Fyrir rúmum tveimur árum tókum við upp dyrabjöllukerfi í forstofunni. Með því skilgreindum við forstofur í Sólborg sem kveðjustað fjölskyldna. Þegar þið mætið með börnin ykkar að morgni, þá hringið þið bjöllunni sem tilheyrir ykkar deild og bíðið eftir að kennari deildarinnar mætir til þess að taka á móti ykkur. Við hurðina kveðjið þið barnið ykkar og barnið heldur sína leið inn á deildina sína, og byrjar leik með öðrum börnum.
Það er mikilvægt fyrir leikskólanám barna ykkar, að þetta sé alltaf virt, þar sem leikur barna sem námsleið í leikskóla, byggist á því að hann fái að vera ótruflaður. Þegar foreldrar fylgja börnum sínum alla leið inn á deild, með því að ganga í gegnum salinn og inn á deild, þá truflast leikur allra barna á deildinni og námið verður minna virði en það hefði orðið.