Veikindi

English below

Veikist barn með hita, skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust a.m.k. 1-2 sólarhringa. Fái barnið smitandi sjúkdóm, verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitssemi gagnvart öðrum börnum og starfsmönnum. Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Settar hafa verið upp myndrænar lýsingar á öllum deildum leikskólans. Börnum er kennt að þvo sér um hendur og þurrka.

Veikist barnið í leikskólanum höfum við tafarlaust samband við foreldra sem þurfa að sækja barnið strax og við bregðumst við hverju tilfelli eftir bestu vitund. Ef barn er fjarverandi vegna veikinda í mánuð eða lengur, er veittur afsláttur af leikskólagjaldi. Foreldrum er bent á að ef um svo miklar fjarvistir er að ræða vegna veikinda þarf að skila inn læknisvottorði til leikskólastjóra.

Útivist er mikilvægur þáttur leikskólastarfsins og börnin fara út á hverjum degi. Foreldrar hafa oft tilhneigingu til að óska eftir inniveru fyrir börn sín í því skyni að verja þau gegn sýkingum og öðrum veikindum. Það er ekkert sem bendir til þess að börn sýkist fremur í útilofti en innandyra, eiginlega er því þveröfugt farið, smithættan er meiri inni.

Þegar barn kemur aftur í leikskólann eftir veikindi á það að vera tilbúið að taka þátt í öllu skólastarfi úti sem inni. Hægt er að koma til móts við óskir um inniveru eingöngu með því að barn fari síðast út og fyrst inn. Það er gert ráð fyrir að börnin taki þátt í öllu starfi leikskólans úti sem inni. Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni. Útiveru er ekki sleppt nema í algjörum undantekningar tilvikum og því er ekki hægt að hafa börnin inni til að fyrirbyggja veikindi.

Hér er hægt að nálgast viðmiðunarlista yfir helstu smitsjúkdóma barna, smithættu og hvenær barnið má mæta aftur í leikskóla.

Children´s illnesses, information from the Icelandic Directorate of Health:

If a child is sick with fever, it should stay at home until it has had no temperature for at least 24-48 hours. If the child catches an infectious illness, it should stay at home until it´s not contagious anymore. This is a necessary precaution to avoid deseases spreading in the kindergarten and is also a consideration for other children and staff. In kindergarten there is always a higher risk of common diseases and illnesses spreading around. Every class at the kindergarten has a poster on the wall with visual guidelines of how to wash and dry your hands and the children are taught how to do this.

If the child falls ill at the kindergarten we immediately contact the parents and they need to pick up the child straight away. We react to each case to the best of our knowledge. If a child does not attend the kindergarten for a month or more because of an illness, a discount of the kindergarten fee is granted. If the child is away a lot due to illness, parent´s need to hand  in a doctor´s certificate to the principal of the school.

Outdoor activities are an important part of kindergarten life and the children go outside every day. Parents tend to wish for their children to stay indoors to protect them from infections and other diseases. There is nothing that points towards that children are more likely to get sick outdoors rather than indoors. Actually, it is the opposite, the risk of infections is more indoors.

When a child comes back to kindergarten after an illness it should be ready to take part in all school activities indoors and outdoors. If parents wish for their child to be indoors we can only allow the child to be the last to go outside and the first to come back in. It is assumed that the children take part in all of the school activities, indoors and outdoors. This is why we cannot receive a sick child. Outdoor activities are not skipped except on a rare occasion so it is not possible to keep the children indoors to avoid illnesses.

See here guidelines for the most common contageous children´s illnesses, risk of infection and when the child can come back to kindergarten.