Solborg
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Starfsfólk
    • Dagatal
    • Söngbók
    • Laus störf
  • Foreldrar
  • Ráðgjafarskóli
  • Myndasafn
  • Sækja um starf
  • Vinna með vefsvæði
Sólborg
09 Nóv2012

Í vikulok

Ágætu foreldrar og aðrir lesendur!

Það er víst kominn tími á smá pistil frá stofunni okkar!

Eins og þið vitið er þemað okkar núna" samfélagið"  og við erum að vinna með það í samverustundum okkar.  Með yngstu börnunum erum við aðallega að spjalla um okkur sjálf og fjölskylduna (þessvegna væri gott að fá myndaspjöld eða -albúm frá þeim sem ekki hafa þegar komið með).  Þau eldri eru líka að vinna með sig sjálf, líkamshlutaheiti, fjölskylduna sína og hvar þau eiga heima.  Eldri hópurinn hefur líka mikinn áhuga á stöfunum þessa dagana og því erum við svolítið að leika okkur með þá, lesa Lubba, spá í hver á hvaða staf og leika með stafaspil.

Eldri hópurinn fór í fjöruferð í útikennslunni um daginn og vann falleg listaverk þar; og allur hópurinn tók þátt í, með Kasiu,  að búa til myndina af stóra karlinum sem hangir inná stofunni.

Vinsælasta leikjavalið á Víðistofu núna er eldhúsdótið okkar og hlutverkaleikur með dúkkur og föt; auk þess eru margir spenntir fyrir legokubbum, svo og alls konar öðrum kubbum.

Að lokum:  Viljum minna á mikilvægi þess að hafa nóg af vettlingum með sér í leikskólann, þegar oftar en ekki er blautt úti.

Bestu óskir um góða helgi frá Víðikennurum!

P.S. Það eru nýjar myndir á heimasíðunni :)

Upplýsingar

Leikskólinn Sólborg | Vesturhlíð 1 | 105 Reykjavík | Sími: 411 - 3480 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Símanúmer

Aðalsími:      411 - 3480
Birkistofa:     664 - 9009
Furustofa:     664 - 9018
Reynistofa:   664 - 9011
Víðistofa:      664 - 9017
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Starfsfólk
    • Dagatal
    • Söngbók
    • Laus störf
  • Foreldrar
  • Ráðgjafarskóli
  • Myndasafn
  • Sækja um starf
  • Vinna með vefsvæði