Foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra Sólborgar vorið 2021. 46 foreldrar svöruðu könnunni og var því svarhlutfallið 77%.
Heildaránægja með leikskólann er 4,6 af 5.
Þegar foreldrar voru spurðir um eftirfarandi þætti, var stiga skor Sólborgar þannig:
Barninu líður vel í leikskólanum 4,6
Tel barnið mitt vera öruggt 4,6
Vingjarnlegt andrúmsloft 4,6.
Við þökkum foreldrum kærlega fyrir þátttökuna í könnuninni. Stjórnendur Sólborgar stefna á halda og hækka meðaleinkunn þáttanna, ásamt því að auka svarhlutfall vorið 2022, þegar næsta könnun verður lögð fyrir.