Föstudaginn 30. nóvember klukkan 10:15 fáum við í Grænfánann afhentan í fimmta sinn sem þýðir að í 10 ár höfum við unnið að umhverfismennt í Sólborg. Það er mikil og góð vinna sem liggur að baki því að fá Grænfánann og halda í hann. Við erum því óskaplega stolt og hlökkum til að takast á við nýju markmiðin okkar. Þau eru í tveim flokkum, landslag og átthagar, og lífbreytileiki. Þau markmið getum við unnið að með börnunum innan leikskólalóðarinnar og einnig í nánasta umhverfi í Öskjuhlíðinni. Nýjasta skýrslan okkar með endurmati síðustu markmiða er
hér.
21 Nóv2018