Hagnýtar upplýsingar

Velkomin í leikskólann

Velkomin í leikskólann

Á heimasíðunni er að finna ýmsar upplýsingar um leikskólann svo sem námskrá, ársáætlun, kynningu á starfsfólki og fleira. Undir hlekknum spurt og svarað er að finna hagnýtar upplýsingar, matseðill er birtur eina viku í senn. Hver stofa hefur sitt frétta- og myndasvæði. Almennar fréttir eru birtar undir Forsíða.
Netfang okkar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Hefðir í Sólborg

Afmæli – þegar börnin eiga afmæli fá þau í matartíma sérstakan afmælisdisk, glas og borðið er skreytt í tilefni dagsins.

Jólin – í Sólborg leggjum við áherslu á að hafa notalegt umhverfi hjá okkur í jólamánuðinum og foreldrafélagið er með föndurstund foreldra og barna. Í desembermánuði erum við með jólavinastundir, það er jólaleikrit í, og síðan erum við með jólaball þar sem jólasveinar hafa ofast komið ofan af fjöllum og kíkt í heimsókn til okkar. Þann dag snæðum við hátíðarjólamat.

Öskudagur – í leikskólanum búa börn og starfsfólk til sína eigin búninga. Við biðjum foreldra að koma með bol í leikskólann sem börnin síðan útfæra eftir sínu höfði. Mála, klippa, sauma, búa til fylgihluti og jafnvel hvernig þau vilja vera máluð.

Sumarhátíð – Í júní er haldin árleg sumarhátíð leikskólans, þar sem foreldrum er boðið að koma á góðviðrisdegi og leika með börnunum í garðinum. Ásamt því er staðið fyrir skemmtun og kaffiveitingum.

Read more

Opnunartími leikskólans

Opnunartími leikskólans

Viðvera barna og starfsmanna í Sólborg er frá kl. 7:45 til 16:30.  Við opnum á tveimur stofum kl. 7:45 þar eru börnin til kl. 8:00 en þá mæta fleiri kennarar og taka börnin með sér á sínar stofur. Seinni partinn erum við á útisvæðinu þar til skólinn lokar. Haldinn er nákvæmur viðverulisti um það hvenær börnin koma og hvenær þau fara. Þetta er mikið öryggisatriði því við viljum og eigum að vita hvaða börn eru i skólanum hverju sinni, og hvort þau hafa verið sótt. Foreldrar eru hvattir til þess að ná sambandi við starfsmenn þeirrar stofu sem barn þess er á og tilkynna um að það hafi verið sótt, en ef það næst ekki að tryggja að starfsmaður Sólborgar sjái það. 

Read more

Leikskólataskan , hvað eiga börnin að hafa með sér í skólann?

Leikskólataskan , hvað eiga börnin að hafa með sér í skólann?

Nauðsynlegt er að börnin hafi föt til skiptanna (buxur, bol, sokka, nærbuxur, sokkabuxur) í boxinu við  hólfum sínum. Auk þess þurfa börnin að hafa pollagalla, stígvél, hlýja ullarpeysu, vettlinga og annan útiverufatnað. Mikilvægt er að foreldrar merki föt barna sinna. Dýrmætur tími getur farið í að velta fyrir sér hver á hvaða flík. Munið því að merkja öll föt vel!  Foreldrar eru beðnir að tæma hólf barna sinna á föstudögum. Í leikskólanum er unnið með ýmis leikefni svo sem málningu og lím og þarf val foreldra á fatnaði barnanna að taka mið af því. Börnin nota svuntur, t.d. við að mála, en oft duga þær ekki alveg. Foreldrum er bent á að þekjulitir eiga að nást úr fötum séu þau þvegin úr köldu vatni.

Read more

Lyfjagjöf á leikskólatíma

Lyfjagjöf á leikskólatíma

Í samráði við trúnaðarlækni hafa verið lagðar ákveðnar línur varðandi lyfjagjöf í leikskóla. Starfsfólk mun gefa lyf þegar um er að ræða t.d. flogaveikilyf eða asmalyf. Lyfin eru geymd í leikskólanum í læstum lyfjaskáp og gilda ákveðnar reglur um merkingar og magn lyfja sem geymd eru í leikskólanum hverju sinni.

Fúkkalyf sem börn taka í stuttan tíma á ekki að þurfa að gefa í leikskólanum. Að sögn trúnaðarlæknis er nóg að gefa slík lyf með hálfu mjólkurglasi að morgni og þegar komið er heim úr leikskóla og fyrir svefn.
 

Read more

Veikindi

Veikindi

Veikist barn með hita, skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust a.m.k. 1-2 sólarhringa. Fái barnið smitandi sjúkdóm, verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitssemi gagnvart öðrum börnum og starfsmönnum. Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Settar hafa verið upp myndrænar lýsingar á öllum deildum leikskólans. Börnum er kennt að þvo sér um hendur og þurrka.

Veikist barnið í leikskólanum höfum við tafarlaust samband við foreldra sem þurfa að sækja barnið strax og við bregðumst við hverju tilfelli eftir bestu vitund. Ef barn er fjarverandi vegna veikinda í mánuð eða lengur, er veittur afsláttur af leikskólagjaldi. Foreldrum er bent á að ef um svo miklar fjarvistir er að ræða vegna veikinda þarf að skila inn læknisvottorði til leikskólastjóra.

Útivist er mikilvægur þáttur leikskólastarfsins og börnin fara út á hverjum degi. Foreldrar hafa oft tilhneigingu til að óska eftir inniveru fyrir börn sín í því skyni að verja þau gegn sýkingum og öðrum veikindum. Það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist fremur í útilofti en innandyra, eiginlega er því þveröfugt farið, smithættan er meiri inni.

Þegar barn kemur aftur í leikskólann eftir veikindi á það að vera tilbúið að taka þátt í öllu skólastarfi úti sem inni. Hægt er að koma til móts við óskir um inniveru eingöngu með því að barn fari síðast út og fyrst inn. Það er gert ráð fyrir að börnin taki þátt í öllu starfi leikskólans úti sem inni. Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni. Útiveru er ekki sleppt nema í algjörum undantekningar tilvikum og því er ekki hægt að hafa börnin inni til að fyrirbyggja veikindi.

Hér er hægt að nálgast viðmiðunarlista yfir helstu smitsjúkdóma barna, smithættu og hvenær barnið má mæta aftur í leikskóla.

Read more

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa:   GSM: 664-9011
Víðistofa:   GSM: 664-9017
Furustofa:   GSM: 664-9018
Birkistofa:   GSM: 664-9009
Lerkistofa:   GSM: 664-9008