Ráðgjafarskóli

Sólborg, ráðgjafarskóli vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna

Sólborg er eini leikskóli landsins, sem hefur sérhæft sig í að mæta þörfum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Vegna eftirspurnar frá leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og frá leikskólum úti á landi, hefur starfsfólk Sólborgar vakið athygli á þörf fyrir ráðgjöf, sem hingað til hefur aðeins staðið grunnskólum til boða. Í mars 2009 veitti Menntamálaráðuneytið Sólborg styrk til að veita leikskólum á landsvísu ráðgjöf vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Í lok skólaárs 2009-2010 fer fram mat á framkvæmd þessarar ráðgjafar og ákvörðun um framhald hennar verður tekin.

Markmið:
Að veita leikskólastarfsfólki ráðgjöf varðandi umhverfi barnanna og áhersluþætti í námi og kennslu, en sérstaklega er horft til félagslegrar stöðu og hlutdeildar í leikskólastarfinu. Sólborg hefur farið þess á leit við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands að foreldrum og/eða leikskólum verði kynnt að ráðgjöfin standi leikskóla barnsins til boða. Beiðni um ráðgjöf þarf að berast frá leikskóla barnsins.

Leikskóli barnsins hefur símasamband og beiðni um ráðgjöf er send Sólborg á þar til gerðu umsóknarblaði;
docBeiðni um ráðgjöf

Dæmi um ráðgjafarferli, sem miðast síðan við þarfir hvers og eins.

 1. Fulltrúar leikskóla barnsins koma í heimsókn og fylgja ráðgjafarbeiðni eftir.
  • Almenn ráðgjöf er veitt um heyrnarskerðingu og áhrif þess að fá heyrnartæki
  • Upplýsingar um það, sem leikskólinn þarf að huga að í leikskólastarfinu varðandi námsumhverfi, hljóðvist, samskipti, og hlutdeild barnsins í leikskólastarfinu.
  • Heyrnarskertir nemendur og táknmál.
 2. Heimsókn ráðgjafa í leikskóla barnsins.
  • Fræðsla eftir þörfum til leikskólastarfsfólks.
  • Aðstæður skoðaðar og ábendingar veittar.
 3. Heimsókn í Sólborg.
  • Námsumhverfi, kennsluaðferðir sýnikennsla og kennslugögn.
  • Ráðgjöf vegna áhersluþátta í námskrá barnsins.

Ragnheiður Þóra Kolbeins, aðstoðarleikskólastjóri
Regína Rögnvaldsdóttir, sérkennslustjóri og audiopedagog