Laugardaginn 25. júní fór fram útskriftarathöfn Háskóla Íslands. Í þeim hópi voru tveir starfsmenn Sólborgar.
Þær Ásrún Bjarnadóttir og Lilja Þorsteinsdóttir útskrifuðust sem leikskólakennarar. Þær hafa undanfarin tvö ár stundað meistaranám víð menntavísindasvið H.Í. og lauk náminu formlega með afhendingu útskriftarskírteinis og kennsluréttinda.
Við í Sólborg erum ákaflega stolt af þeim og fögnum því mikið að í sterkan og fjölmennan kennarahóp bætast við tveir kennarar í viðbót.
Til hamingju Lilja og Ásrún 😊