Ágætu lesendur!
Eins og sum ykkar vita hefur verið nóg að gera hjá Víðistofubörnunum uppá síðkastið og þar verður ekkert lát á! Í morgun tróðu þau upp á 100 ára afmælishátíð Vals, sungu og táknuðu tvö lög og stóðu sig alveg frábærlega:)
Næsta mánudag fáum við umferðarskólann í heimsókn fyrri part dags og eftir hádegi förum við í heimsókn í Borgarleikhúsið þar sem við fáum leiðsögn um húsið og fáum að sjá brot úr leikritinu Eldfærin.
Útskriftarferðin verður þriðjudaginn, 17. maí. Þá förum við með rútu upp á Akranes og eyðum deginum þar. Við heimsækjum leikskóla, skoðum safnasvæðið og leikum okkur á Langasandi. Áætlað er að leggja af stað frá Sólborg kl. 9 og koma til baka milli kl. 15 og 16.
Útskriftin verður svo í Sólborg miðvikudaginn 25. maí kl. 11.
Kveðjur frá Víði-kennurum.