Í samráði við trúnaðarlækni hafa verið lagðar ákveðnar línur varðandi lyfjagjöf í leikskóla. Starfsfólk mun gefa lyf þegar um er að ræða t.d. flogaveikilyf eða asmalyf. Lyfin eru geymd í leikskólanum í læstum lyfjaskáp og gilda ákveðnar reglur um merkingar og magn lyfja sem geymd eru í leikskólanum hverju sinni.
Fúkkalyf sem börn taka í stuttan tíma á ekki að þurfa að gefa í leikskólanum. Að sögn trúnaðarlæknis er nóg að gefa slík lyf með hálfu mjólkurglasi að morgni og þegar komið er heim úr leikskóla og fyrir svefn.