Hagnýtar upplýsingar

Velkomin í leikskólann

Velkomin í leikskólann

Á heimasíðunni er að finna ýmsar upplýsingar um leikskólann svo sem námskrá, ársáætlun, kynningu á starfsfólki og fleira. Undir hlekknum spurt og svarað er að finna hagnýtar upplýsingar, matseðill er birtur eina viku í senn. Hver stofa hefur sitt frétta- og myndasvæði. Almennar fréttir eru birtar undir Forsíða.
Netfang okkar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Read more

Opnunartími leikskólans

Opnunartími leikskólans

Leikskólinn er opinn frá 7:45 til 17:00.  Við opnum á einni stofu, Birkistofu kl. 7:45 þar eru börnin til kl. 8:00 en þá mæta fleiri kennarar og taka börnin með sér á sínar stofur. Eins er með fyrirkomulag í lok dags heimastofurnar loka kl. 16:15 og þá sameinast börn og kennarar á Víðistofu. Haldinn er nákvæmur viðverulisti  skráð er í viðverkerfi Reykjavíkurborgar sem heitir Vala hvenær börnin koma og hvenær þau fara. Þetta er mikið öryggisatriði við eigum alltaf að vita hvaða börn eru i skólanum hverju sinni.

Read more

Leikskólataskan , hvað eiga börnin að hafa með sér í skólann?

Leikskólataskan , hvað eiga börnin að hafa með sér í skólann?

Nauðsynlegt er að börnin hafi föt til skiptanna (buxur, bol, sokka, nærbuxur, sokkabuxur) í tösku í hólfum sínum. Auk þess þurfa börnin að hafa pollagalla, stígvél, hlýja ullarpeysu, vettlinga og annan útiverufatnað. Mikilvægt er að foreldrar merki föt barna sinna. Dýrmætur tími getur farið í að velta fyrir sér hver á hvaða flík og afleiðingar þessa geta orðið þær að dýr fatnaður glatast. Munið því að merkja öll föt vel!  Foreldrar eru beðnir að tæma hólf barna sinna á föstudögum. Í leikskólanum er unnið með ýmis leikefni svo sem málningu og lím og þarf val foreldra á fatnaði barnanna að taka mið af því. Börnin nota svuntur, t.d. við að mála, en oft duga þær ekki alveg. Foreldrum er bent á að þekjulitir eiga að nást úr fötum séu þau þvegin úr köldu vatni.

Read more

Lyfjagjöf á leikskólatíma

Lyfjagjöf á leikskólatíma

Í samráði við trúnaðarlækni hafa verið lagðar ákveðnar línur varðandi lyfjagjöf í leikskóla. Starfsfólk mun gefa lyf þegar um er að ræða t.d. flogaveikilyf eða asmalyf. Lyfin eru geymd í leikskólanum í læstum lyfjaskáp og gilda ákveðnar reglur um merkingar og magn lyfja sem geymd eru í leikskólanum hverju sinni.

Fúkkalyf sem börn taka í stuttan tíma á ekki að þurfa að gefa í leikskólanum. Að sögn trúnaðarlæknis er nóg að gefa slík lyf með hálfu mjólkurglasi að morgni, þegar komið er heim úr leikskóla og fyrir svefn.
Trúnaðarlæknir er Katrín Davíðsdóttir.

Read more

Afmæli

Afmæli

Við gerum okkur glaðan dag á afmælisdögum barnanna. Veitingar eru útbúnar í leikskólanum, við poppum, búum til ávaxtaklaka og velur afmælisbarnið veitingarnar.  Afmælisbarnið fær kórónu og við notum sérstakan afmælisstjaka til hátíðabrigða.  Foreldrar eru því vinsamlega beðnir að koma ekki með sælgæti eða kökur að heiman.  Yngstu börnin fá oftast rúsínur í stað poppkorns þar sem poppkorn getur reynst litlum börnum hættulegt.

Að ósk foreldra er lagður fram listi að hausti þar sem foreldrar geta skráð sig á ef þeir kjósa að börnin þeirra fái boðskort send heim og/eða að geta boðið í afmæli. Við minnum á að leiðinlegt getur verið fyrir börnin ef einhverjum er ítrekað ekki boðið að vera með. Með þessu fyrirkomulagi komum við í veg fyrir að boðskortum sé útdeildt í leikskólanum og að börnin séu að metast í skólanum hverjum sé boðið og hverjum ekki. 
 
Aðrar veislur eins og kveðjuveislur.
Börnin vilja oft gleðjast saman og koma með veitingar þegar þau kveðja leiksólann sinn. Þetta eru tillögur okkar að veitingum sem æskilegar eru:

  • Ber (jarðaber, vínber, bláber o.s.frv.)
  • Ávextir (melónur, kíví, ananas o.s.frv.)
  • Grænmeti (rófur, gulrætur, kokkteiltómatar o.s.frv.)
  • Ávaxtasalat
  • Súkkulaðikaka
  • Íspinnar

Ekki er æskilegt að komið sé með sælgæti, gos, snakk, popp eða saltstangir.

Read more