Sumar

 

         

Óskasteinar
Fann ég á fjalli fallega steina,
faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina
alla mína unaðslegu óskasteina.
 
Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.
 
Gersemar mínar græt ég ei lengur
geti þær fundið telpa eða drengur.
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu. 
 

Uppi´ á grænum, grænum, himinháum hól
Uppi´ á grænum, grænum, himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu, bom, bom, bombo-rombom-bom,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim  ljótur byssukarl
hann miðaði í hvelli,
en hann hitt bara trommuna sem small
og þau hlupu´ og héldu velli.
  
Hann sigldi út um höfin blá í sautján ár
Hann sigldi út um höfin blá í sautján ár
og sjómennsku kunni hann upp á hár
Hann saknaði alla tíð stúlkunnar
og mynd hennar stöðugt í hjarta hann bar
 
Ó María mig langar heim –
ó María mig langar heim
Því heima vil ég helst vera –
ó María hjá þér

Í höfnum var hann hrókur mikils fagnaðar      
hann heillaði þar allar stúlkurnar                       
En aldrei hann meyjarnar augum leit
það átt' ekki við hann að rjúfa sín heit

Ó María mig langar heim.....
Svo kom að því hann vildi halda heim á leið
til hennar sem sat þar og beið og beið
Hann hætti til sjós tók sinn hatt og staf
og heimleiðis sigldi um ólgandi haf
Ó María mig langar heim....    
En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðarströnd
hann ferðast ei meira um ókunn lönd
En María bíður og bíður enn
hún bíður og vonar hann komi nú senn
 
Ó María mig langar heim –
ó María mig langar heim
Því heima vil ég helst vera –
ó María hjá þér

Ég er gula blómið fína
Ég er gula blómið fína
Blómið fína
Gulu blöðin vil ég sýna
Vil ég sýna
Kátir krakkar klöppum saman
Klöppum saman
Ofsalega er nú gaman, er nú gaman.

Einnig er sungið um bláa, rauða osfrv.

Olli Ormur
Olli ormur fór á kreik
upp úr moldu kíkti
æstur vildi´í einhver leik
ánægður hann skríkti

Siggi var úti
Siggi var úti með ærnar í haga,
allar stukku þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi’ hann að lágfóta dældirnar smó.
Agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti,
agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti.
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti.
Greyið hann Siggi hann þorir ekki heim.
 
Snati og Óli
Heyrðu snöggvast Snati minn,
snjalli vinur kæri.
Heldurðu’ ekki að hringinn þinn
ég hermannlega bæri.

Lof mér nú að leika að
látúns hálsgjörð þinni.
Ég skal seinna jafna það
með jólaköku minni

Jæja þá, í þetta sinn
þér er heimil ólin.
En hvenær koma, kæri minn,
kakan þín og jólin.
 
Nú er sumar
Nú er sumar
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndis hag.

Látum spretta
spori létta
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.

Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi heim þá skundum
seint um sólarlag.
 
Tröllalagið
Hátt upp í fjöllunum
Þar búa tröllin,
Tröllapabbi, tröllamamma og
Litli trölli – rölli.
Hó! Sagði tröllapabbi
Hó! Sagði tröllamamma
En hann litli tröllirölli segir bara Hó!
 
Tröllalagið
Hátt upp í fjöllum
þar búa tröllin.
Tröllapabbi, tröllamamma og olli litli tröllastrákur.
BÖÖÖÖÖ segir tröllapabbi
Bööööö segir tröllamamma,
en Olli litli tröllastrákur segir bar bö.
 
Dropalagið
Dr, dr, dr, dr, segja droparnir við pollinn.
Dr, dr, dr, dr, segja droparnir við pollinn.
Og þeir stinga sér í kaf
og breyta pollinumí haf.
 
Litla flugan
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt.
og þó ég ei til annars mætti duga,
:;: ég eflaust gæti kitlað nefið þitt:;:
 
Litagleði (vísa)
Græn eru laufin
og grasið sem grær.
Glóðin er rauð
og eldurinn skær.
Fífill og sóley
eru fagurgul að sjá.
Fjöllin og vötnin
og loftin eru blá.
Hvítur er svanur
sem syndir á tjörn.
Svartur er krummi
og öll hans börn.

Sól skín á mig
Sólin er risin, sumar í blænum
sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng
unaðsbjörtu dægrin löng.

Sól, sól skín á mig.
Ský, ský burt með þig.
gott er í sólinn
að gleðja sig.
Sól, sól skín á mig.
 
Hver var að hlæja
Hver var að hlæja þegar ég kom inn?
Kannski það hafi verið kötturinn.
:,:Æi(jæja) nú jæja, látum hann hlæja,
kannski að hann hlæi ekki í annað sinn:,:

 

 

Kalli litli kónguló
Kalli litli kónguló klifraði upp í tré
þá kom rigning og Kalli litli datt.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp,
Kalli litli kónguló klifraði upp í topp.

Kalli litli kónguló klifrar upp í rúm
Það er komið kvöld og allt er orðið hljótt.
Mamma kemur inn og býður góða nótt.
Kalli litli kónguló sofnar vært og rótt.
 
Ríðum heim til Hóla
Ríðum heim til Hóla.
Pabba kné er klárinn minn,
kistill mömmu fákur þinn.
Ríðum heim til Hóla.

Ríðum út að Ási.
Ef við höfum hraðann á,
háttum þar við skulum ná.
Ríðum út að Ási.

Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af,
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.
 
Karl gekk út um morguntíma
Karl gekk út um morguntíma
og taldi alla sauði sína,
einn og tveir og þrír og fjórir,
allir voru þeir.

Með höndunum gerum við klapp, klapp, klapp,
með fótunum gerum við stapp, stapp, stapp!
Einn tveir þrír, ofurlítið spor,
einmitt á þennan hátt er leikur vor.

Fyrr var oft í koti kátt
Fyrr var oft í koti kátt
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti’ um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur
þegar safnast saman var
sumarkvöldin fögur.

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.

Bænum mínum heima hjá,
Hlíðar brekkum undir,
er svo margt að minnast á
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.


More text goes here.