Í dag útskrifuðum við ellefu nemendur frá leikskólanum. Það var gaman að sjá hve allir voru stoltir af börnunum sínum, bæði foreldrar og ekki síður kennararnir. Börnin hafa æft Þúsaldarljóðið í vetur bæði á íslensku og táknmáli og fluttu það fyrir gestina. Soffía deildastjóri kynnti fyrir okkur hvernig kennararnir hafa skipt með sér verkefnunum í vetur, allir fengið verkefni við hæfi og nýtt þannig styrkleika sína. Að því loknu tóku börnin á móti vinnubókunum sínum úr höndum kennara. Til hamingju með daginn.