Velkomin í leikskólann

Á heimasíðunni er að finna ýmsar upplýsingar um leikskólann svo sem námskrá, ársáætlun, kynningu á starfsfólki og fleira. Undir hlekknum spurt og svarað er að finna hagnýtar upplýsingar, matseðill er birtur eina viku í senn. Hver stofa hefur sitt frétta- og myndasvæði. Almennar fréttir eru birtar undir Forsíða.
Netfang okkar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Hefðir í Sólborg

Afmæli – þegar börnin eiga afmæli fá þau í matartíma sérstakan afmælisdisk, glas og borðið er skreytt í tilefni dagsins.

Jólin – í Sólborg leggjum við áherslu á að hafa notalegt umhverfi hjá okkur í jólamánuðinum og foreldrafélagið er með föndurstund foreldra og barna. Í desembermánuði erum við með jólavinastundir, það er jólaleikrit í, og síðan erum við með jólaball þar sem jólasveinar hafa ofast komið ofan af fjöllum og kíkt í heimsókn til okkar. Þann dag snæðum við hátíðarjólamat.

Öskudagur – í leikskólanum búa börn og starfsfólk til sína eigin búninga. Við biðjum foreldra að koma með bol í leikskólann sem börnin síðan útfæra eftir sínu höfði. Mála, klippa, sauma, búa til fylgihluti og jafnvel hvernig þau vilja vera máluð.

Sumarhátíð – Í júní er haldin árleg sumarhátíð leikskólans, þar sem foreldrum er boðið að koma á góðviðrisdegi og leika með börnunum í garðinum. Ásamt því er staðið fyrir skemmtun og kaffiveitingum.

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa: 411-3485  // GSM: 664-9011
Víðistofa: 411-3486 // GSM: 664-9017
Furustofa: 411-3487 // GSM: 664-9018
Birkistofa: 411-3488 // GSM: 664-9009
Lerkistofa: 411-3489 // GSM: 664-9008