Samfélagið

                                   

         

  
 

Hvar ert þú?

Þumalfingur, þumalfingur,
hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég!
Góðan daginn, daginn, daginn!

(vísifingur, langatöng, baugfingur, litli fingur)
Tilfinningablús

Ég finn það ofan´í maga - ooohó!
Ég finn það fram í hendur - ooohó!
Ég finn það niður´í fætur - ooohó!
Ég finn það upp í höfuð - ooohó!
:,:Ég finn það hér og hér og hér
og hér og hér og hér hvað ég er glöð!
Hér inni´í mér!:,:

(reið, leið, svöng, þreytt o.s.frv.)
Ég heyri svo vel
Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa.
Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,
ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa.
Heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast,
heyri hjartað slá.

Þú finnur það vel, allt færist nær þér.
Þú finnur það vel, þú kemur nær mér.
Þú finnur það vel, allt fæðist í þér,
andlitin lifna og húsin dansa
og vindurinn hlær.
Ég ætla að syngja

Ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru augun,
hérna eru eyrun,
hérna er nebbinn minn
og munnurinn.

Ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna er bringan,
hérna er naflinn,
hérna er rassinn minn
og búkurinn.

Ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru fingurnir
hérna er höndin,
hérna er olboginn
og handleggurinn.

Ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru tærnar,
hérna er hællinn,
hérna er hnéð á mér
og fótleggurinn hér.
Við erum borgarbörnin
 
.:Við erum borgarbörnin í henni Reykjavík:.
.:okkar stolt er tjörnin:.
.:því hún er engu lík:.
 
.:Í Öskjuhlíð við skokkum með nesti í pokanum:.
.:köngulærnar lokkum:.
.:út úr fylgsnunum:.
 
.:Í Esjunni búa tröllin og jólasveinarnir:.
.:heyra hlátrasköllin:.
.:allir krakkarnir:.
 
Vinátta
 
Gull og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
 
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
 
Fingraþula
 
Þumalfingur er mamman,
sem var mér vænst og best.
Vísifingur er pabbinn
sem gaf mér rauðan hest.
Langatöng er bróðir
sem býr til falleg gull.
Baugfingur er systir
sem prjónar sokka úr ull.
Litli fingur er barnið
sem leikur að skel,
litli pínu anginn sem dafnar svo vel.
Hér er allt fólkið svo fallegt og nett.
Fimm eru í bænum ef talið er rétt.
Ósköp væri gaman hér í þessum heimi,
ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim.
 
Nú er úti norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur,
mundi’ ég láta’ þær allar inn,
elsku besti vinur minn!

:,: Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa :,:
Tombai
 
Tombai tombai tombai tombai
tombai tombai tombai
Don,don,don, diri, don
diri, diri, don.
Tra la ra la la
la la ra la la
la la ra la la la. HEI!
Mér er kalt á tánum
 
Mér er kalt á tánum,
ég segi það satt.
Ég er skólaus og skjálfandi
og hef engann hatt.
Það snjóaði í morgun,
það snjóaði í dag.
Ég er hreint alveg ráðalaus,
en hvað um það?
 
Ég syng mína vísu
um snjóinn og mig.
Tra, ra, la, la, la, la, la, la.
um snjóinn og mig.
 
 
 
 
Ég á gamla frænku

Ég á gamla frænku sem heitir Ingeborg,
við eftir henni hermum
er hún gengur niður á torg

:,: Og svo sveiflast fjöðrin,
og fjöðrin sveiflast svo:,:

2. hatturinn
3. sjalið
4. taskan
5. pilsið
6. Frænkan
Furðuverk

Ég á augu, ég á eyru,
ég á lítið skrýtið nef.
Ég á augnabrúnir og augnalok
sem lokast er ég sef.

Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár.
Eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.

Því ég er furðuverk, algjört furðuverk
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.

Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær.
Tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.

Ég get gengið og ég get hlaupið,
kann að tala mannamál.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.

Því ég er furðuverk, algjört furðuverk
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.
Höfuð, herðar, hné og tær

Höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær
Höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær
Augu, eyru, munnur og nef.
Höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær.
Hnakki, kinnar, haka, háls,
haka, háls.
Hnakki, kinnar, haka, háls,
haka, háls.
Bringa, magi, bak og rass.
Hnakki, kinnar, haka, háls,
haka, háls.
Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Út með skóflu og fötu
en ekki út á götu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Vikan
 
 
Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur og fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur
þá er vikan búin.
 
Mánuðirnir
 
Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst,
september, október, nóvember og desember.
 
Hreyfa-frjósa lagið
 
Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur
hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot.
Hreyfa lítinn nebba……..
Hreyfa lítinn maga………
Hreyfa litla rassa………..
 
Hendur tvær ég á
 
Hendur tvær ég á
með þeim klappa má
hendur tvær ég á
kann að smella, sjá
hendur tvær ég á
vinka til og frá
hendur tvær ég á
gef þær vini smá.
 
Fætur tvo ég á
niður stappa má
fætur tvo ég á
stend svo hátt á tá
fætur tvo ég á
læðist til og frá
fætur tvo ég á
kyrrir standa þá.
 
Augu tvö ég á
með þeim gott að sjá
augu tvö ég á
blikka til og frá
augu tvö ég á
gægjast út á ská
augu tvö ég á
heilla vininn smá.

Einnig má sjá ýmis vinalög á söngblaði "vinalög"