Kæru foreldrar og forráðamenn.
Eftir tveggja ára bið, þá er loksins komið að því að vorhátíð foreldrafélags Sólborgar verði haldin. Hún verður fimmtudaginn 19. maí nk. í Guðmundarlundi, frá kl. 17.
Guðmundarlundur er í Vatnsendahlíð í Vatnsendalandi fyrir ofan Kórinn íþróttamiðstöð HK í Kópavogi. Hægt er að finna hann á ja.is ef leitað er að Skóræktarfélagi Kópavogs.
Grillaðar verða pylsur og boðið upp á safa á svæðinu. Að öðru leyti er dagskráin frjáls enda gaman fyrir börnin að leika sér í skóginum. Við höfum leigt Grillhúsið undir viðburðinn.
Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga góða stund með okkur.
Kveðja stjórn foreldrafélags Sólborgar
Ps. Endilega hafið samband í gegnum netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eigið í vandræðum með að verða ykkur út um bílferð á svæðið.