Fræðslufyrirlestur

Foreldrafélag Sólborgar stóð fyrir fræðslukvöldi þriðjudaginn 17. apríl.  Fræðslan var tvíþætt fyrst flutti Anna María Frímannsdóttir sálfræðingur erindi um SMT- skólafærni sem unnið er eftir í Sólborg og síðan kynnti Sesselja Vilborg Jónsdóttir táknmálskennari og foreldri í Sólborg vefinn SignWiki og fór yfir nokkur praktísk atriði tengd íslenska táknmálinu. Góður rómur var gerður að báðum fyrirlestrum sem þóttu skemmtilegir og fræðandi. Þið sem ekki sáuð ykkur fært að koma getið kynnt ykkur SMT hér á heimasíðunni okkar. Einstaklega gott framtak hjá stjórn foreldrafélagsins, takk fyrir okkur.