Í Valsheimilinu í dag fórum við í skemmtilegan blöðruleik. Okkur var skipt uppí hópa og fékk hver hópur eina blöðru sem hann átti að halda á lofti. Blaðran mátti alls ekki fara á gólfið því þar var ,,krókódíll" sem myndi sprengja hana.
Í Valsheimilinu í dag fórum við í skemmtilegan blöðruleik. Okkur var skipt uppí hópa og fékk hver hópur eina blöðru sem hann átti að halda á lofti. Blaðran mátti alls ekki fara á gólfið því þar var ,,krókódíll" sem myndi sprengja hana.
Börnin á Víðistofu fóru í vettvangsheimsókn til Félags heyrnarlausra í dag föstudag. Þema þessarar viku er táknmál í tilefni af degi heyrnarlausra sem var í síðustu viku. Vel var tekið á móti okkur, við fengum veitingar, lékum okkur, hittum marga heyrnarlausa og vorum leyst út með gjöfum. Táknmálslitabók, endurskinsmerki og segul fyrir ísskáp. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og það voru vel upplýst börn sem komu til baka úr þessari heimsókn.
Ágætu Víðistofuforeldrar!
Gaman að sjá ykkur svona mörg á kynningarfundinum okkar um daginn.
Hauststarfið okkar hefur farið vel af stað, við erum að vinna með kennsluefnið Stig af stigi í samverustundahópunum, en þar er verið að fjalla um tilfinningar. Íþróttatímarnir í Valsheimilinu hafa verið mjög vinsælir og á morgun byrja börnin á Víði að fara í vikulega í Listaskála með Lilju Karls. Við tókum upp kartöflur í síðustu viku og fengum þessa fínu uppskeru!
Næsta föstudag (24.sept.) förum við öll í Norræna húsið á námskeið í hreyfimyndagerð. Þann dag verða börnin að vera komin í leikskólann kl. 9. Þetta er námskeið í tengslum við kvikmyndahátíð í Reykjavík. Á námskeiðinu lærum við að vinna saman að gerð hreyfimyndar. Myndin verður östutt, eða 1 mínúta. Allar myndirnar verða svo sýndar í Hreyfimyndakjallaranum frá 27. sept. og út kvikmyndahátíðina.
Í næstu viku verða síðan stutt foreldraviðtöl, eins og þið vitið, flestum ykkar hefur verið úthlutað viðtalstíma. Munið endilega eftir blaðinu um hugmyndir og óskir foreldra þegar þið komið í viðtalið.
Minnum að lokum á að nýjar ljósmyndir koma reglulega inn á síðuna!
Bestu kveðjur frá Víði-kennurum.