Litalög

           

    

 

Myndin hennar Lísu

Lag og texti: Olga Guðrún Árnadóttir

Gult fyrir sól
grænt fyrir líf
grátt fyrir þá
sem reka menn út í stríð.
Hvítt fyrir börn
sem biðja um frið
biðja þess eins
að mega lifa eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað
málaðu á það
mynd þar sem
allir eiga öruggan stað
Augu svo blá
hjörtu sem slá
hendur sem fegnar
halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.

 

Ég heiti Óli rauði:,:                                                              
Ég heiti Óli rauði og allir þekkja mig,
því allir jólasveinar nota rautt í föt á sig.
Rauð eru eplin góðu og reyniberin smá
og rauður er hann kjóllinn sem hún Gunna á að fá.
Já við litum og við litum,
við litum stórt og smátt.
Við litum grænt og brúnt og rautt
og gult og fagurblátt.
Já við litum og við litum allt
sem litir geta prýtt.
Og líki okkur það ekki,
við byrjum upp á nýtt.
 
Ég heiti Stjáni blái og blátt ég lita flest.
Berjaklasa fjóluvönd og ævintýrahest.
Blá eru líka vötnin og blár er fjörðurinn.
Og bláa litinn notar þú á sjálfan himininn.                            
Já við litum og ……
 
 
Ég heiti Gústi græni á greni, skóga og hey,
þú getur notað litinn minn, á vetrum sést ég ei.
En þegar vorið kemur, þá kem ég fljótt í ljós,
og klæði grænu engin, tún og blöð á hverri rós.
Já við litum og ……
 
Ég heiti Geiri guli og er gulur eins og sól.
Gulur eins og fífill eða kertaljós um jól.
Og blandaður með rauðu er ég eins og kvöldroðinn,
með ósköp litlu bláu eins grænn og skógurinn.
Já við litum og ……

 

Rauði karlinn
(Lag: Allir krakkar)
Rauði karlinn, rauði karlinn
kallar til þín hér.
Hann biður þig að bíða
best er því að hlýða.
Stans hann segir,
stans hann segir.
Stans og gættu að þér.

Græna karlinn, græna karlinn
krakkar þekkja flest.
Göngumerki gefur
gát á öllu hefur.
Yfir götu öll við göngum
glöð í einni lest.

 

 
Ég er gula blómið fína
Ég er gula blómið fína, Blómið fína
Gulu blöðin vil ég sýna, Vil ég sýna
Kátir krakkar klöppum saman, Klöppum saman
Ofsalega er nú gaman, er nú gaman.

Einnig er sungið um bláa, rauða osfrv.
 
Litirnir
Grænt, grænt, grænt
er grasið úti í haga.
Grænt, grænt, grænt
er gamla pilsið mitt.
Allt sem er grænt, grænt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Jón á Grund

Gul, gul, gul
er góða appelsínan.
Gul, gul, gul
er gamla húfan mín.
Allt sem er gult, gult
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Kínverjann.

Rauð, rauð, rauð
er rósin hennar mömmu.
Rauð, rauð, rauð
er rjóða kinnin mín.
Allt sem er rautt, rautt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla indíánann.

Svart, svart, svart
er sjalið hennar frænku.
Svart, svart, svart
er litla lambið mitt.
Allt sem er svart, svart
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla svertingjann.

Blátt, blátt, blátt
er hafið bláa hafið.
Blár, blár, blár
er blái himininn.
Allt sem er blátt, blátt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla sjómanninn.

Hvít, hvít, hvít
er hvíta snjókerlingin.
Hvít, hvít, hvít
eru skýin sem ég sé.
Allt sem er hvítt, hvítt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla snjókarlinn.
 
Litagleði
Græn eru laufin
og grasið sem grær.
Glóðin er rauð
og eldurinn skær.
Fífill og sóley
eru fagurgul að sjá.
Fjöllin og vötnin
og loftin eru blá.
Hvítur er svanur
sem syndir á tjörn.
Svartur er krummi
og öll hans börn.
 
Gulur, rauður
Gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur banani,
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur,  fjólublár.

More text goes here.