Tækifærislög

 

         

Bolludagur (lag: Við erum söngvasveinar)
Á bolludegi fer ég með bolluvönd á kreik.
Mér alltaf þykir gaman að iðka þennan leik.
Ég bolla og bolla á bossann á þér fast ég slæ
bolla og bolla og bollu í laun ég fæ.
Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar, bollurnar.
Já bragðgóðar eru bollurnar húllum hæ.

Sprengidagur
Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér
Því magnið er ei smátt sem í magann á mér fer.
Af saltkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ.
Af saltkjöti og baunum ég saddur verð og hlæ.
Já braðgóðar eru baunirnar, baunirnar, baunirnar.
Já bragðgóðar eru baunirnar húllum hæ.

Öskudagur
Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað
og elti menn og konur sem ekki vita um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ
lauma í poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir.
Svo dingla þeir þarna pokarnir húllum hæ.
 
Þorraþrællinn
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni liggur klakaþil,
Hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá brotnar
þung og há,
unnar steinum á
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn
hásetinn.
 
Ó, hangikjöt
(lagið „A-ramsa-sa“, texti: Guðlaug Kristjánsdóttir)
 
Ó, hangikjöt, ó, hangikjöt,
 og rófustappa, grænar baunir , súr hvalur!
Ó, hangikjöt, ó, hangikjöt,
og sviðasulta, hrútspungar og harðfiskur!
 
Og hákarl, og flatbrauð!
Mér finnst svo gott að borða allan þennan mat!
Og hákarl, og flatbrauð!
Mér finnst svo gott að borða allan þennan mat!
 
Á þorrablóti er gleði og gaman
(lag: „á jólunum er gleði og gaman)
Á þorrablóti er gleði og gaman, þei, þei, þó.
þá syngja allir krakkarnir og borða þorramat,
þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman,
þei, þei, þó.
 
Súrsaðir pungar
(lag: „allur matur“, texti: söngsveitin Randver)
Súrsaðir pungar, svið og læri,
skyrhákarl og vökvinn tæri.
Et og drekk, et og drekk
af andans list og eftir smekk.
 
Álfareiðin
Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg,
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt,
og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu blika við lund,
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallaði að mér?
 
Kolakassinn
Siggi datt o´ní  kolakassann,
hæ-fadderí,fadderall, la la.
Gunna átti hann að passa,
hæ-fadderí, fadderall, la, la.
Ef að Lúlli vissi það,
þá yrði Jóna steinhissa.
Hæ-fadderí, hæ-faddera,
hæ-fadderí, fadderall, la,la.
 
Inga dansar á pallinum
(skipta um nöfn eftir þátttakendum)
Inga dansar á pallinum
og Stína skellihlær.
Eva er á sokkunum
og Maja datt í gær.
Íris keyrir kassabíl
með Olgu í
og Kristín kastar bolta
til Hallfríðar.
 
Mér finnst gott að borða
Mér finnst gott að borða
blómkálssúpu og brauð
hamborgara, kjúklinga og súkkulaðifrauð.
Fisk og gos og franskar
finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjöri og hangikjöti á
:,: Fisk og franskar finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjöri og hangkjöti á :,:
 
 
Tönnin mín
lag: Signir sól
Tönnin mín, tönnin mín
tönnin mín er hvít og fín.
Burstuð hún alltaf er
bæði þar og hér.
Borða góðan hollan mat
á tönnina ekki kemur gat.
Tönnin mín, tönnin mín
alltaf hvít og fín.
Tönnin er með gati hér
grátandi hún líka er.
Burstuð hún ekki var
hvorki hér né þar.
Karíus á henni sat
og hjó í hana stærðar gat.
Tönnin er með gati hér
grátandi hún er.
Höfundur texta er Þuríður Sigurðardóttir
 
Lína langsokkur
Hér skal nú glens og gaman
við getum spjallað saman.
gáum hvað þú getur,
vinur, gettu hver ég er.
Verðlaun þér ég veiti
ef veistu hvað ég heiti.
vaðir þú í villu,
þetta vil ég segja þér.

Hér sérðu Línu langsokk
tralla hopp, tralla hei,
tralla hopp sa-sa.
já, líttu, það er ég.

Svo þú sérð minn apa,
minn sæta, fína, litla apa,
herrann Níels heitir,
já, hann heitir reyndar það.
Hérna höll mín gnæfir,
við himin töfraborg mín gnæfir,
fannstu annan fegri
eða frægðarmeiri stað?

Hér sérðu Línu langsokk...

Þú höll ei hefur slíka,
ég á hest og rottu líka.
Og kúffullan af krónum
einnig kistil á ég mér.
veri allir vinir,
velkomnir, einnig hinir.
nú lifað skal og leikið,
þá skal lífí tuskum hér.
hér sérðu Línu langsokk...


Ein stutt, ein löng
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.

Köttur og mús og sætt lítið hús,
sætt lítið hús og köttur og mús.
Ein stutt ein löng, hringur á stöng
og flokkur, sem spilaði og söng.

Penni og gat og fata sem lak
fata sem lak og penni og gat.
Ein stutt ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.

Lítill og mjór og feitur og stór,
feitur og stór og lítill og mjór.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
 
Ef þú ert súr
Ef þú ert súr vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygð´u á þér munnvikin út undir eyru.

Viðlag
Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað, hlegið, sungið endalaust.

Ef þú ert fýldur þá líkist þú apa
eða krókódíl sem er of fúll til að gapa
ekkert er varið í sút eða seyru
teygð´u á þér munnvikin út undir eyru.
Viðlag
Ef þú ert illur þá líkist þú nauti
eða eldgömlum potti með viðbrenndum grauti
ekkert er varið í sút eða seyru
teygð´u á þér munnvikin út undir eyru.
Viðlag
 
Lagið um það sem er bannað
Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti oní skurð.
Ekki fara í bæinn
og kaupa popp og tyggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó.
Ekki tína blómin
sem eru útí´ beði
og ekki segja “ráddi” heldur réði.

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið
það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba
með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara´ að hlæja
þó einhver sé að detta
- ekki gera hitt og ekki þetta.

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið.
 

More text goes here.