Leikskólataskan , hvað eiga börnin að hafa með sér í skólann?

Nauðsynlegt er að börnin hafi föt til skiptanna (buxur, bol, sokka, nærbuxur, sokkabuxur) í boxinu við  hólfum sínum. Auk þess þurfa börnin að hafa pollagalla, stígvél, hlýja ullarpeysu, vettlinga og annan útiverufatnað. Mikilvægt er að foreldrar merki föt barna sinna. Dýrmætur tími getur farið í að velta fyrir sér hver á hvaða flík. Munið því að merkja öll föt vel!  Foreldrar eru beðnir að tæma hólf barna sinna á föstudögum. Í leikskólanum er unnið með ýmis leikefni svo sem málningu og lím og þarf val foreldra á fatnaði barnanna að taka mið af því. Börnin nota svuntur, t.d. við að mála, en oft duga þær ekki alveg. Foreldrum er bent á að þekjulitir eiga að nást úr fötum séu þau þvegin úr köldu vatni.