„Táknmálið sameinar okkur“
Alþjóðadagur táknmála verður núna á föstudaginn 23.september 2022. Talið er að um 200 mismunandi táknmál séu í heiminum. Að því tilefni hvetja alheimssamtök heyrnarlausra, WFD, alla að fagna með því að varpa bláu ljósi á helstu kennileiti og byggingar til stuðnings baráttu fyrir táknmálinu. Blái liturinn hefur verið notaður af Alheimssamtökunum frá stofnun þeirra, eða frá árinu 1951 og er liturinn tákn fyrir baráttu jafnréttis í samfélaginu. Hér á Íslandi er íslenska táknmálið eina hefðbundna minnihlutamálið og því hvetjum við þig og ykkur að sýna íslenska táknmálinu stuðning og mæta í einhverju bláu á föstudaginn 😊
Hér eru ýmsir áhugaverðir tenglar varðandi táknmál á Íslandi:
Signwiki - táknmálsorðabók og ýmis fróðleikur
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra