|
||
Hreyfa-frjósa lagið
Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur
hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot.
Hreyfa lítinn nebba……..
Hreyfa lítinn maga………
Hreyfa litla rassa………..
Fimm litlir apar
Fimm litlir apar sátu uppi´í tré, þeir voru að stríða krókódíl - "Þú nærð ekki mér!" Þá kom hann herra Krókódíll, hægt og rólega - og NAMM! (lófum smellt saman eins og gini) Fjórir litlir apar sátu… (sungið þar til enginn api er eftir) Karl gekk út um morguntíma
Karl gekk út um morguntíma og taldi alla sauði sína, einn og tveir og þrír og fjórir, allir voru þeir. Með höndunum gerum við klapp, klapp, klapp, með fótunum gerum við stapp, stapp, stapp! Einn tveir þrír, ofurlítið spor, einmitt á þennan hátt er leikur vor. Við erum söngvasveinar
:,: Við erum söngvasveinar á leiðinni’ út í lönd :,: leikum á flautu, á skógarhorn, á skógarhorn, leikum á flautu, fiðlu’ og skógarhorn. Og við skulum dansa hopsasa, hopsasa, hopsasa, við skulum dansa hopsasa - HOPSASA! Ég heiti Keli, káti karl og kraftajötun er! Þegar ég fer út-út, hrökkva’ allir í kút-kút. Ég heiti Keli káti karl - tra la la la la la la la! Strætó
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring, hring, hring, hring, hring, hring, hring! Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring - út um allan bæinn! Hurðin á strætó opnast út og inn, út og inn, út og inn! Hurðin á strætó opnast út og inn - út um allan bæinn! Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling, klink, kling, kling, klink, kling, kling! Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling - út um allan bæinn! Fólkið í strætó segir bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla! Fólkið í strætó segir bla, bla, bla - út um allan bæinn! Börnin í strætó segja hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí! Börnin í strætó segja hí, hí, hí - út um allan bæinn! Bílstjórinn í strætó segir uss, suss, suss, uss, suss, suss, uss, suss, suss! Bílstjórinn í strætó segir uss, suss, suss - út um allan bæinn! Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb, bíb, bíb, bíb, bíb, bíb, bíb! Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb - út um allan bæinn! Höfuð, herðar, hné og tær
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær Augu, eyru, munnur og nef. Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær. Hnakki, kinnar, haka, háls,
haka, háls. Hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls. Bringa, magi, bak og rass. Hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls. Tilfinningablús
(reið, leið, svöng, þreytt o.s.frv.)Ég finn það ofan´í maga - ooohó! Ég finn það fram í hendur - ooohó! Ég finn það niður´í fætur - ooohó! Ég finn það upp í höfuð - ooohó! :,:Ég finn það hér og hér og hér og hér og hér og hér hvað ég er glöð! Hér inni´í mér!:,: Ein stutt ein löng
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng og flokkur sem spilaði´og söng. Köttur og mús og sætt lítið hús, sætt lítið hús og köttur og mús. Ein stutt… Penni og gat og fata sem lak, fata sem lak og penni og gat. Ein stutt… Lítill og mjór og feitur og stór, feitur og stór og lítill og mjór. Ein stutt… Ding Dong Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag, ding, dong, sagði lítill grænn froskur. Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag, og svo líka ding, dong - spojojojojong! (Blikka augunum til skiptis) Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag, mm, ðð, sagði lítil græn eðla. Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag, og svo líka mm, ðð - bllrrllrrllrr! (Reka út úr sér tunguna) King, kong, sagði stór svartur api einn dag, king, kong, sagði stór svartur api. King, kong, sagði stór svartur api einn dag, og svo líka king, kong - gojojojojo! (Slá með hnefum í bringuna) |
Tombai
Tombai tombai tombai tombai Tombai tombai tombai Don, don, Don, diri don Diri diri don. Tra la la la la tra la la la la Tra la la la la la HEI! Það búa litlir dvergar
Það búa litlir dvergar í björtum dal, á bak við fjöllin háu í skógarsal. Byggðu hlýja bæinn sinn, brosir þangað sólin inn. Fellin enduróma allt þeirra tal. Við klöppum öll…
Við klöppum öll í einu, við klöppum öll í einu, við klöppum öll í einu, það líkar okkur vel! (stöppum, hoppum, grátum, hlæjum, sofum, hvíslum, smellum o.s.frv) Tvö skref til hægri...
Tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri. Beygja arma, rétta arma, klappi, klappi, klapp! Hálfan hægri hring, hálfan vinstri hring, hné og magi, brjóst og enni, klappi, klappi, klapp! Bátasmiðurinn
Ég negli og saga og smíða mér bát og síðan á sjóinn ég sigli með gát. Og báturinn vaggar og veltist um sæ, ég fjörugum fiskum með færinu næ. Í rigningu ég syng
(lag: I’m singing in the rain) Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng. Það er stórkostlegt veður, mér líður svo vel! Armar fram og armar að. Tjutti tja, tjutti tja, tjutti tja tja! (Lagið endurtekið og lið 2 bætt við, síðan lið 3 o.s.frv. 2. Beygja hné 3. Rassinn út 4. Inn með tær 5. Hakan upp 6. Út með tungu) Kubbahús Kubbahús við byggjum brátt, báðum lófum smellum hátt. Kubbum röðum sitt á hvað (hvíslað) - Hver vill skemma það? BÚMM!!! Þú skalt klappa
Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund, klapp,klapp Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund, , klapp,klapp Þú skalt klappa allan daginn, svo það heyrist útum bæinn. Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund. , klapp,klapp Settu í staðinn fyrir að klappa: Stappa, smella, banka á höfuðið og segja jú-hú og í seinasta erindinu gera allt í röð. Ég ætla að syngja
Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja, ég ætla að syngja lítið lag. Hérna eru augun, hérna eru eyrun, hérna er nebbinn minn og munnurinn. Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja, ég ætla að syngja lítið lag. Hérna er bringan, hérna er naflinn, hérna er rassinn minn og búkurinn. Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja, ég ætla að syngja lítið lag. Hérna eru fingurnir hérna er höndin, hérna er olboginn og handleggurinn. Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja, ég ætla að syngja lítið lag. Hérna eru tærnar, hérna er hællinn, hérna er hnéð á mér og fótleggurinn hér. Sa ramm samm samm
:,:Sa ramm samm samm:,: Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí ramm samm samm :,:Sa ramm samm samm:,: Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí ramm samm samm :,:Hér er ég, hér er ég Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí ramm samm samm:,: Það var einu sinni api… Það var einu sinni api í ofsa góðu skapi, hann vildi ekki grautinn en fékk sér banana: Banananana - (smella tvisvar í góminn) Banananana - (smella tvisvar í góminn) Banananana, banananana, banananana! (smella tvisvar í góminn). Fiskalagið
Nú skulum við syngja um fiskana tvo sem ævi sína enduðu í netinu svo. Þeir syntu og syntu og syntu um allt, en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”. Baba, búbú, baba, bú! Baba, búbú, baba, bú! Þeir syntu og syntu og syntu um allt, en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”. Annar hét Gunnar en hinn hét Geir, þeir voru pínulitlir báðir tveir. Þeir syntu og syntu og syntu um allt, en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”. Baba, búbú, baba, bú! Baba, búbú, baba, bú! Þeir syntu og syntu og syntu um allt, en mamma þeirra sagði: “Vatnið er kalt”. Bangsi lúrir
(lag: Allir krakkar) Bangsi lúrir, bangsi lúrir bæli sínu í. Hann er stundum stúrinn, stirður eftir lúrinn. Að hann sofi, að hann sofi, enginn treystir því. |
More text goes here.