Sæl öll!
Enn erum við að læra um haustið hér á Víðistofu, en sú starfsáætlun er nú að renna sitt skeið á enda.
Leikhúsferðin í síðustu viku var mjög áhugaverð og börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta! Við sáum leiklestur á sögunni um Búkollu, fengum að sjá og upplifa hvernig ljós og hljóð eru notuð á leiksviði og máttum ganga um sviðið þegar leikritið var búið. Börnin sátu stillt allan tímann og fylgdust vel með.
Sl. föstudag héldum við Evrópska tungumáladaginn hátíðlegan með sögulestri og leikjum á ýmsum tungumálum, við æfðum okkur líka að segja góðan dag á mörgum málum:)
Á þriðjudaginn var var dagur heyrnarlausra, þann dag komu fyrstubekkingar úr Hlíðaskóla í heimsókn. Þeir og Sólborgarbörnin settust saman í salinn og horfðu á söguna "Ég vil fisk!" á táknmáli. Einnig sungu elstu börn Sólborgar og sumir Hlíðaskólanemar "Þúsaldarljóðið" saman.
Við auglýsum enn eftir sokkum, því börnin eru að byrja í brúðugerð með Louise í Listaskálanum.
Nýjar Víðistofumyndir voru settar inn á heimasíðuna í dag:) Góða helgi!