Haustlög

 

         

 Út um mó, inni í skóg  
 
Út um mó, inn í skóg,
upp í hlíð í grænni tó.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
Tína þá berjablá,
börn í lautu til og frá.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
 
Dropalagið
 
Dl, dl,dl,dl segja droparnir við pollinn,
dl,dl,dl,dl segja droparnir við pollinn
og þeir stinga sér í kaf
og breyta pollinum í haf.
 
Nú er úti veður vott
 
Nú er úti verður vott
Verður allt af klessu
Ekki á hann Grímur gott
Að gifta sig í þessu
 
Nú er úti veður vott,
vökna skór með þvengjum.
Ekki fær hann Grímur gott
að ganga heim af engjum.
 
Verður svalt því veður„er breytt
Vina eins og geðið
Þar sem allt var áður heitt
Er nú kalt og freðið
 
 
Þegar barnið í föt sín fer
Þegar barnið í föt sín fer,
fjarska margt að læra þörf er hér.
Fyrst er reynt að hneppa hnapp,
í hnappagatið loks hann slapp.
Renna lás og reima skó,
reyndar finnst mér komið nóg.
Þetta er gjörvallt í grænum sjó.
Við skulum:
Hneppa, renna, smella, hnýta,
hneppa, renna, smella, hnýta,
hneppa, renna, smella, hnýta.
Hnýta slaufu á skó.
(Herdís Egilsdóttir)
 
 
Skýin

Við skýin felum ekki sólina af illgirni.
(klapp,klapp,klapp)
Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.
(klapp,klapp,klapp)
Við skýin sjáum ykkur hlaupa,
uu-úps,
í rokinu.
Klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum.
Eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá, bara grá.
Á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?
Hvað þá?
Hvað þá?
Hvað verður um skýin þá?
 
Haustvísa
Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.
Blöðin grænu hafa visnað, orðin gul og rauð.
Ef ég horfi mikið lengur verður hríslan auð.
 
Nú er ís á vatni sem var autt í gær.
Yfir landið hélugráum ljóma slær.
Ég brýt heilann um það-segðu mér hvað heldur þú?
Kemur haustið fyrst á morgun? Er það komið nú?
 
Nú er grettin jörðin eins og gamalt skar.
Sjást nú gráar hærur þar sem grasið var.
Yfir fyrrum gróna bala liggja frosin spor.
Ég verð kuldatíð að þola þar til kemur vor.
(Þýð. Herdís Egilsdóttir)
 
Nú er úti norðanvindur
 
Nú er úti norðanvindur
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
þá myndi ég setja þær allar inn
elsku besti vinur minn.
 
Úmbarassa, úmbarassa
úmbarassasa. (HEY)
Úmbarassa, úmbarassa
úmbarassasa. (HEY)
 
Hér er mikið fé á beit
því er ei að leyna
nú er ég komin upp í sveit
á rútunni hans Steina
skilur þú hvað ég meina?
Úmbarassa………….
 
Sumri hallar
 
Sumri hallar hausta fer
heyri snjallir ýtar.
hafa fjallahnjúkarnir, húfur mjallahvítar.
Ég skal vera þýðan þín
þegar allt er frosið.
Því sólin hún er systir mín,
sagði litla brosið
 
Litlu börnin leika sér
 
Litlubörnin leika sér , liggja mónum í,
þau liggja þar í skorningum og hlæja h,hí,hí.
Þau úða berjum upp í sig og alltaf tína meir.
Þau elska berin bláu og brauðið með.
Í berjamó er gaman, börnin leika saman.
Börnin tína í bolla og brosa við.
Sólin litar hólinn, heiðbláan kjólinn,
um jörðu hrærast því ljúft er geð.
 
 
Ég heyri þrumur
 
:,: Ég heyri þrumur :,:
:,: Heyrir þú :,:
:,: Droparnir detta :,:
:,: Ég er gegnblautur :,:
 
Ég negli og saga
 
Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ
og fjörugum fiskum með færi ég næ.
(Ég negli og saga og smíða mér hús
í húsinu búa köttur og mús).
 
Með vindinum þjóta skúra ský
 
Með vindinum þjóta skúra ský.
Drýpur drop, drop,drop,
drýpur drop,drop,drop.
Og droparnir hníga og detta á ný.
Drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund.
Drýpur drop, drop,drop,
drýpur drop, drop, drop.
Þau augun sín opna er grænkar grund.
Drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
 
Nú blánar yfir berjamó
 
Nú blánar yfir berjamó
og börnin smá í mosató
og lautum leika sér.
Þau koma, koma kát og létt,
á kvikum fótum taka sprett,
að tína, tína ber,
að tína, tína ber.
En heima situr amma ein,
að arni hvílir lúin bein
og leikur bros um brá,
er koma þau með körfu inn
og kyssa ömmu á vangann sinn
og hlæja berjablá
og hlæja berjablá.
 
Á sólborginni er gaman
 
Á sólborginni er gaman,
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita
þið ættuð bara að vita,
hvað allir eru duglegir
á Sólborginni hér.
 
Út í mó
 
Út í mó inn í skó
upp í hlíð í grænni tó
þar sem litlu berin lyngi vaxa á
tína, tína, tína má.
Tína þá, berjablá
börn í lautu til og frá.
Þar sem litlu berin lyngi vaxa á,
tína, tína, tína má.
 
Nú er úti norðanvindur
 
Nú er úti norðanvindur
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
þá myndi ég setja þær allar inn
elsku besti vinur minn.
Úmbarassa, úmbarassa
úmbarassasa. (HEY)
Úmbarassa, úmbarassa
úmbarassasa. (HEY)
Hér er mikið fé á beit
því er ei að leyna
nú er ég komin upp í sveit
á rútunni hans Steina
skilur þú hvað ég meina?
Úmbarassa………….
 
Sumri hallar
 
Sumri hallar hausta fer
heyri snjallir ýtar.
hafa fjallahnjúkarnir, húfur mjallahvítar.
Ég skal vera þýðan þín
þegar allt er frosið.
Því sólin hún er systir mín,
sagði litla brosið
 
Litlu börnin leika sér
 
Litlu börnin leika sér, liggja mónum í,
þau liggja þar í skorningum og hlæja hí,hí,hí.
Þau úða berjum upp í sig og alltaf tína meir.
Þau elska berin bláu og brauðið með.
 
Í berjamó er gaman, börnin leika saman.
Börnin tína í bolla og brosa við.
Sólin litar hólinn, heiðbláan kjólinn,
um jörðu hrærast því ljúft er geð.
 
Ég heyri þrumur
 
:,: Ég heyri þrumur :,:
:,: Heyrir þú :,:
:,: Droparnir detta :,:
:,: Ég er gegnblautur :,:
 
 
Sumarfötin setjum inní skáp
 
Sumarfötin setjum inní skáp
Geymum þau í vetur og klæðum okkur betur.
Sumarfötin, sumarfötin setjum inní skáp.
Þykku fötin, þykku fötin þykja best í snjó
þegar út við þjótum og karl úr snjó við mótum.
Þykku fötin,þykku fötin þykja best í snjó.
Pollafötin, pollafötin puðum við nú í
Úti regnið bylur, stétt og steina hylur.
Pollafötin,pollafötin puðum við nú í.