Solborg
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Söngbók
    • Laus störf
  • Foreldrar
  • Ráðgjafarskóli
  • Myndasafn
  • Sækja um starf
  • Vinna með vefsvæði
Sólborg
28 Nóv2019

Jóladagskrá 2019

Í desember víkjum við frá hefðbundinni stundaskrá og megináhersla þessa tímabils verður að skapa aðstæður fyrir góða og notalega samveru. Við styrkjum samkennd með fjölda sameiginlegra viðburða, s.s. með lestri á jólasögum og syngjum saman í jólasöngstundum. Vináttu og umhyggja verða ofarlega á baugi.

Ánægjulegt er hve margir foreldrar hafa séð fram á hvernig jólafríinu verði háttað og látið okkur vita um það hvenær barnið verði í fríi. Þetta hjálpar okkur við alla skipulagningu á fríum starfsfólks og sparnað við innkaup í eldhús. Dagana á milli jóla og nýárs, 27. og 30. desember, munu einungis 11 börn mæta í leikskólann, hvorn dag fyrir sig. Þá að fyrirhugaðri dagskrá.

Einn viðburður er á dagskrá foreldrafélagsins í tengslum við jólin. Sunnudaginn 1. desember er föndurgleði í Sólborg frá klukkan 11:00-13:00. Foreldrar ættu að hafa fengið boð þess efnis.

Jólaballið verður haldið í salnum fyrir hádegi, kl: 10:00, þriðjudaginn 17. desember. Sökum plássleysis getum við því miður ekki boðið foreldrum að koma og vera með. Börnin geta mætt spari klædd þennan dag en hafið í huga að kl. 12.00 setjumst við niður og borðum hátíðlegan mat með öllu tilheyrandi. Því væri heppilegt ef börnin hefðu hversdagsleg föt með sér til skiptanna.

Börnin skreyta piparkökur miðvikudaginn 4. desember og síðdegis sama dag bjóða þau foreldrum í piparkökukaffi klukkan 15:00-16:00. Bílastæðin eru enn þá af skornum skammti og hvetjum við foreldra til þess að leggja við Fossvogskirkjugarð, á stóra bílastæðinu þeirra.

Í annarri viku desember, 9.-13., förum við í vasaljósaferð. Eldri börnin fara í Öskjuhlíðina en þau yngri fara í Lundinn við Skógarhús. Við óskum eftir að foreldrar sendi barnið með vasaljós til að hafa með í ferðina. Þar syngjum við og leikum okkur með vasaljósin.

Við kveðjum jólin með notalegri stund í drekkutímanum 6. janúar þar sem við drekkum kakó og borðum eitthvað gott með því.

Við óskum þess að friður og gleði muni fylgja ykkur inn í hátíðina og þökkum samstarfið á árinu.

Jólakveðjur frá kennurum í Sólborg

Upplýsingar

Leikskólinn Sólborg | Vesturhlíð 1 | 105 Reykjavík | Sími: 411 - 3480 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Símanúmer

Aðalsími:      411 - 3480
Birkistofa:     664 - 9009
Furustofa:     664 - 9018
Reynistofa:   664 - 9011
Víðistofa:      664 - 9017
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Söngbók
    • Laus störf
  • Foreldrar
  • Ráðgjafarskóli
  • Myndasafn
  • Sækja um starf
  • Vinna með vefsvæði