Opnunartími leikskólans

Viðvera barna og starfsmanna í Sólborg er frá kl. 7:45 til 16:30.  Við opnum á tveimur stofum kl. 7:45 þar eru börnin til kl. 8:00 en þá mæta fleiri kennarar og taka börnin með sér á sínar stofur. Seinni partinn erum við á útisvæðinu þar til skólinn lokar. Haldinn er nákvæmur viðverulisti um það hvenær börnin koma og hvenær þau fara. Þetta er mikið öryggisatriði því við viljum og eigum að vita hvaða börn eru i skólanum hverju sinni, og hvort þau hafa verið sótt. Foreldrar eru hvattir til þess að ná sambandi við starfsmenn þeirrar stofu sem barn þess er á og tilkynna um að það hafi verið sótt, en ef það næst ekki að tryggja að starfsmaður Sólborgar sjái það.