Nýjasta tölublað Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, er tileinkað íslensku táknmáli, ÍTM.
Hér er frétt um útgáfuna og neðarlega í fréttinni segja ritstjórarnir Rannveig Sverrisdóttir og Valgerður Stefánsdóttir frá efni Ritsins, á ÍTM og íslensku: https://www.hi.is/frettir/islenskt_taknmal_i_ritinu
Heftið er í opnum aðgangi og eingöngu rafrænt og má þar finna fræðigreinar um táknmál en einnig er kafli um menningu og listir í döff samfélagi á Íslandi.
Smellið hér til að skoða Ritið á rafrænu formi. Við hvetjum ykkur til að skoða!