Það eru 50 ár frá því hún Unnur okkar á Furustofu, Unnur Anna Halldórsdóttir leiks
kólakennari og djákni, útskrifaðist frá Fóstruskóla Sumargjafar. Það er gaman að segja frá því að hún hefur alla tíð starfað við kennslu og uppeldisstörf og hefur undanfarin ár miðlað af þekkingu sinni til barnanna hér í Sólborg. Í tilefni af afmælinu færði hún okkur samstarfsfólkinu sínu eplaköku á kaffistofuna og Jónína leikskólastjóri færði henni blómvönd. Við óskum Unni innilega til hamingju með áfangann og erum stollt af því að hafa hana í okkar frábæra starfsmannahópi.