og hár.
Anna Magga ætlar að breyta til og hefja störf í nýjum ungbarnaleikskóla sem verður í Bríetartúni. Börn í Reykjavík verða því áfram heppin að njóta hennar kennslu, umönnum og væntumþykju.
Starfsfólk ætlar að kveðja hana á kaffistofunni og fær hún að þakklætisskyni m.a. myndir sem börn Sólborgar teiknuðu handa henni.
Gangi þér vel Anna Magga í nýjum verkefnum. Þú ert allaf velkomin til okkar í Sólborg 😊